Fara í innihald

Jayne Atkinson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jayne Atkinson
Jayne Atkinson, 2014
Jayne Atkinson, 2014
Upplýsingar
FæddJayne Atkinson
18. febrúar 1959 (1959-02-18) (65 ára)
Ár virk1985 -
Helstu hlutverk
Karen Hayes í 24
Erin Strauss í Criminal Minds

Jayne Atkinson (fædd 18. febrúar 1959) er ensk-bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Criminal Minds og 24.

Atkinson er fædd í Bournemouth í Dorset en fluttist níu ára gömul til Bandaríkjanna þar sem hún ólst upp í Hollywood í Flórída. Atkinson útskrifaðist með BA gráðu í samskiptum við Northwestern-háskólann árið 1981, áður en hún stundaði nám við Yale School of Drama.[1] Atkinson er gift leikaranum Michael Gill og saman eiga þau einn son.

Fyrsta leikhúshlutverk Atkinson var árið 1985 í Pride & Prejudice sem Charlotte Lucas. Hefur hún síðan þá komið fram í leikritum á borð við Bloody Poetry, The Last Good Moment of Lily Baker, As You Like It, Sight Unseen, The Striker, Ivanov og The Rainmaker.[2] Árið 2003 þá vann Atkinson Outer Critics Circle verðlaunin fyrir hlutverk sitt í Enchanted April.

Fyrsta sjónvarpshlutverk Atkinson var árið 1986 í sjónvarpsmyndinni Between Two Women. Kom hún síðan fram sem gestaleikari í þáttum á borð við A Year in the Life, Beauty and the Beast, Parenthood, The X-Files og Joan of Arcadia. Árið 2006 var Atkinson boðið hlutverk í 24 sem Karen Hayes sem hún lék til ársins 2007. Atkinson hefur verið með stórt gestahlutverk sem Erin Strauss í Criminal Minds síðan 2007.

Fyrsta kvikmyndahlutverk Atkinson var árið 1993 í Free Willy. Síðan þá hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við Free Willy 2: The Adventure Home, The Village, Syriana og The Getaway.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1993 Free Willy Annie Greenwood
1994 Blank Check Sandra Waters
1995 Free Willy 2: The Adventure Home Annie
2003 Psychoanalysis Changed My Life Marianne Loewe
2004 The Village Tabitha Walker
2005 Twelve and Holding Ashley Carges
2005 Syriana Deildar yfirmaður
2009 Handsome Harry Eiginkona Kellys
2010 The Getaway Myrtle Sommers
2012 Revenge for Jolly! Ritari Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1986 Between Two Women ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
1986-1988 A Year in the Life Lindley Gardner Eisenberg 25 þættir
1989 Moonlighting Robin Fuller Þáttur: Shirts and Skins
1989 The Revenge of Al Capone Elizabeth Sjónvarpsmynd
1989 Beauty and the Beast Molly Nolan Þáttur: Trial
1991 Midnight Caller Teri Scanlon Þáttur: Blood Ties
1991 Absolute Strangers Eleanor Barcroft Sjónvarpsmynd
1990-1991 Parenthood Karen Buckman 12 þættir
1992 In the Best Interest of the Children Wanda Birney Sjónvarpsmynd
1995 The X-Files Willa Ambrose Þáttur: Fearful Symmetry
1997 The Practice Ruth Gibson Þáttur: Part I
2001-2002 The Education of Max Bickford Lyla Ortiz 7 þættir
2003 Our Town Mrs. Gibbs Sjónvarpsmynd
2004 Joan of Arcadia Fran Montgomery Þáttur: Friday Night
2006-2007 24 Karen Hayes 30 þættir
2007 Law & Order: Special Victims Unit AUSA Marion Springer Þáttur: Savant
2002-2008 Law & Order Réttarlögfræðingurinn Hammond/Dr. Claire Snyder/Melanie Carver 3 þættir
2008 Recount Theresa LePore Sjónvarpsmynd
2010 Gossip Girl Dean Reuther 4 þættir
2011 White Collar Helen Anderson Þáttur: Deadline
2007-2011 Criminal Minds Erin Strauss 14 þættir

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Drama Desk-verðlaunin

  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Enchanted April.
  • 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir The Striker.
  • 1990: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir The Art of Success.

Outer Critics Circle-verðlaunin

  • 2003: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir Enchanted April.

Satellite-verðlaunin

  • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir Our Town.

Screen Actors Guild-verðlaunin

  • 2007: Tilnefnd fyrir besta leikaralið í dramaseríu fyrir 24.

Tony-verðlaunin

  • 2000: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir The Rainmaker.
  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Enchanted April.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Ævisaga Jayne Atkinson á heimasíðu hennar“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. október 2020. Sótt 13. nóvember 2011.
  2. „Leikhúsferill Jayne Atkinson á heimasíðu hennar“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. október 2020. Sótt 13. nóvember 2011.