Fara í innihald

Orrustan um Frakkland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Innrásin í Frakkland)
Orrustan um Frakkland
Hluti af vesturvígstöðvum seinni heimsstyrjaldarinnar

Réttsælis frá efra horni til vinstri:
Dagsetning10. maí – 25. júní 1940
(1 mánuður, 2 vikur og 1 dagur)
Staðsetning
Niðurstaða Sigur öxulveldanna
Breyting á
yfirráðasvæði
Stríðsaðilar
Frakkland Frakkland
Leiðtogar
Fjöldi hermanna
Þýskaland: 141 deildir
7.378 byssur[2]
2.445 skriðdrekar[2]
5.638 flugvélar[3]
3.300.000 hermenn[4]
Ítalar í Alpafjöllum
22 deildir
3.000 byssur
300.000 hermenn
Alls:
3.600.000 hermenn
Bandamenn: 135 deildir
13.974 byssur
3.383–4.071 franskir skriðdrekar[2][5]
<2.935 flugvélar[3]
3.300.000 hermenn
Frakkar í Alpafjöllum
5 deildir
~150.000 hermenn
Alls:
3.450.000 hermenn
Mannfall og tjón
Þýskaland:
27.074 drepnir
111.034 særðir
18.384 týndir[6][7]
1.129 flugmenn drepnir[8]
1.236–1.428 flugvélar eyðilagðar [6][9]
795–822[10] skriðdrekar eyðilagðir
Þýskaland: 156.547
Ítalía: 6.029–6.040
Mannfall alls: 162.587
73.000 drepnir
240.000 særðir
15.000 týndir[c]
1.756.000 teknir höndum
1.274 franskar flugvélar eyðilagðar[19]
931 breskar flugvélar eyðilagðar[20]
1.749 franskir skriðdrekar eyðilagðir[5]
689 breskir skriðdrekar eyðilagðir[21]
Alls: 2.084.000

Orrustan um Frakkland eða fall Frakklands var innrás Þjóðverja í Frakkland úr Niðurlöndum í seinni heimsstyrjöldinni. Á sex vikum frá 10. maí 1940 tókst Þjóðverjum að sigra hersveitir bandamanna og leggja undir sig Frakkland, Belgíu, Lúxemborg og Holland. Vopnuð átök á vesturvígstöðvum Evrópu enduðu þar með með sigri Þjóðverja þar til bandamenn gerðu innrás í Normandí þann 6. júní 1944. Ítalía gekk einnig inn í stríðið þann 10. júní 1940 á meðan á innrásinni stóð og reyndi að gera innrás í Frakkland úr suðri.[22]

Áætlun Þjóðverja fyrir innrásina skiptist í tvær aðgerðir: Í Fall Gelb („gulu aðgerðinni“) héldu brynvarðar þýskar hersveitir í gegn um Ardennafjöll og síðan meðfram Somme-dalnum og umkringdu þannig heri bandamanna sem höfðu haldið inn í Belgíu til að mæta innrásarhernum. Þjóðverjar ráku breskar, belgískar og franskar herdeildir út að hafinu og neyddu Breta til að flýja með landher sinn og nokkrar franskar herdeildir til Bretlands frá Dunkerque í „Dynamo-aðgerðinni“ svokölluðu.

Eftir undanhald breska hersins hófu Þjóðverjar Fall Rot eða „rauðu aðgerðina“ þann 5. júní. Sextíu herdeildir Frakka sem eftir voru á meginlandinu börðust heiftarlega gegn Þjóðverjum en tókst ekki að vinna bug á innrásarhernum þar sem Þjóðverjar nutu mikilla yfirburða í lofti og bryndeildir þeirra voru mun hreyfanlegri. Þjóðverjum tókst að komast í kringum Maginot-varnarlínuna og ráðast djúpt inn í Frakkland. Þýski herinn hertók París átakalaust þann 14. júní eftir að franska stjórnin var flúin og franski herinn í raun hruninn. Þýskir herforingjar hittu síðan franska embættismenn þann 18. júní og neyddu nýju frönsku ríkisstjórnina að samþykkja vopnahléssáttmála sem jafngiltu í raun skilyrðislausri uppgjöf.

Þann 22. júní var vopnahléssáttmáli undirritaður við Compiègne á milli Frakka og Þjóðverja. Fyrir vikið var Frakklandi skipt upp. Vichy-stjórnin sem Philippe Pétain marskálkur hafði stofnað leysti upp þriðja lýðveldið og Þjóðverjar hertóku norður- og austurhluta Frakklands.[23] Ítalir hertóku lítið svæði í suðausturhluta Frakklands en Vichy-stjórnin fékk áfram að ráða yfir suðurhlutanum sem var kallaður zone libre. Þjóðverjar hertóku frjálsa suðurhlutann í nóvember 1942 þar til bandamenn frelsuðu Frakkland sumarið 1944.

  • Ellis, John (1993). The World War II Data Book. Aurum Press. ISBN 978-1-85410-254-6.
  • Fennell, Jonathan (2019). Fighting the People's War. The British and Commonwealth Armies and the Second World War. Cambridge: Cambridge University Press. ISBN 978-1-107-03095-4.
  • Dear, Ian; Foot, M. (2005). The Oxford Companion to World War II. London: Oxford University Press. ISBN 978-0-19-280666-6.
  • French, David (2001). Raising Churchill's Army: The British Army and the War against Germany, 1919–1945. London: Oxford University Press. ISBN 978-0-19-924630-4.
  • Frieser, Karl-Heinz (1995). Blitzkrieg-Legende: Der Westfeldzug 1940, Operationen des Zweiten Weltkrieges [The Blitzkrieg Myth: The Western Campaign in 1940, Operations of the Second World War] (þýska). München: R. Oldenbourg. ISBN 3-486-56124-3.
  • Gorce, Paul-Marie de la (1988). L'aventure coloniale de la France – L'Empire écartelé, 1936–1946 [The French Colonial Adventure] (franska). Paris: Denoël. ISBN 978-2-207-23520-1.
  • Healy, Mark (2007). Prigent, John (ritstjóri). Panzerwaffe: The Campaigns in the West 1940. I. bindi. London: Ian Allan. ISBN 978-0-7110-3239-2.
  • Hooton, E. R. (2007). Luftwaffe at War; Blitzkrieg in the West. London: Chevron/Ian Allan. ISBN 978-1-85780-272-6.
  • Hooton, E. R. (2010). The Luftwaffe: A Study in Air Power 1933–1945. Classic. ISBN 978-1-906537-18-0.
  • Maier, Klaus A.; Rohde, Horst; Stegemann, Bernd; Umbreit, Hans (2015) [1991]. Falla, P. S. (ritstjóri). Germany and the Second World War: Germany's Initial Conquests in Europe (enska). II. bindi. Þýðing eftir McMurry, Dean S.; Osers, Ewald (Clarendon Press, Oxford. útgáfa). Freiburg im Breisgau: Militärgeschichtliches Forschungsamt [Research Institute for Military History]. ISBN 978-0-19-873834-3.
  • Murray, Williamson (1983). Strategy for Defeat: The Luftwaffe 1933–1945 (online. útgáfa). Maxwell Air Force Base, AL: Air University Press (US National Government Publication). ISBN 978-1-4294-9235-5.
  • Polmar, Norman; Allen, Thomas B. (2012). World War II: The Encyclopedia of the War Years (2nd. útgáfa). Mineola, N.Y.: Dover Publications. ISBN 978-0-48-647962-0.
  • Scheck, Raffael (2010). „French Colonial Soldiers in German Prisoner-of-War Camps (1940–1945)“. French History. XXIV (3): 426. doi:10.1093/fh/crq035.
  • Sheppard, Alan (1990). France, 1940: Blitzkrieg in the West. Oxford: Osprey. ISBN 978-0-85045-958-6.
  • Quellien, Jean (2010). „Les pertes humaines“. La France pendant la Seconde Guerre mondiale – Atlas historique (franska) (online scan. útgáfa). éd. Fayard, ministère de la Défense. OCLC 812049413.
  • Zaloga, Steven J. (2011). Panzer IV vs Char B1 bis: France 1940. Oxford: Osprey. ISBN 978-1-84908-378-2.

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Til 17. maí
  2. Frá 17. maí
  3. Frakkland:
    ≈60.000 drepnir
    200.000 særðir
    12.000 týndir[11][12]
    Bretland:
    3.500–5.000 drepnir
    16.815 særðir
    47.959 týndir eða teknir höndum[6][13][14]
    Belgía:
    6.093 drepnir
    15.850 særðir
    500 týndir[15][16]
    Holland:
    2.332 drepnir
    7.000 særðir
    Pólland:
    5.500 drepnir eða særðir[17]
    Lúxemborg:
    7 særðir[18]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 Scheck 2010, bls. 426.
  2. 2,0 2,1 2,2 Umbreit 2015, bls. 279.
  3. 3,0 3,1 Hooton 2007, bls. 47–48.
  4. David 2009, bls. 467.
  5. 5,0 5,1 Zaloga 2011, bls. 73.
  6. 6,0 6,1 6,2 Frieser 1995, bls. 400.
  7. Sheppard 1990, bls. 88.
  8. Hooton 2010, bls. 73.
  9. Murray 1983, bls. 40.
  10. Healy 2007, bls. 85.
  11. Gorce 1988, bls. 496.
  12. Quellien 2010, bls. 262–263.
  13. French 2001, bls. 156.
  14. Archives, The National. „The National Archives | World War II | Western Europe 1939–1945: Invasion | How worried was Britain about invasion 1940–41?“. archive.wikiwix.com. Afrit af uppruna á 6. mars 2023. Sótt 14 janúar 2023.
  15. Dear & Foot 2005, bls. 96.
  16. Ellis 1993, bls. 255.
  17. Jacobson, Douglas. „Article 9: Polish Army in France“. Douglas W. Jacobson. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. desember 2015. Sótt 9. desember 2015.
  18. „Inauguration du Monument érigé à la Mémoire des Morts de la Force Armée de la guerre de 1940–1945“ (PDF). Grand Duché de Luxembourg Ministére D'État Bulletin D'Information (franska).. bindi 4 no. 10. Luxembourg: Service information et presse. 31 október 1948. bls. 147. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 8 janúar 2017. Sótt 22 maí 2020.
  19. Hooton 2007, bls. 90.
  20. Polmar & Allen 2012, bls. 305.
  21. Fennell 2019, bls. 115.
  22. Ítalir fóru í stríð með Þjóðverjum kl. 12 í nótt, Morgunblaðið, 133. tölublað (11.06.1940), Blaðsíða 2.
  23. Frakkland hefir tapað stríðinu, Alþýðumaðurinn, 26. Tölublað (26.06.1940), Blaðsíða 1.