Ísrisi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úranus

Ísrisi er ein gerð risavaxinna reikistjarna sem samanstendur að mestu úr efnum sem ekki eru jafn rokgjörn og vetni og helín.[1] Á tíunda áratug tuttugustu aldar varð ljóst að Úranus og Neptúnus voru aðgreindir frá stærri gasrisum sólkerfisins að því leyti að þeir innihalda í kringum 20% vetni á móti 90% vetnishlutfalli Júpíters og Satúrnusar.[1] Talið er að í kjörnum þeirra sé ekki að finna málmkennt vetni eins og í stærri gasrisunum heldur þyngri frumefni og sameindir þeirra á borð við vatn.[1] Auk Úranusar og Neptúnusar hafa fundist fjarreikistjörnur á brautum um aðrar stjörnur sem líklega eru ísrisar.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 Mark Hostadter og fleiri: „The Atmospheres of the Ice Giants, Uranus and Neptune“. [skoðað 14-01-2013].
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.