Fara í innihald

Smástirni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Smástirnabeltið)

Smástirni eru tiltölulega lítil berg- og málmkennd reikistirni í sólkerfinu, sem hafa ekki halastjörnuvirkni, ganga á sporbaugi um sólina á sama stað og Júpíter eða innar og eru of smá til að geta talist til reikistjarna. Þvermál smástirna er innan við 1000 km. Flest smástirna sólkerfisins finnast í smástirnabeltinu á milli brauta Mars og Júpíters. Dvergreikistjarnan Seres er langstærsta smástirnið en massi hennar er þriðjungur af heildarmassa allra smástirna í smástirnabeltinu.

Fyrstu smástirnin uppgötvuð[breyta | breyta frumkóða]

Smástirnabeltið

Milli brauta Mars og Júpíters eru þúsundir smástirna í s.n. smástirnabelti og er umferðartími þeirra um sólina 4 til 5 jarðarár að meðaltali. Stærð smástirna er mjög mismunandi og ekki er nákvæmlega vitað um stærð þeirra minnstu, en talið er að mikill fjöldi þeirra sé undir 1 km í þvermál. Seres, 785 km í þvermál, var fyrsta smástirnið sem uppgötvaðist 1801, en er nú talinn til dvergreikistjarna. Eftir að Seres fannst var farið svipast um eftir fleiri himintunglum (vísbendingar voru um himinhnött milli Mars og Júpíters, sem gæti jafnvel verið reikistjarna), en sá fannst 1804. Stjörnufræðingar komust að þeirri niðurstöðu að um smástirni væri að ræða og hlaut það nafnið Pallas. Segja má að smástirnabeltið skiji að innri- og ytri reikistjörnur.

Fleiri smástirni finnast[breyta | breyta frumkóða]

Þriðja smástirnið, Júnó fannst skömmu eftir Pallas, en það fjórða, Vesta fannst þremur árum síðar, 1807. Fimmta smástirnið, Astrea fannst ekki fyrr en árið 1845 af þýskum áhugamanni, sem hafði leitað þess í fimmtán ár, eftir því sem sagan segir. Árið 1847 fundust svo þrjú í viðbót, en síðan hefur þeim fjölgað ört, sem sést best á því að fjöldi þekktra smástirna í smástirnabeltinu er kominn yfir 3000. (Sumir telja fjölda þeirra allt að 50 þúsund).

Brautir margra smástirna hafa verið ákvarðaðar með útreikningum og eru margar nærri hringlaga, en aðrar mjög sporöskjulaga með sólina sem brennipunkt.

Lögun smástirna[breyta | breyta frumkóða]

Álitið er að flest smástirni séu óregluleg að lögun, en ekki hnattlaga eins og reikistjörnur og tungl.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.