Fara í innihald

Víkin (Noregi)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Víkin er sögulegt heiti á svæðinu umhverfis Oslóarfjörð í Noregi. Á miðöldum var talað um Víkina sem sérstakt landsvæði, aðskilið frá Fjörðunum og Þrándheimi enda eru náttúrulegar hindranir á samgöngum milli þessara svæða; fjöll í vestri og skógi vaxnir Dalirnir í norðri. Þegar Haraldur hárfagri sameinaði Noreg var hann í raun að stækka konungsríki sitt í Víkinni, meðal annars með því að fara með her í gegnum Dalina, sem ekki hafði áður verið reynt. Eftir hans tíð kom oft fyrir að ólíkir konungar ríktu annars vegar í Víkinni og hins vegar yfir Fjörðunum og Þrándheimi. Danakonungar töldu sig eiga mikilla hagsmuna að gæta í Víkinni og reyndu þannig að ná yfirráðum yfir því svæði þótt norskir konungar eða jarlar ríktu yfir afgangnum af Noregi.

Víkin telur héruðin Vestfold, Austfold, Ránríki, Vingulmörk og Bohuslän.