Fara í innihald

Heilongjiang

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Landakort sem sýnir legu Heilongjiang héraðs í norðausturhluta Kína.
Kort af legu Heilongjiang héraðs í norðausturhluta Kína.

Heilongjiang (kínverska: 黑龙江; rómönskun: Hēilóngjiāng) er hérað í norðausturhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Það er nyrsta og austasta hérað landsins. Það afmarkast í norðri og austri af Rússlandi meðfram Amur fljóti og Ussuri (Wusuli) fljóti, í suðri af kínverska héraðinu Jilin og Innri Mongólíu í vestri. Höfuðborgin og stærsta borg héraðsins er Harbin.

Heilongjiang deilir landamærum að Rússneska sambandsríkinu (Amúrfylki, Hinu hebreska sjálfstjórnarfylki gyðinga, Kabarovskfylki, Prímorja fylki og Zabajkalfylki) í norðri og austri.

Héraðið dregur nafn sitt af fljótinu Amur fljóti (á kínversku Heilong Jiang, sem þýðir „Svartdrekafljót“, og markar landamæri Alþýðulýðveldisins Kína og Rússlands. Heilongjiang markar nyrsta punkt Kína (í Mohe-borg) og einnig þeim austasta (á mótum fljótanna Amur og Ussuri).

Heilongjiang nær yfir þrjá fimmtu þess svæðis í norðausturhéruðunum þremur sem áður voru Mansjúría og hefur meira en þriðjung íbúa svæðisins. Héraðið nær yfir 463.600 ferkílómetra. Árið 2010 voru íbúar héraðsins um 38 miljónir.

Heilongjiang hefur umtalsverða landbúnaðarframleiðslu, og hráefnavinnslu, svo sem timbur, olíu og kol.