Apalhraun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Apalhraun á Hawaii
Grábrókarhraun
Berserkjahraun
Etna.
Apalhraun frá Pacaya eldfjalli, Gvatemala

Apalhraun er úfið hraun sem verður til í þeim eldgosum þar sem er flæðigos með basískri, ísúrri eða súrri kviku.

Myndun[breyta | breyta frumkóða]

Apalhraun myndast í eldgosum þar sem kvikustrókavirkni er mikil og þar sem seigfljótandi kvika flæðir í opnum rásum (hrauntröðum). Þegar apalhraunin renna mælst hraði oftast í metrum per mínútu (þó – líka – í kilómetrum per kls. varðandi helluhraun), apalhraun eru mikið seigari. Þau „makast áfram eins og skriða.“[1].

Hitastig er um það bil 900–1110 °C. Sú síðasta fer eftir efnasamsetningu hrauna og hún getur verið súr, ísúr eða basísk (þóleiít), þar sem rýólít (líparít) sem er súrt og andesít mynda líka apalhraun. Ísúr Hekluhraunin eru dæmi um það.[1]

Apalhraun úr basalti[breyta | breyta frumkóða]

Þegar apalhraun úr basalti koma á ýfirborð geta þau líka verið enn eithvað heitari, enn með útgeistlun kólnar þau fljótt og verða seigara og meira hægfara. Á þennan hátt getur það líka komið fyrir að hraun sem myndaðist fyrst sem helluhraun breytast í apalhraun þegar þau eru komin lengra og búin að kólnar.[2]

„Hlutar hraunsins storkna á yfirborði og renna þeir sem dökkt hröngl í hraunstraumnum eða sem skán á yfirborði hans. Þegar enn lengra er komið frá upptökum eru hraunin orðin seigari og yfirborð þeirra storknuð lengra inn að miðju. Þrýstist hraunið þá áfram undan hraunflæðinu sem kemur frá upptökunum en hraunjaðarinn er hættur að renna sem vökvi. Þá brotnar storknað hröngl framan af jaðrinum og verður undir hrauninu þegar það þrýstist áfram. Af þessum völdum eru apalhraun nokkuð lagskipt en neðst er að finna hrönglið, oft ofan á bökuðum jarðvegi sem hefur orðið undir heitu hraunflæðinu. Í miðjunni er þéttara berg sem hefur kólnað hægar og efst er hröngl sem hefur brotnað í hraunflæðinu. Er yfirborðið því hrjúft, óreglulegt að lögun og oft með oddhvössum brúnum.“[2]

Hraungúlar[breyta | breyta frumkóða]

Þegar hraunin sem koma up eru það seig að þeim tekst naumlega að smeigja sér í gegnum gígópið, myndast stiflur og stundum eins konar haugur úr hraunum, kallaður hraungúll.[3] Hraungúlar eru sjaldnast úr basalti, enn frekar úr súrum og ísúrum bergtegundum.[4][5] Þó í einhvern tíma jarðvísindamenn þóttu öðruvísi, finnst ekki mikið af þeim á Íslandi. Það kom í ljós á síðustum árum, að margir „hraungúlar” urðu í staðinn til með gos undir jökli, eins og t.d. Mælifell á Snæfellsnesi.[3]

Útlit kolnaðra apalhrauna[breyta | breyta frumkóða]

Yfirborð hraunanna er úfið, þakið gjalli og erfitt yfirferðar.[1] Út af því hafa myndast sögur í kringum það eins og sagan um Berserkjana í Berserkjahrauni á Snæfellsnesi sem ætti að ryðja veg í gegnum hraunið, sem tókst, en voru samt drepnir á eftir.[6]

Fleiri dæmi[breyta | breyta frumkóða]

Dæmi um apalhraun á Íslandi eru líka hlut af hraunum sem liggur yfir Suðurnesin, Grábrókarhraun á Vesturlandi og Eldfellshraun á Heimaey sem kom upp í gosinu 1973.

Líka finnst apalhraun í mörgum ödrum löndum, eins og í Ítaliu (mörg Etna-hraun), á Spáni (t.d. á Lanzarote) eða hraunin Pacaya eldfjallsins í Gvatemala.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson: Íslenskur jarðfræðilykill. Reykjavík 2004, bls. 104–105
  2. 2,0 2,1 Daníel Páll Jónasson: Hraunflæði á höfuðborgarsvæðinu Saga hraunflæðis á svæðinu á nútíma og kortlagning mögulegra farvega til byggða. BS ritgerð. Leiðbeinandi Ármann Höskuldsson. Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóli Íslands 2012
  3. 3,0 3,1 Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson: Íslenskur jarðfræðilykill. Reykjavík 2004, bls. 106–107
  4. Thor Thordarson, Ármann Höskuldsson: Iceland. Classic geology of Europe 3. Harpenden 2002, bls. 21
  5. Hans-Ulrich Schmincke: Vulkanismus. Darmstadt 2000, bls. 120
  6. Íslandshandbókin. Náttúra, saga og sérkenni. Reykjavík 1989, bls. 133