Möttull

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Möttullinn skiptist í tvö lög: ytri mötul og innri mötul

Möttull jarðar er stærsta hvel jarðar og nær frá neðra borði jarðskorpunnar að ytra borði kjarna jarðar á um 2900 km dýpi. Möttullinn er þéttur og fastur niðri við kjarnann vegna mikils þrýstings. Bergið linast þegar ofar dregur og á um 200 km dýpi er hann seigfljótandi. Síðan verður hann fastur aftur á 100 km dýpi.

Möttullinn er með mun málmríkari efnasambönd en jarðskorpan. Við mörk möttuls og kjarna er hitinn um 3250 °C. Þrátt fyrir þennan mikla hita er efnið á þessu dýpi í föstu formi. Hitastigið lækkar svo eftir því sem ofar dregur. Á um 200 km dýpi hefur þrýstingurinn lækkað verulega en hitinn er enn það mikill að bergið fer að linast (verður deigt). Það heldur áfram að linast eftir því sem nær dregur yfirborði og þrýstingi léttir en á 100 km dýpi harðnar það snögglega vegna þess að hitastigið fer þar ört lækkandi. Þetta deiga lag sem nær þá frá um 100 km dýpi og niður á 200 km dýpi kallast deighvel.

  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.