Gitanas Nausėda
Gitanas Nausėda | |
---|---|
Forseti Litáens | |
Núverandi | |
Tók við embætti 12. júlí 2019 | |
Forsætisráðherra | Saulius Skvernelis Ingrida Šimonytė |
Forveri | Dalia Grybauskaitė |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 19. maí 1964 Klaipėda, litáíska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum |
Þjóðerni | Litáískur |
Stjórnmálaflokkur | Óflokksbundinn |
Maki | Diana Nausėdienė (g. 1990) |
Börn | 2 |
Háskóli | Háskólinn í Vilníus |
Undirskrift |
Gitanas Nausėda (f. 19. maí 1964) er litáískur stjórnmálamaður og núverandi forseti Litáens.
Menntun
[breyta | breyta frumkóða]Nausėda nam við iðnaðarhagfræðideild Háskólans í Vilníus frá 1982 til 1987 og við hagfræðideild skólans frá 1987 til 1989.[1] Hann var skiptinemi við Mannheim-háskóla í Þýskalandi frá 1990 til 1992. Hann varði doktorsritgerð sína, „Tekjustefna í verðbólgu og kreppuverðbólgu“ árið 1993.[2] Hann hefur verið dósent í viðskiptadeild Háskólans í Vilníus frá árinu 2009.[3]
Starfs- og stjórnmálaferill
[breyta | breyta frumkóða]Að loknu námi vann Nausėda hjá rannsóknarstofnun fyrir hagfræði og einkavæðingu frá 1992 til 1993. Frá 1993 til 1994 vann hann fyrir litháíska Samkeppnisráðið sem formaður markaðsdeildarinnar. Frá 1994 til 2000 vann hann hjá litháíska seðlabankanum, fyrst í deild sem vaktaði fjárfestingabanka landsins og síðar sem framkvæmdastjóri peningastefnudeildar seðlabankans. Frá 2000 til 2008 var hann hagfræðingur og fjármálaráðgjafi hjá bankanum AB Vilniaus Bankas. Frá 2008 til 2018 var hann fjármálasérfræðingur, aðalráðgjafi og aðalhagfræðingur bankastjóra SEB Bankas.[4]
Árið 2004 studdi Nausėda kosningaherferð fyrrum forsetans Valdas Adamkus.
Nausėda lýsti því yfir þann 17. september árið 2018 að hann hygðist gefa kost á sér í forsetakosningum landins næsta ár. Hann vann kosningarnar í annarri umferð þann 26. maí árið 2019.[5] Hann tók við embætti þann 12. júlí sama ár.[6]
Nausėda var endurkjörinn forseti Litáens árið 2024. Hann hlaut um 76% atkvæða í seinni umferð kosninganna, þar sem hann sigraði Ingridu Šimonytė forsætisráðherra, sem hafði einnig verið mótframbjóðandi hans árið 2019.[7]
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1990 giftist hann Diönu Nausėdienė. Hjónin eiga tvær dætur.[8] Auk litháísku talar Nausėda ensku, þýsku og rússnesku.[9]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „XII Pasaulio Lietuvų Mokslo ir Kūrybos Simpoziumas — Tezių rinkinys“ (litháíska). Lietuvos mokslininkų sąjunga. 25. maí 2003. CiteSeerX 10.1.1.136.6733. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. apríl 2019. Sótt 16. maí 2021.
- ↑ „LIETUVOS MOKSLO POTENCIALAS“. www.mokslas.mii.lt.
- ↑ „Gitanas Nausėda - Biografija“. Nauseda 2019.
- ↑ „Company Overview of AB SEB bankas“ (enska). Bloomberg. Sótt 28. mars 2022.
- ↑ Lithuanian opposition party names favorites for presidential election Geymt 26 nóvember 2020 í Wayback Machine Xinhua, 18. september 2018.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. apríl 2023. Sótt 16. júlí 2019.
- ↑ Þorgils Jónsson (26. maí 2024). „Nauseda endurkjörinn forseti Litáens“. RÚV. Sótt 28. maí 2024.
- ↑ D. Nausėdienė: Gitanas man pateikė viliojantį pasiūlymą, kurio negalėjau atsisakyti Delfi, 31. október 2015
- ↑ G.Nausėdos kelias į ekonomiką aplaistytas ašaromis Delfi, 24. febrúar 2010
Fyrirrennari: Dalia Grybauskaitė |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |