Fara í innihald

Vytautas Landsbergis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vytautas Landsbergis
Forseti Æðstaráðs Litáens
Í embætti
11. mars 1990 – 25. nóvember 1992
ForveriEmbætti stofnað
Antanas Smetona (árið 1940, sem forseti)
EftirmaðurAlgirdas Brazauskas (sem þingforseti og starfandi forseti Litáens)
Forseti þings Litáens
Í embætti
25. nóvember 1996 – 19. október 2000
ForveriČeslovas Juršėnas
EftirmaðurArtūras Paulauskas
Persónulegar upplýsingar
Fæddur18. október 1932 (1932-10-18) (91 árs)
Klaipėda, Litáen
ÞjóðerniLitháískur
StjórnmálaflokkurSąjūdis (1988–1993)
Föðurlandsbandalagið (1993–)
MakiGražina Ručytė-Landsbergienė
HáskóliTónlistar- og leikháskóli Litáens
Undirskrift

Vytautas Landsbergis (fæddur 18. október 1932) er litáískur stjórnmálamaður og fyrrum þingmaður á Evrópuþinginu. Hann var fyrsti þjóðhöfðingi Litáens eftir sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Hann var enn fremur um tíma forseti þingsins í Litáen. Hann hefur skrifað tuttugu bækur um ýmsa hluti, þar á meðal ævisögu tónsmiðsins Mikalojus Konstantinas Čiurlionis, en enn fremur bækur um stjórnmál og tónlist.

Æviferill[breyta | breyta frumkóða]

Landsbergis fæddist í Kaunas.[1] Faðir hans, Vytautas Landsbergis-Žemkalnis, var vel þekktur arkitekt en móðir hans, Ona Jablonskytė-Landsbergienė, var augnlæknir. Árið 1952 lenti hann í þriðja sæti í litáíska landsmótinu í skák, á eftir Ratmir Kholmov og Vladas Mikėnas. Árið 1955 útskrifaðist hann frá Litáíska tónlistarháskólanum (nú á dögum Tónlistar- og leikháskóli Litáens). Árið 1969 hlaut hann síðan doktorsnafnbót. Árið 1979 tók hann að sér prófessorsstöðu við sinn gamla háskóla en árið 1994 tók hann síðan eftirdoktorsgráðu (doctor habilitus).

Fjölskylda[breyta | breyta frumkóða]

Landsbergis er kvæntur Gražinu Ručytė-Landsbergienė, sem er píanóleikari og aðstoðarprófessor við hinn áðurnefnda Tónlistar- og leikháskóla Litáens. Dætur hans, Jūratė og Birutė eru einnig tónlistarmenn að atvinnu. Sonur hans og nafni er rithöfundur og kvikmyndaleikstjóri.

Sonarsonur Landsbergis er Gabrielius Landsbergis, núverandi leiðtogi litáíska Föðurlandsbandalagsins og núverandi utanríkisráðherra Litáens.

Stjórnmálastarf[breyta | breyta frumkóða]

Landsbergis hóf þátttöku sína í stjórnmálum árið 1988 sem einn af stofnendum hreifingarinnar Sąjūdis, sem barðist fyrir sjálfstæði Litáens. Eftir kosningasigur Sąjūdis í kosningunum árið 1990 varð hann formaður Aðskilnaðarráð Litáens sem hafði þann starfa að semja stjórnarskrá fyrir sjálfstætt Litáen auk annara hluta.

Þann 11. mars 1990 stóð hann í forsvari fyrir hina þinglegu sjálfstæðisyfirlýsingu Litáens. Þar með varð Litáen fyrst sovéskra lýðvelda til að kljúfa sig frá Sovétríkjunum. Samkvæmt bráðabirðastjórnarskrá landsins hafði Landsbergis hlutverk sem bæði forseti lands og þings. Þessari stöðu gegndi hann frá mars 1990 til kosninganna í nóvember 1992.

Sovétríkin gerðu tilraun til að koma í veg fyrir sjálfstæði Litáens með viðskiptaþvingunum en þær mistókust og önnur Sovétlýðveldi sigldu fjótt í kjölfarið. Ísland varð fyrsta ríki heims til að viðurkenna sjálfstæði Litáens. Landsbergis var nokkuð gagnrýninn á tregðu ýmissa vestrænna ríkja á að viðurkenna sjálfstæði landsins eftir 40 ára hernám Sovétríkjanna og var þetta einkum satt um Bandaríkin og Bretland.

Árið 1993 var Sąjūdis tekið inn í nýjan flokk sem nú heitir Tėvynes Sąjunga („Kristilegir demókratar“). Þessi nýi flokkur fékk síðan mjög góða kosningu í þingkosningum 1996. Hann bauð sig fram til forseta 1997 en lenti í þriðja sæti með 15,9 af hundraði atkvæða. Kosið var aftur milli tveggja eins og sums staðar er siður og studdi hann þá Valdas Adamkus sem hafði lent í öðru sæti og varð hann að lokum forseti.

Árið 2004 var Landsbergis kosinn á Evrópuþingið af litáískum kjósendum og hefur verið endurkosinn síðan en Litáen á 13. sæti á Evrópuþinginu. Hann sat á Evrópuþinginu til ársins 2014.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Guðmundur Halldórsson (20. maí 1990). „Er Lithái fram í fingurgóma“. Morgunblaðið. bls. 14.