App Store

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

App Store er netverslun frá Apple þar sem forrit (e. apps) fyrir iOS eru til sölu. Verslunin gerir notendum kleift að hlaða forrit niður frá iTunes Store. Öll forritin í App Store eru forrituð með iOS SDK frá Apple go eru yfirfarin áður en þau eru sett í verslunina. Sum forrit eru ókeypis en önnur ekki. Hægt er að hlaða þeim niður beint með tæki eins og iPhone, iPod Touch eða iPad, eða í gegnum tölvu með iTunes. 30% af tekjunum fer til Apple og hin 70% til forritarans. Fyrsta App Store-netverslunin var opnuð 10. júlí 2008.

11. júlí sama ár kóm iPhone 3G út með iOS 2.0.1, sem gerði notendum kleift að nota App Store.[1] Fyrir 10. október 2010 voru rúmlega 300.000 forrit til sölu í App Store.[2] Frá og með 18. janúar 2011 hafa 9,9 milljarðar forrit verið hleðin niður frá versluninni.[3] Apple setti 500.000. forritið í App Store maí 2011.[4]

Þann 23. júlí 2011 opnaði Apple App Store á Íslandi.[5]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Applegrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.