Sporbaugur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Sporbaugur eða sporaskja, stundum kölluð ellipsa, er heiti aflangs, lokaðs ferils sem er einn af keilusniðunum. Summa fjarlægða frá brennipunktunum, sem eru tveir, að sérhverjum punkti á ferlinum er ávallt fasti, en líta má á hring sem sértilvik sporbaugs þar sem brennipunktarnir eru einn og sami punkturinn. Brautir reikistjarna og halastjarna eru sporbaugar.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.