Kallistó (tungl)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kallistó
Mynd af Kallistó, dökkur hnöttur með ljósum punktum og skellum
Ljósmynd af Kallistó í réttum litum. Yfirborðið er þakið gígum og örum. Myndin var tekin í maí 2001 af Galíleó-geimfarinu.
Uppgötvun
Uppgötvuð afGalíleó Galílei &
Simon Marius
Uppgötvuð7. janúar 1610
Heiti
Nefnd eftirKallistó
Önnur nöfnJúpíter IV
Einkenni sporbaugs
Hálfur langás1.882.700 km
Umferðartími16,69 d
Er tunglJúpíters
Eðliseinkenni
Meðalgeisli2410,3 km
(0,378 jörð)
Massi1,0759×1023 kg
(0,018 jörð)
Þyngdarafl við miðbaug1,235 m/s2 (0,126 g)
Snúningstímibundinn

Kallistó (Júpíter IV) er eitt af tunglum Júpíters. Galíleó Galílei fann hana árið 1610 líkt og hin þrjú tungl Júpíters sem kennd eru við hann. Hún er þriðja stærsta tungl sólkerfisins og hið næststærsta sem er á sporbaugi um Júpíter á eftir Ganýmedes. Þvermál Kallistó er 99% af þvermáli reikistjörnunnanr Merkúrs. en hún hefur þó einungis um þriðjung af massa Merkúrs. Kallistó er yst af Galíleótunglunum, sporbaugur hennar er að meðaltali um 1,88 milljón km frá Júpíter.[1] Kallistó er ekki í brautarhermun með hinum þremur Gallíleótunglunum, Íó, Evrópu og Ganýmedes, og verður því ekki fyrir sömu flóðkröftunum og þau. Það er því ekki áberandi jarðhiti á Kallistó líkt og finnst á systrum hennar.[2] Kallistó hefur bundinn möndulsnúning og snýr því ávallt sömu hliðinni að Júpíter. Frá sjónarhóli áhorfanda á yfirborði hennar virðist Júpíter því ávallt vera á sama staðnum á himninum. Kallistó verður sömuleiðis fjarlægðar sinnar vegna ekki fyrir sömu áhrifunum af segulhvolfi Júpíters og tunglin sem liggja innar.[3]

Á þessari mynd sem Cassini sjást Kallistó (niðri til vinstri) og Evrópa (ofarlega fyrir miðju) ásamt Júpíter.

Kallistó er úr bergi og ís í nokkuð jöfnum hlutföllum og hefur þéttni í kringum 1,83 g/cm3. Efnin sem fundist hafa á yfirborðinu með litrófsgreiningu eru vatnsís, koltvísýringur, silíköt og lífrænar sameindir. Rannsóknir með Galíleó-geimfarinu leiddu í ljós að Kallistó hefur líklega kjarna úr silíkatbergi og mögulega neðanjarðarhöf í fljótandi formi á meira en 100 km dýpi.[4][5]

Yfirborð Kallistó er alsett gígum eftir árekstra loftsteina og er talið ævafornt. Það sýnir engin merki um jarðvirkni eða flekaskil og virðist hafa mótast fyrst og fremst af árekstrum á löngum tíma.[6] Helstu yfirborðseinkennin eru hringlaga fyrirbæri, gígaraðir, hryggir og setlög.[6] Í nærmynd er yfirborðið fjölbreytt og einkennist af hæðum með ljósari hrímsetlögum sem umkringdar eru sléttum úr dekkri efnum. Talið er að þessir landslagsþættir verði til vegna þurrgufunar íss úr yfirborðinu sem vinni hraðar á smáum landslagsþáttum en þeim stærri. Þessi tilgáta fær stuðning af því að litlir gígar eru eru tiltölulega sjaldgæfir en smáir ávalir hnúðar sem sjást í landslaginu eru taldir vera leifar þeirra.[7] Aldur þessara landslagsþátta er óþekktur.

Kallistó hefur afar þunnan lofthjúp úr koltvísýringi[8] og líklega súrefni[9] og nokkuð virkt jónahvolf.[10] Hún er talin hafa myndast við samsöfnun gass og ryks sem umkringdi Júpíter eftir myndun hans.[11] Þar sem samsöfnun efnis Kallistó hefur tekið langan tíma og hún hefur ekki virka varmauppsprettu í flóðtognun eins og hin Galíleótunglin, hefur líklega aldrei verið nægjanlegur hiti inni í Kallistó til þess að stuðla að mikilli lagskiptingu. Hægur varmaburður innra með henni eftir myndun leiddi líklega til minni háttar lagskiptingar sem lýsir sér í neðanjarðarhafi á 100-150 km dýpi og litlum bergkjarna.[12]

Líkleg tilvist fljótandi vatns á Kallistó opnar á möguleika á að þar kunni að geta dafnað líf en aðstæðurnar eru þó ekki taldar sérlega hagstæðar til þess og mun meiri athygli hefur beinst að Evrópu hvað það varðar.[13] Þar sem Kallistó er mun fjær Júpíter er hin Galíleótunglin og verður því fyrir mun minni geislun hafa menn haft augastað á Kallistó sem mögulegri mannaðri bækistöð sem gæti nýst við ítarlegar rannsóknir á öllu Júpíterkerfinu.[14]

Samanburður á stærð Kallistó, tunglsins og jarðar

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Planetary Satellite Mean Orbital Parameters“. Jet Propulsion Laboratory, California Institute of Technology.
  2. Susanna Musotto, Varadi, Ferenc; Moore, William; Schubert, Gerald. „Numerical Simulations of the Orbits of the Galilean Satellites“. Icarus. 159 (2), bls. 500–504, 2002. doi:10.1006/icar.2002.6939. Bibcode2002Icar..159..500M. 
  3. John F. Cooper, Johnson, Robert E.; Mauk, Barry H.; et al.. „Energetic Ion and Electron Irradiation of the Icy Galilean Satellites“. Icarus. 139 (1), bls. 133–159, 2001. doi:10.1006/icar.2000.6498. Bibcode2001Icar..149..133C. 
  4. O.L. Kuskov, Kronrod, V.A.. „Internal structure of Europa and Callisto“. Icarus. 177 (2), bls. 550–369, 2005. doi:10.1016/j.icarus.2005.04.014. Bibcode2005Icar..177..550K. 
  5. Adam P. Showman, Malhotra, Renu. „The Galilean Satellites“. Science. 286 (5437), bls. 77–84, 1999. doi:10.1126/science.286.5437.77. PMID 10506564. 
  6. 6,0 6,1 R. Greeley, Klemaszewski, J. E.; Wagner, L.; et al.. „Galileo views of the geology of Callisto“. Planetary and Space Science. 48 (9), bls. 829–853, 2000. doi:10.1016/S0032-0633(00)00050-7. Bibcode2000P&SS...48..829G. 
  7. Jeffrey M. Moore, Asphaug, Erik; Morrison, David; et al.. „Mass Movement and Landform Degradation on the Icy Galilean Satellites: Results of the Galileo Nominal Mission“. Icarus. 140 (2), bls. 294–312, 1999. doi:10.1006/icar.1999.6132. Bibcode1999Icar..140..294M. 
  8. R. W. Carlson, et al.. „A Tenuous Carbon Dioxide Atmosphere on Jupiter's Moon Callisto“. Science. 283 (5403), bls. 820–821, 1999. doi:10.1126/science.283.5403.820. PMID 9933159. Bibcode1999Sci...283..820C. 
  9. M. C. Liang, Lane, B. F.; Pappalardo, R. T.; et al.. „Atmosphere of Callisto“. Journal of Geophysics Research. 110 (E2), bls. E02003, 2005. doi:10.1029/2004JE002322. Bibcode2005JGRE..11002003L. 
  10. A. J. Kliore, Anabtawi, A; Herrera, R. G.; et al.. „Ionosphere of Callisto from Galileo radio occultation observations“. Journal of Geophysics Research. 107 (A11), bls. 1407, 2002. doi:10.1029/2002JA009365. Bibcode2002JGRA.107kSIA19K. 
  11. Robin M. Canup, Ward, William R.. „Formation of the Galilean Satellites: Conditions of Accretion“. The Astronomical Journal. 124 (6), bls. 3404–3423, 2002. doi:10.1086/344684. Bibcode2002AJ....124.3404C. 
  12. T. Spohn, Schubert, G.. „Oceans in the icy Galilean satellites of Jupiter?“. Icarus. 161 (2), bls. 456–467, 2003. doi:10.1016/S0019-1035(02)00048-9. Bibcode2003Icar..161..456S. 
  13. Jere H. Lipps, Delory, Gregory; Pitman, Joe; et al.. „Astrobiology of Jupiter's Icy Moons“. Proc. SPIE. 5555, bls. 10, 2004. doi:10.1117/12.560356. 
  14. Pat Trautman, Bethke, Kristen: „Revolutionary Concepts for Human Outer Planet Exploration (HOPE)“. NASA, 2003.