Shantou

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Myndir frá Shantou borg. Að ofan:Zhengguo hofið, Renmin torg, Queshi brúin, og borgarsýn.
Myndir frá Shantou borg. Að ofan: Zhengguo hofið; Renmin torg; Queshi brúin; og borgarsýn.
Staðsetning Shantou í Guangdong héraði í Kína.
Staðsetning Shantou í Guangdong héraði í Kína.

Shantou (kínverska:汕頭; rómönskun: Shàntóu; einnig þekkt sem Swatow og Santow) er stórborg á austurströnd Guangdong-héraðs í suðurhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Shantou um 5,5 milljónir manna.

Borgin er við ósa Han-fljóts við Suður-Kínahaf. Hún situr við þrönga enda inntaks fljótsins við hafið, þar sem óshólmar á norðurströndinni nálgast klettanes í suðri. Þrátt fyrir að höfnin sé hindruð af sandrifi og er háð veðrum og fellibyljum er Shantou svæðismiðstöð og aðalhöfn í austurhluta Guangdong héraðsins.

Shantou borg er mikilvæg í kínverskri sögu 19. aldar sem ein „sáttmálahafna“ sem komið var á fót fyrir vestræn viðskipti og samskipti. Borgin var einnig eitt fyrsta svokallaðra sérstöku efnahagssvæða Kína sem komið var á laggirnar á níunda áratug síðustu aldar. Sem slík hefur hún þó ekki blómstraði á þann hátt sem borgir s.s. Shenzhen, Xiamen og Zhuhai gerðu. Hins vegar er það enn mikilvæg efnahagsmiðstöð austurhluta Guangdong.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Wenguang er búddista pagóða í Chaoyang hverfi borgarinnar. Hún var reist árið 1131 á valdatíma Gaozong keisara Suður-Songveldisins (1127–1279). Hún hefur verið margendurreist.
Wenguang búddista pagóðan í Chaoyang hverfi borgarinnar. Hún var reist árið 1131 á valdatíma Gaozong keisara Suður-Songveldisins (1127–1279). Hún hefur oft verið endurreist.[1]
Kort af Chaoyang frá tímum í Mingveldisins (1368–1644). Það er nú er hverfi í Shantou.
Kort af Chaoyang frá tímum í Mingveldisins (1368–1644). Það er nú er hverfi í Shantou.
Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í Guangdong héraði (grámerkt) í Kína.
Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í Guangdong héraði (grámerkt) í Kína.

Á tíma Songveldisins (960–1279) var Shantou lítið sjávarþorp sem var hluti af Jieyang-sýslu. Þéttbýlið varð síðan þekkt sem Xialing á valdatíma hins mongólska Júanveldis (1271–1368). Árið 1563 varð Shantou hluti af Chenghai-sýslu í Chao-héraði. Strax árið 1574 hafði Shantou verið nefnt Shashanping. Á sautjándu öld var settur upp fallbyssupallur sem kenndur var við Shashantou og síðan var það stytt í „Shantou“. Bókstafleg merking Shantou í kínversku er „Fiskikörfuhöfði“.

Við Han-fljótið liggur Queshi sem áður var þekkt af heimamönnum sem Kakchio. Á 19. öld voru þar bandarísku og bresku ræðismannsskrifstofurnar vegna utanríkisviðskipta. Í dag er það svæði fallegur garður en sum mannvirkja fyrri sögu eru varðveitt.

Árið 1858 var Chaozhou sem liggur um 32 kílómetrum upp með Han-fljóti, útnefnd „sáttmálahöfn“ og opnuð fyrir erlend viðskipti samkvæmt svokölluðum Tientsin-sáttmála kínverskra stjórnvalda og ýmissa erlendra stórvelda. Þremur árum síðar var Shantou opnuð sem úthöfn þess. Staðurinn þróaðist síðan hratt í stórhöfn og miðstöð flutninga og viðskipta.

Shantou varð formlega gerða að borg árið 1919 og var aðskilin frá Chenghai árið 1921.

Shantou var ein helsta höfn til brottflutnings Kínverja til Suðaustur-Asíu. Á áætlað er að um 2,5 milljónir brottfluttra Kínverja hafi farið frá borgina á árunum 1880–1909.

Þéttbýlið við Shantou stendur við þrönga enda inntaks óshólmar Han-fljóts við Suður-Kínahaf. Þar eru sandrif sem eru vegna vatnshæðar mjög háð veðrum og fellibyljum. Árið 1922 skall á borgina mikill fellibylur, sem drap 5.000 af 65.000 borgarbúum. Sum nærliggjandi þorp eyðilögðust algerlega, sem og skip er lágu nálægt ströndinni. Heildartala látinna á svæðinu umhverfis borgina hefur verið áætluð yfir 60.000 en gæti hafa verið allt að 100.000 manns.

Á þriðja áratug síðustu aldar, var borgin flutninga- og vörudreifingarmiðstöð í Suðaustur-Kína. Farmflutningur Shantou hafnar voru þá þeir þriðju mestu í Kína.

Árið 1938, í seinna kínverska-japanska stríðinu (1937–45) skemmdist Shantou-höfn alvarlega í sprengjuárásum Japana. Þann 21. júní 1939 réðust japanskir ​​hermenn inn í borgina og hernámu hana allt til 15. ágúst 1945.

Her kommúnista hertók Shantou 24. október 1949, 23 dögum eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína.

Shantou var eitt sinn aðallega þekkt fyrir útflutning sykurs, ávaxta, niðursoðinna vara og sjávarafurða. Hins vegar hefur mikil og fjölbreytt iðnþróun átt sér stað eftir 1949.

Árið 1981 var stofnað sérstakt efnahagssvæði í Shantou. Það var síðar stækkaði til allra þéttbýlishverfa borgarinnar. Ýtti það mjög undir efnahagsþróun. Margvíslegur iðnaður þróaðist á borð við ljósefnatækni, úthljóðstækni, rafeindavörur, leikföng, vefnaðarvöru og unnin matvæli.

Járnbraut sem var fullgerð árið 1995 sem tengir borgina við Hong Kong og Guangzhou og önnur járnbraut tengist austur til Fujian-héraðs. Hraðbrautir veita skjótan aðgang til Shenzhen og lengra til Guangzhou.

Hafnir borgarinnar tengjast nú sjóflutningum til meira en 200 innlendra og erlendra hafna.

Landafræði[breyta | breyta frumkóða]

Byggingar við strönd Shantou, séð frá Mayu-eyju sem stendur um kílómetra frá landi.
Byggingar við strönd Shantou, séð frá Mayu-eyju sem stendur um kílómetra frá landi.

Shantou er staðsett í austurhluta Guangdong héraðs í Kína. Krabbabaugur liggur í gegnum norðurhluta borgarinnar. Þar er einnig austasti punktur meginlands Kína. Hæsti tindur í borgarlandinu er Dajian fjall á Nan'ao eyju, í 587 metra hæð en hæsti tindur á meginlandinu er Lianhua fjall, í 562 metra hæð. Það er staðsett í Chenghai borgarhverfinu.

Borgin liggur við strönd Suður-Kínahafs skammt vestan við mynni Han-fljóts, sem með þveránni sinni, Mei-fljót, dregur mest af austurhluta Guangdong. Borgin er við inntak fljótsins sem nær um 16 kílómetra inn í landið á suðvesturhluta sandrifa óshólma Han-fljótsins. Fljótið er fært bátum með grunna djúpristu, allt til Meizhou borgar í Guangdong, um 55 kílómetra fyrir ofan Xingning borg.

Shantou borg er um 301 kílómetra norðaustur af Hong Kong.

Veðurfar[breyta | breyta frumkóða]

Höfnin í Longhu hverfi Shantou-borgar að næturlagi.
Höfnin í Longhu hverfi Shantou-borgar að næturlagi.

Shantou hefur rakt loftslag heittempraðra misserisvinda (monsún) Austur-Asíu, með stuttum, mildum vetrum en löngum en heitum og rökum sumrum. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.

Sumartímabilið, frá maí til október, er langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestan misserisvindum fylgja oft fellibylir, sem geta verið hættulegir eins og saga borgarinnar ber með sér.

Vetur í Shantou byrjar jafnan sólríkur og þurr en verður smám saman vætusamari og skýjaðri. Vorið er almennt skýjað, en sumarið sem ber með sér mestu rigningar ársins, er þó mun sólríkara. Þá er að meðaltali 8,2 dagar á ári með 50 mm úrkomu. Haustið er sólríkt og þurrt.

Meðalhiti á sólarhring er á bilinu 14,7 °C í janúarmánuði til 29,1 °C í júlí. Ársmeðaltalið hita er 22,58 °C. Árleg úrkoma er um 1.618 mm, þar af um 60% frá maí til ágúst.

Lýðfræði[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Shantou 3.838.900 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 5.502.031.

Stjórnsýsla[breyta | breyta frumkóða]

Frá Nan'ao eyju. Það er fámennasta hverfi Shantou með um 64.000 íbúa.
Frá Nan'ao eyju. Það er fámennasta hverfi Shantou með um 64.000 íbúa.

Shantou er borg á héraðsstigi. Stjórnsýslusvæði borgarinnar nær yfir 2.248 ferkílómetra.

Borgin hefur lögsögu yfir sex hverfum og einni sýslu: Longhu hverfi, Jinping hverfi, Haojiang hverfi, Chaoyang hverfi, Chaonan hverfi, og Chenghai hverfi. Að auki er Nan'ao sýsla sem er 115 ferkílómetra eyja.

Elsti hluti Shantou er Jinping hverfi þar sem borgarstjórnin situr. Þar er jafnframt viðskiptahverfi borgarinnar. Íbúar í þessu þéttbýlasta hverfi borgarinnar voru árið 2020 um 777.000. Fjölmennasta borgarhverfið er Chaoyang með 1.654.000 íbúa 2020 en það fámennasta er Nan'ao eyjan með um 64.000 íbúa.[2]

Efnahagur[breyta | breyta frumkóða]

Queshi hengibrúin við sólsetur. Hún er eitt helsta kennileiti Shantou. Brúarhaf milli meginstöpla eru 518 metrar og lengd brúarinnar er 2.865 kílómetrar.
Queshi hengibrúin við sólsetur. Hún er eitt helsta kennileiti Shantou. Brúarhaf milli meginstöpla eru 518 metrar og lengd brúarinnar er 2.865 kílómetrar.[3]

Framleiðsla í Shantou er stór hluti atvinnusköpunar í borginni. Atvinnugreinarnar byggja aðallega á textílframleiðslu, smíði véla, rafeindatækni, og framleiðslu plast- og handverksvara. Tréskurður og skeljaútskurður, litað postulín, rafhljóðhljóðfæri, niðursoðinn matur og ljósnæm efni eru dæmi um afurðir borgarinnar. Leikfangaframleiðsla er mjög umfangsmikil í borginni.

Fríverslunarsvæði Shantoum, sem nær yfir 2,34 ferkílómetra, er staðsett í suðurhluta borgarinnar. Til þess var stofnað árið 1993 þegar Kína opnaði fyrir þróun sérstakra fríverslunarsvæða til útflutningsvinnslu, alþjóðaviðskipti, fjármála- og upplýsingaiðnað.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Shantou“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 26. júlí 2022.
  • „Britannica: Shantou“. The Editors of Encyclopaedia. 4. febrúar 2014. Sótt 26. júlí 2022.
  • Vefsíða Travel China Guide Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverðustu ferðamannastaði, samgöngur o.fl.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „潮陽文光塔“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 30. janúar 2018, sótt 27. júlí 2022
  2. „汕头市“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 15. júlí 2022, sótt 27. júlí 2022
  3. „礐石大桥“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 15. janúar 2022, sótt 27. júlí 2022