Helluhraun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Helluhraun á Hawaii

Helluhraun eru nokkuð slétt hraun sem verða til við eldgos með þunnfljótandi basalt-kviku. Helluhraun eru að jafnaði auðveld yfirferðar og oft alsett hraunreipum sem myndast þegar efsta lag hraunsins storknar en massinn heldur áfram að hreyfast. Stærstu helluhraun heims eru á Hawaii en einnig eru helluhraun á Íslandi; svo sem Hallmundarhraun og Eldhraun við Mývatn. Það síðarnefnda rann á árunum 1724 til 1729.

Við mikið hraunrennsli geta hraunrásir flutt kvikuna undir nýstorknað hraun. Við vissar aðstæður geta neðanjarðar hraunrásir tæmst og skilið eftir sig hella og traðir[1]. Dæmi um slíka hella eru Surtshellir (lengsti hellir Íslands), Víðgelmir og Raufarhólshellir.

Eitt og annað[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Guðfinna Ýr Sumarliðadóttir (29. september 2003). „Hvernig myndast hraunhellar?“. Vísindavefur Háskóla Íslands. Sótt 4. apríl 2012.