Criminal Minds

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Criminal Minds
TegundLögreglurannsóknir, Drama, Bandaríska Alríkislögreglan, Atferlisgreiningar
ÞróunJeff Davis
LeikararThomas Gibson
Shemar Moore
Matthew Gray Gubler
A.J. Cook
Kirsten Vangsness
Paget Brewster
Joe Mantegna
Mandy Patinkin
Lola Glaudini
Rachel Nichols
Jeanne Tripplehorn
Jennifer Love Hewitt
Aisha Tyler
Adam Rodriguez
Damon Gupton
Daniel Henney
UpprunalandBandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða16
Fjöldi þátta334
Framleiðsla
StaðsetningQuantico, Virginía
Lengd þáttar45 mín
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðCBS
Myndframsetning480i (SDTV)
1081i (HDTV)
Sýnt22. september 2005- –
Tenglar
Vefsíða
IMDb tengill

Criminal Minds (ísl. Glæpahneigð) er bandarískur sjónvarpsþáttur sem fjallar um lið alríkisfulltrúa sem tilheyra Atferlisgreiningardeild (AGD) Bandarísku Alríkislögreglunnar sem staðsett er í Quantico, Virginíu. Höfundurinn að þættinum er Jeff Davis.

Fyrsti þátturinn var sýndur 22. september 2005 og síðan þá hafa tólf þáttaraðir verið sýndar.

Þann 7. apríl, 2017, tilkynnti CBS að Criminal Minds hafði verið endurnýjaður fyrir þrettándu þáttaröðinni, sem var frumsýnd 27. september 2017.[1]

Framleiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Tökustaðir[breyta | breyta frumkóða]

Helstu tökustaðir Glæpahneigðar eru í Kaliforníu þar á meðal Altadena, Glendale, Long Beach og Santa Clarita. Þátturinn hefur einnig verið tekinn upp í Vancouver, Kanada.[2]

Framleiðslufyrirtæki[breyta | breyta frumkóða]

Þátturinn er framleiddur af The Mark Gordon Company í samvinnu við CBS Television Studios (2009-til dags) og ABC Studios (2007-til dags).

Leikaraskipti[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2006 yfirgaf leikkonan Lola Glaudini þáttinn eftir aðeins sex þætti í seríu 2 og í stað hennar kom leikkonan Paget Brewster sem kom fyrst fram í þætti níu. Í byrjun seríu 3 yfirgefur Mandy Patinkin þáttinn, en ástæða brotthvarfs hans var mismunandi áherslur á söguefnið.[3] Var honum skipt út fyrir leikarann Joe Mantegna.

Þann 25. júní 2010 birtust fréttir um að leikkonurnar A.J. Cook og Paget Brewster myndu yfirgefa þáttinn. A.J. Cook myndi koma fram í tveimur þáttum, á meðan Paget Brewster myndi yfirgefa þáttinn um mitt tímabilið. Þessi ákvörðun CBS kom ekki vel fyrir sjónir aðdáenda og voru undirskriftunarlistar settir af stað til að halda leikkonunum inni.[4][5]

Þann 29. september 2010 var tilkynnt að leikkonan Rachel Nichols myndi bætast í hópinn og að hún kæmi í staðinn fyrir A.J. Cook.[6]

Tilkynnt var þann 16. apríl 2011 að A.J. Cook myndi koma aftur í þáttinn eftir að hafa gert tveggja ára samning. Paget Brewster mun einnig snúa aftur þar sem ekkert varð úr nýja þættinum hennar "My Life as an Experiment". Leikkonan Rachel Nichols var ekki boðinn nýr samningur eftir enda seríu 6.[7][8]

Í tilkynningu sem Paget Brewster sendi frá sér þann 15. febrúar 2012, kemur fram að hún mundi yfirgefa Criminal Minds í þeim tilgangi að halda áfram með feril sinn í gaman sjónvarpi.[9]

Þann 14. júní 2012 tilkynnti CBS að leikkonan Jeanne Tripplehorn myndi leika nýjasta meðlim hópsins, Alex Blake. [10]

Í júlí 2014, tilkynnti CBS að leikkonan Jennifer Love Hewitt myndi leika nýjasta meðlim hópsins, Kate Callahan. Kemur hún í staðinn fyrir Jeanne Tripplehorn sem yfirgaf þáttinn eftir aðeins tvær þáttaraðir.[11]

CBS tilkynnti í júní 2015 að leikkonan Aisha Tyler myndi leika nýjasta meðlim hópsins, Dr. Tara Lewis. Kemur hún í staðinn fyrir Jennifer Love Hewitt sem yfirgaf þáttinn eftir aðeins eina þáttaröð.[12]

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Glæpahneigð fylgir eftir liði alríkisfulltrúa innan Atferlisgreiningardeildar (AGD) Bandarísku Alríkislögreglunnar sem staðsett er í Quantico, Virginíu. Deildin sérhæfir sig atferlisgreiningum þar sem þau greina huga og atferli raðmorðingja, hryðjuverkamanna og verstu morðingja Bandaríkjanna.

Söguþráðs skipti[breyta | breyta frumkóða]

Glæpahneigð hafði söguþráðs skipti við Criminal Minds: Suspect Behavior í þættinum The Fight sem sýndur var 7. apríl 2010.

Persónur[breyta | breyta frumkóða]

Leikari Persóna Starf Aðal Auka
Thomas Gibson Aaron Hotchner Sérstakur Yfiralríkisfulltrúi/Fyrrverandi yfirmaður liðsins 1–12
Shemar Moore Derek Morgan Sérstakur Alríkisfulltrúi 1-11 12
Mandy Patinkin Jason Gideon Sérstakur Yfiralríkisfulltrúi 1-3
Joe Mantegna David Rossi Sérstakur Yfiralríkisfulltrúi 3–
A.J. Cook Jennifer Jareau Sérstakur Alríkisfulltrúi/Fyrrverandi fjölmiðla tengill 1-5, 7– 6
Lola Glaudini Elle Greenaway Sérstakur Alríkisfulltrúi 1-2
Paget Brewster Emily Prentiss Sérstakur Alríkisfulltrúi/Yfirmaður liðsins 2-7, 12– 9, 11 sem gestaleikari
Matthew Gray Gubler Dr. Spencer Reid Sérstakur Alríkisfulltrúi 1–
Kirsten Vangsness Penelope Garcia Tölvusérfræðingur 2– 1
Rachel Nichols Ashley Seaver FBI nemi/Sérstakur Alríkisfulltrúi 6
Jeanne Tripplehorn Alex Blake Sérstakur Alríkisfulltrúi/Sérfræðingur í málvísindum 8-9
Jennifer Love Hewitt Kate Callahan Sérstakur Alríkisfulltrúi/Leynilegur alríkisfulltrúi 10
Aisha Tyler Dr. Tara Lewis Sérstakur Alríkisfulltrúi/Réttarsálfræðingur 11 12-
Adam Rodriguez Luke Alvez Sérstakur Alríkisfulltrúi/Meðlimur flóttamannasveitarinnar 12-
Damon Gupton Stephen Walker Sérstakur Alríkisfulltrúi 12
Daniel Henney Matt Simmons Sérstakur Alríkisfulltrúi/Fyrrverandi meðlimur alþjóðlega liðsins 13 10,12 sem gestaleikari

Aðalpersónur[breyta | breyta frumkóða]

  • Sérstakur alríkisfulltrúi/Yfirmaður liðsins : Emily Prentiss (Paget Brewster) er dóttir fyrrverandi sendiherra og ólst upp í Úkraínu, Frakklandi, Ítalíu og Miðausturlöndum. Talar arabísku, spænsku, ítölsku og smávegis í rússnensku. Prentiss útskrifaðist frá Yale árið 1993 og hafði unnið í 10 ár hjá alríkislögreglunni áður en hún gerðist meðlimur atferlisdeildarinnar. Í þættinum Lauren í seríu 6var hún tekin sem gísl og síðan skotin til bana af Ian Doyle, en í enda þáttarins er upplýst að Prentiss lifði af en væri núna í felum undan Doyle í París. Í byrjun seríu 7 snýr hún aftur til þess að aðstoða liðið í leit sinni að Ian Doyle og syni hans. Í lok seríu 8 yfir gefur hún liðið til að vinna hjá Interpol í London. Snýr aftur í seríu 12 til að taka yfir liðinu af Hotchner.
  • Sérstakur yfiralríkisfulltrúi: David Rossi var í sjóhernum og eftir herinn bauðst honum starf hjá alríkislögreglunni. Rossi er einn af stofnendum atferlisdeildarinnar og er virtur atferlisfræðingur. Rossi fór snemma á eftirlaun til þess að skrifa bækur og halda fyrirlestra um atferlisfræði. Óskaði eftir því að koma aftur til að hjálpa til eftir að Jason Gideon hætti. Rossi hefur verið giftur þrisvar sinnum.
  • Sérstakur alríkisfulltrúi: Dr. Spencer Reid er yngsti meðlimur liðsins og með greindarvísitöluna 187. Reid útskrifaðist úr menntaskóla 12 ára og er með doktorsgráðu í stærfræði, efnafræði og verkfræði, ásamt því að hafa B.A. gráðu í sálfræði og félagsfræði. Í fjórðu seríunni kemur fram að Reid er að taka B.A. gráðu í heimsspeki. Reid gerðist meðlimur alríkislögreglunar árið 2004. Móðir hans greindist með geðklofa og býr á geiðveikrasjúkrahúsi í Las Vegas.
  • Sérstakur alríkisfulltrúi/Fyrrverandi fjölmiðla tengiliður: Jennifer JJ Jareau stundaði nám við Pittburgh háskólann á fótboltastyrk, ásamt því að stunda nám við Georgetown háskólann. Jareau skráði sig í alríkislögregluna eftir að hafa verið viðstödd bókaupplestur hjá David Rossi. Jareau kynnist New Orleans lögreglumanninum William LaMontagne, Jr. og saman eiga þau soninn Henry. Í byrjun seríu sex yfirgefur hún deildina til þess að vinna hjá Pentagon en snýr aftur í lok seríunnar eftir beiðni frá David Rossi. JJ er nú fullgildur atferlisgreinir. Í lok seríu 8 giftist hún William.
  • Tölvusérfræðingur: Penelope Garcia er hakkari og gerðist meðlimur alríkislögreglunnar eftir að hafa hakkað sig inn í tölvukerfi þeirra. Foreldrar hennar dóu í bílslysi þegar hún var 18 ára. Garcia var skotin í þættinum Lucky í seríu 3 af raðmorðingja.

Aukapersónur[breyta | breyta frumkóða]

  • William LaMontagne, Jr. (Josh Stewart): er eiginmaður og barnsfaðir JJ. Hætti sem rannsóknarfulltrúi í New Orleans en starfar nú sem rannsóknarfulltrúi hjá lögreglunni í Washington.
  • Mateo 'Matt' Cruz (Esai Morales): Yfirmaður atferlisdeildarinnar, tók við af Erin Strauss þegar hún lést. Vann með Jennifer Jareau í Afghanistan.
  • Dr. Diana Reid (Jane Lynch): er móðir Spencer Reids og fyrrverandi prófessor í bókmenntum. Greindist með geðklofa og var sett á geiðveikrasjúkrahús af Spencer þegar hann var átján ára. Diana hefur einnig háa greindarvísitölu eins og sonur sinn. Las alltaf fyrir Spencer þegar hann var að alast upp og skrifar hann henni bréf á hverjum degi.
  • Kevin Lynch (Nicholas Brendon): er tölvufræðingur hjá alríkislögreglunni og fyrrverandi kærasti Garcia.

Fyrrverandi persónur[breyta | breyta frumkóða]

  • Sérstakur yfiralríkisfulltrúi : Jason Gideon (Mandy Patinkin) var besti atferlisfræðingur alríkislögreglunnar og einn af stofendum atferlisdeildarinnar. Gideon yfirgaf alríkislögregluna eftir að vinkona hans Sarah var drepin af raðmorðingjum Frank Breitkopf í hans eigin íbúð. Gideon skrifar bréf til Reids þar sem hann segist vera útbrunninn og sektarkenndin yfir andláti Söru sé of mikil fyrir hann til að halda áfram að vinna.
  • Sérstakur alríkisfulltrúi: Elle Greenaway (Lola Glaudini) vann áður hjá skrifstofunni í Seattle áður en hún gerðist meðlimur liðsins. Greenway var skotin af óþekktum aðila í lok seríu eitt. Snýr aftur til vinnu í byrjun seríu 2 en lendir upp á kant við Hotchner og Gideon. Í þættinum The Aftermath skýtur hún raðnauðgara til bana í köldu blóði. Lætur af störfum í þættinum Boogeyman.
  • Sérstakur alríkisfulltrúi og fjölmiðla tengiliður: Jordan Todd (Meta Golding) kemur í staðinn fyrir Jareau þegar hún fer í fæðingarorlof. Todd vann áður í hryðjuverkadeild alríkislögreglunnar.
  • FBI nemi og Sérstakur alríkisfulltrúi: Ashley Seaver (Rachel Nichols) er nemi hjá alríkislögreglunni sem er beðin um að aðstoða liðið af Hotchner og Rossi. Faðir hennar Charles Beauchamp er raðmorðingji sem var kallaður The Redmond Ripper. Seaver er boðið að vera meðlimur liðsins á meðan hún er að klára nám sitt hjá alríkislögreglunni. Í byrjun seríu 7 kemur fram að Seaver hafi flutt sig yfir í annað lið.
  • Sérstakur yfiralríkisfulltrúi og yfirmaður liðsins: Aaron Hotchner er fyrrverandi saksóknari og einn af reyndari atferlisfræðingum deildarinnar. Hotchner giftist Haley Brooks og saman áttu þau einn son, Jack. Þau skildu í seríu 3 eftir að Haley hafði fengið nóg af því að Hotchner valdi vinnuna fram yfir fjölskylduna. Í seríu 5 lifir Hotchner af skot-og hnífaárás eftir raðmorðingjann The Reaper en í lok seríunnar er Haley drepin af raðmorðingjanum. Eftir andlát Haley ákveður Hotchner að yfirgefa vinnuna en eftir samtal við mágkonu sína ákveður hann að vera áfram. [13]
  • Sérstakur alríkisfulltrúi og Sérfræðingur í málvísindum: Alex Blake er sérfræðingur í málvísindum og prófessor við Georgetown háskólann. Gerðist meðlimur liðsins í byrjun seríu 8. Alex yfirgefur liði í enda seríu 9 til þess að halda áfram að kenna í Boston.
  • Sérstakur alríkisfulltrúi og Leynilegur alríkisfulltrúi: Kate Callahan hefur unnið sem alríkisfulltrúi í átta ár og er sérfræðingur í leynilegum aðgerðum. Hefur bakgrunn í afbrotasálfræði og hefur seinustu þrettán árin alið upp frænku sína eftir að systir Kate og maður hennar létust þegar flugvél lenti á Pentagon árið 2001.[14]
  • Sérstakur alríkisfulltrúi: Derek Morgan var alinn upp af einstæðri móður og tveimur systrum. Þegar Morgan var 10 ára varð hann vitni að morði föður síns sem var lögreglumaður. Morgan var kynferðislega misþyrmt af æskulýðsfulltrúa sínum. Morgan stundaði nám við Northwestern háskólann á fótboltastyrk og eftir útskrift fór hann í Chicago lögregluna. Hefur einnig verið meðlimur sprengjusveitar.

Látnar persónur[breyta | breyta frumkóða]

  • Haley Hotchner (Meredith Monroe) : er fyrrverandi eiginkona Aaron Hotchners og móðir sonar þeirra, Jack. Haley átti erfitt með að lifa með starfi Hotchners og skildi hún því við hann í byrjun seríu 3. Í byrjun seríu 5 eru hún og Jack sett í vitnavernd til þess að vernda þau gegn raðmorðingjanum The Reaper. Í þættinum 100 er Haley skotin til bana af raðmorðingjanum.
  • Erin Strauss (Jayne Atkinson): Var yfirmaður atferlisdeildarinnar og reynsla hennar liggur í stjórnun innan alríkislögreglunnar. Setti Prentiss inn í liðið til þess að fá upplýsingar um það sem Prentiss neitaði að gera það. Strauss skipaði JJ að taka stöðuna hjá Pentagon. Strauss er drepin af raðmorðingjanum "The Replicator" í þættinum Brothers Hotchner (Part 1).

Þáttaraðir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Önnur þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Þriðja þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Fjórða þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Fimmta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Sjötta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Sjöunda þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Áttunda þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Útgáfa[breyta | breyta frumkóða]

Bækur[breyta | breyta frumkóða]

  • Criminal Minds: Jump Cut eftir Max Allan Collins (6. nóvember, 2007).
  • Criminal Minds: Killer Profile eftir Max Allan Collins (6. maí, 2008).
  • Criminal Minds: Finishing School eftir Max Allan Collins (4. nóvember, 2008).
  • Criminal Minds: Sociopaths, Serial Killers, and Other Deviants eftir Jeff Mariotte (9. ágúst, 2010).

DVD[breyta | breyta frumkóða]

DVD nafn Svæði 1 Svæði 2 Svæði 4
Sería 1 28. nóvember, 2006 12. febrúar, 2007 3. nóvember, 2007
Sería 2 2. október, 2007 5. maí, 2008 1. apríl, 2008
Sería 3 16. september, 2008 6. apríl, 2009 18. mars, 2009
Sería 4 8. september, 2009 1. mars, 2010 9. mars, 2010
Sería 5 7. september, 2010 28. febrúar, 2011 2. mars, 2011
Sería 6 6. september, 2011 28. nóvember, 2011 30. nóvember, 2011
Sería 7 4. september, 2012 26. nóvember, 2012 7. nóvember, 2012
Sería 8 3. september, 2013 9. desember, 2013 N/A

Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

ASCAP Film and Television Music verðlaunin

  • 2008: Verðlaun fyrir bestu sjónvarpsseríuna.
  • 2007: Verðlaun fyrir bestu sjónvarpsseríuna.
  • 2006: Verðlaun fyrir bestu sjónvarpsseríuna.

BMI Film & TV verðlaunin

  • 2009: Verðlaun fyrir bestu tónlistina í sjónvarpsseríu – Mark Mancina.
  • 2008: Verðlaun fyrir bestu tónlistina í sjónvarpsseríu – Mark Mancina.

Emmy verðlaunin

  • 2009: Tilnefndur fyrir bestu áhættuleikara samsetningu – Tom Elliott.
  • 2008: Tilnefndur fyrir bestu áhættuleikara samsetningu – Tom Elliott.

Image verðlaunin

  • 2011: Tilnefnd fyrir besta handrit í dramaseríu – Janine Sherman Barrois.

Motion Picture Sound Editors, USA

  • 2008: Tilnefnd fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu formi fyrir sjónvarp – Lisa A. Arpino.

People´s Choice verðlaunin

  • 2006: Tilnefndur sem besti nýji dramaþátturinn.

Young Artist verðlaunin

  • 2011: Verðlaun sem besta unga leikkona í gestahluverki í dramaseríu – Katlin Mastandrea.
  • 2011: Tilnefnd sem besta unga leikona í gestahlutverki í dramseríu – Madison Leisle.
  • 2010: Tilnefndur sem besti ungi leikari undir 13 ára í gestahlutverki í dramaseríu – Benjamin Stockham.
  • 2010: Tilnefnd sem besta unga leikkona í gestahlutverki í dramaseríu – Jordan Van Vranken.
  • 2009: Tilnefnd sem besta unga leikkona í gestahlutverki í dramaseríu – Brighid Felming.
  • 2008: Verðlaun sem besti ungi leikari í gestahlutverki í dramaseríu – Chandler Canterbury.
  • 2008: Tilnefndur sem besti ungi leikari í gestahlutverki í dramaseríu – Remy Thorne.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Grein um að Criminal Minds sé endurnýjaður á Deadline Hollywood vefsíðunni
  2. Tökustaðir Criminal Minds á IMDB síðunni
  3. „Criminal Minds, Mandy Patinkin Confirm Parting of Ways“. TVGuide. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. júní 2008. Sótt 6. júlí 2008.
  4. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. febrúar 2011. Sótt 5. nóvember 2011.
  5. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. janúar 2011. Sótt 5. nóvember 2011.
  6. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. nóvember 2010. Sótt 5. nóvember 2011.
  7. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. desember 2011. Sótt 5. nóvember 2011.
  8. <[1] Geymt 12 nóvember 2011 í Wayback Machine
  9. Frétt um brotthvarf Paget Brewster úr Criminal Minds á Deadline Hollywood vefmiðlinum, 15. febrúar 2012
  10. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. nóvember 2012. Sótt 29. október 2012.
  11. „Jennifer Love Hewitt joins 'Criminal Minds' as series regular“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. janúar 2015. Sótt 21. janúar 2015.
  12. Leikkonan Aisha gengur til liðs við Criminal Minds
  13. Persónan Aaron Hotchner á Criminal Minds wikiasíðunni
  14. Persónan Kate Callahan úr Criminal Minds á Criminla Minds wikisíðunni

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni