Fara í innihald

Flekamót

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Flekamót er þar sem flekar jarðskorpunnar mætast. Á flekamótum þar sem einn fleki þrýstist undir annan verða svokallaðir þrýstigengisskjálftar. Allra stærstu skjálftar á jörðinni eru gjarnan af þessari gerð og þessir skjálftar eru best fallnir til að mynda flóðbylgjur eða tsunami. [1] Á flekamótum myndast fellingafjöll á meginlöndum en djúpálar á úthöfum. [2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hvað veldur jarðskjálftumVísindavefur. Skoðað 13. desember, 2016.
  2. Flekar Geymt 26 október 2004 í Wayback Machine Ísmennt. skoðað 13. desember, 2016.