Jayne Atkinson
Jayne Atkinson | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Jayne Atkinson 18. febrúar 1959 |
Ár virk | 1985 - |
Helstu hlutverk | |
Karen Hayes í 24 Erin Strauss í Criminal Minds |
Jayne Atkinson (fædd 18. febrúar 1959) er ensk-bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Criminal Minds og 24.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Atkinson er fædd í Bournemouth í Dorset en fluttist níu ára gömul til Bandaríkjanna þar sem hún ólst upp í Hollywood í Flórída. Atkinson útskrifaðist með BA gráðu í samskiptum við Northwestern-háskólann árið 1981, áður en hún stundaði nám við Yale School of Drama.[1] Atkinson er gift leikaranum Michael Gill og saman eiga þau einn son.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Leikhús
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta leikhúshlutverk Atkinson var árið 1985 í Pride & Prejudice sem Charlotte Lucas. Hefur hún síðan þá komið fram í leikritum á borð við Bloody Poetry, The Last Good Moment of Lily Baker, As You Like It, Sight Unseen, The Striker, Ivanov og The Rainmaker.[2] Árið 2003 þá vann Atkinson Outer Critics Circle verðlaunin fyrir hlutverk sitt í Enchanted April.
Sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta sjónvarpshlutverk Atkinson var árið 1986 í sjónvarpsmyndinni Between Two Women. Kom hún síðan fram sem gestaleikari í þáttum á borð við A Year in the Life, Beauty and the Beast, Parenthood, The X-Files og Joan of Arcadia. Árið 2006 var Atkinson boðið hlutverk í 24 sem Karen Hayes sem hún lék til ársins 2007. Atkinson hefur verið með stórt gestahlutverk sem Erin Strauss í Criminal Minds síðan 2007.
Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta kvikmyndahlutverk Atkinson var árið 1993 í Free Willy. Síðan þá hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við Free Willy 2: The Adventure Home, The Village, Syriana og The Getaway.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1993 | Free Willy | Annie Greenwood | |
1994 | Blank Check | Sandra Waters | |
1995 | Free Willy 2: The Adventure Home | Annie | |
2003 | Psychoanalysis Changed My Life | Marianne Loewe | |
2004 | The Village | Tabitha Walker | |
2005 | Twelve and Holding | Ashley Carges | |
2005 | Syriana | Deildar yfirmaður | |
2009 | Handsome Harry | Eiginkona Kellys | |
2010 | The Getaway | Myrtle Sommers | |
2012 | Revenge for Jolly! | Ritari | Í eftirvinnslu |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1986 | Between Two Women | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
1986-1988 | A Year in the Life | Lindley Gardner Eisenberg | 25 þættir |
1989 | Moonlighting | Robin Fuller | Þáttur: Shirts and Skins |
1989 | The Revenge of Al Capone | Elizabeth | Sjónvarpsmynd |
1989 | Beauty and the Beast | Molly Nolan | Þáttur: Trial |
1991 | Midnight Caller | Teri Scanlon | Þáttur: Blood Ties |
1991 | Absolute Strangers | Eleanor Barcroft | Sjónvarpsmynd |
1990-1991 | Parenthood | Karen Buckman | 12 þættir |
1992 | In the Best Interest of the Children | Wanda Birney | Sjónvarpsmynd |
1995 | The X-Files | Willa Ambrose | Þáttur: Fearful Symmetry |
1997 | The Practice | Ruth Gibson | Þáttur: Part I |
2001-2002 | The Education of Max Bickford | Lyla Ortiz | 7 þættir |
2003 | Our Town | Mrs. Gibbs | Sjónvarpsmynd |
2004 | Joan of Arcadia | Fran Montgomery | Þáttur: Friday Night |
2006-2007 | 24 | Karen Hayes | 30 þættir |
2007 | Law & Order: Special Victims Unit | AUSA Marion Springer | Þáttur: Savant |
2002-2008 | Law & Order | Réttarlögfræðingurinn Hammond/Dr. Claire Snyder/Melanie Carver | 3 þættir |
2008 | Recount | Theresa LePore | Sjónvarpsmynd |
2010 | Gossip Girl | Dean Reuther | 4 þættir |
2011 | White Collar | Helen Anderson | Þáttur: Deadline |
2007-2011 | Criminal Minds | Erin Strauss | 14 þættir |
Leikhús
[breyta | breyta frumkóða]
|
|
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]Drama Desk-verðlaunin
- 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Enchanted April.
- 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir The Striker.
- 1990: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir The Art of Success.
Outer Critics Circle-verðlaunin
- 2003: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir Enchanted April.
Satellite-verðlaunin
- 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir Our Town.
Screen Actors Guild-verðlaunin
- 2007: Tilnefnd fyrir besta leikaralið í dramaseríu fyrir 24.
Tony-verðlaunin
- 2000: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir The Rainmaker.
- 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Enchanted April.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Ævisaga Jayne Atkinson á heimasíðu hennar“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. október 2020. Sótt 13. nóvember 2011.
- ↑ „Leikhúsferill Jayne Atkinson á heimasíðu hennar“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. október 2020. Sótt 13. nóvember 2011.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Jayne Atkinson“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. nóvember 2011.
- Jayne Atkinson á IMDb
- Heimasíða Jayne Atkinson Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine