Criminal Minds (4. þáttaröð)
Útlit
Fjórða þáttaröðin af Criminal Minds var frumsýnd 24. september 2008 og sýndir voru 26 þættir.
Leikaraskipti
[breyta | breyta frumkóða]Leikkonan Meta Golding kom fram sem gestaleikari sem fjölmiðlatengiliðurinn Jordan Todd, kom hún í staðinn fyrir persónu A.J. Cook á meðan hún fór í fæðingarorlof í þáttunum.
Aðalleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Thomas Gibson sem Aaron Hotchner
- Joe Mantegna sem David Rossi
- Shemar Moore sem Derek Morgan
- Paget Brewster sem Emily Prentiss
- Matthew Gray Gubler sem Dr. Spencer Reid
- A.J. Cook sem Jennifer JJ Jareau
- Kirsten Vangsness sem Penelope Garcia
Aukaleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Meta Golding sem Jordan Todd (Þættir 5-13)
Þættir
[breyta | breyta frumkóða]Titill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
---|---|---|---|---|
Mayhem (Part 2) | Simon Mirren | Edward Allen Bernero | 24.09.2008 | 1 - 66 |
Jeppi Hotch springur upp og skilur Kate eftir alvarlega slasaða, á meðan þá reynir lið AGD finna hryðjuverkamennina sem eru ábyrgir fyrir sprengjunni. | ||||
The Angel Maker | Jay Beattie og Dan Dworkin | Glenn Kershaw | 01.10.2008 | 2 - 67 |
Röð morða í Lower Canaan, Ohio tengjast raðmorðingja sem kallaðist „Angel Maker“ og hafði verið tekinn af lífi árinu á undan. | ||||
Minimal Loss | Andrew Wilder | Félix Enríquez Alcalá | 08.10.2008 | 3 - 68 |
Prentiss og Reid leika barnasérfæðinga til að rannsaka kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum hjá trúarsöfnuði. Rannsókn þeirra endar illa þegar þau eru teknir sem gíslar af leiðtoga safnaðarins þegar skyndiáhlaup er gert á búðirnar. Byggt á umsátrinu í Waco. | ||||
Paradise | Erica Messer og Debra J. Fisher | John E. Gallagher | 22.10.2008 | 4 - 69 |
Lið AGD ferðast til Sherwood, Nevada þar sem raðmorðingi misþyrmir og drepur hjón og setur á svið bílslys til að hylma yfir hvað hann gerði. | ||||
Catching Out | Oanh Ly | Charles Haid | 29.10.2008 | 5 - 70 |
Lið AGD rannsakar röð morða í Central Valley í Kaliforníu, þar sem morðinginn ferðast á milli staða með lest. Byggt á Ángel Maturino Reséndiz. Á samatíma þá kemur nýr fjölmiðlatengiliður Jordan Todd í liðið. | ||||
The Instincts (Part 1) | Chris Mundy | Rob Spera | 05.11.2008 | 6 – 71 |
Þegar ungum dreng er rænt í Las Vegas byrjar Reid að fá drauma um bældar minningar úr barnæsku sinni á sama tíma. | ||||
Memoriam (Part 2) | Jay Beattie og Dan Dworkin | Guy Norman Bee | 12.11.2008 | 7 - 72 |
Reid ákveður að rannsaka mál ung drengs sem var myrtur í Las Vegas þegar hann var lítill og uppgvötar hann tengsl á milli fórnarlambsins og föður síns. Á samatíma þá fer JJ á fæðingardeildina. | ||||
Masterpiece | Edward Allen Bernero | Paul Michael Glaser | 19.11.2008 | 8 - 73 |
Siðblindur prófessor sem er fullur sjálfsaðdáunar, gefur sig fram við Reid og Rossi. Segist prófessorinn hafa drepið sjö manns og að fleiri munu deyja. | ||||
52 Pickup | Breen Frazier | Bobby Roth | 26.11.2008 | 9 - 74 |
Lið AGD rannsakar röð morð í Atlanta þar sem raðmorðingi notast við nýjustu „Pick-Up“ línurnar til að nálgast fórnarlömb sín. | ||||
Brothers in Arms | Holly Harold | Glenn Kershaw | 10.12.2008 | 10 - 75 |
Raðmorðingi drepur lögreglumenn í Phoenix í Arizona. | ||||
Normal | Andrew Wilder | Steve Boyum | 17.12.2008 | 11 - 76 |
Lið AGD aðstoðar lögregluna í Orange-sýslu í Kaliforníu, þar sem raðmorðingi keyrir um hraðbrautirnar og skýtur ljóshærðar konur. JJ kemur í heimsókn til AGD með son sinn Henry. | ||||
Soul Mates | Erica Messer og Debra J. Fisher | John E. Gallagher | 14.01.2009 | 12 - 77 |
Þegar bæði svartar og hvítar stúlkur eru drepnar í efnamiklu úthverfi Sarasota í Flórída, þá grunar lið AGD að um tvo félaga sem drepa saman séu morðingjarnir. | ||||
Bloodline | Mark Linehan Bruner | Tim Matheson | 21.01.2009 | 13 – 78 |
Lið AGD er kallað til Alabama þegar ungum stúlkum eru rænt og foreldrar þeirra eru myrtir. Frekari rannsókn leiðir liðið að sígaunafjölskyldu sem leitar að hentugri eiginkonu fyrir son sinn. | ||||
Cold Comfort | Jay Beattie og Dan Dworkin | Anna Foerster | 11.02.2009 | 14 - 79 |
Lið AGD er kallað til Olympiu í Washington til aðstoða við leit á raðmorðingja sem rænir, drepur og varðveitir fórnarlömb sín til þess að eiga meiri tíma með þeim. | ||||
Zoe´s Reprise | Oanh Ly | Charles S. Carroll | 18.02.2009 | 15 - 80 |
Lið AGD aðstoðar yfirvöld í Cleveland í Ohio þegar raðmorðingi notast við aðferðir frægustu raðmorðingja heims, á borð við Son of Sam, Jack the Ripper og BTK. | ||||
Pleasure is My Business | Breen Frazier | Gwyneth Horder-Payton | 25.02.2009 | 16 – 81 |
Lið AGD er kallað til Dallas, til að rannsaka röð morða á háttsettum framkvæmdastjórum sem eru drepnir af vændiskonu. | ||||
Demonology | Chris Mundy | Edward Allen Bernero | 11.03.2009 | 17 - 82 |
Þegar gamall vinur Prentiss deyr af völdum særinga (exorcisms), þá reynir hún með aðstoð liðsins að komast að því hvað gerðist nákvæmlega. | ||||
Omnivore | Andrew Wilder | Nelson McCormick | 18.03.2009 | 18 - 83 |
Lið AGD ferðast til Boston þegar raðmorðinginn „Boston Reaper“ snýr aftur eftir 10 ár. Liðið talar við eina lifandi vitnið, George Foyet, til að finna vísbendingar um morðingjann. Lauslega byggt á „Zodiac“ raðmorðingjanum. | ||||
House on Fire | Holly Harold | Félix Enríquez Alclá | 25.03.2009 | 19 – 84 |
Lið AGD er kallað til Royal í Indiana þegar brennuvargur kveikir í helstu samkomustöðum bæjarins sem enda með andláti fjölmargra íbúa bæjarins. | ||||
Conflicted | Rick Dunkle | Jason Alexander | 08.04.2009 | 20 - 85 |
Lið AGD er kallað til Texas, til að finna raðmorðingja sem drepur unglingspilta sem eru í vofríi. | ||||
A Shade of Gray | Erica Messer og Debra J. Fisher | Karen Gaviola | 22.04.2009 | 21 - 86 |
Við rannsókn á morðum á ungum drengjum í Cherry Hill í New Jersey, þá uppgvötar lið AGD að seinasta morðið hafi ekki verið framið af sama sökudólgnum og þeim sem myrti hina drengina. | ||||
The Big Wheel | Simon Mirren | Rob Hardy | 29.04.2009 | 22 - 87 |
Raðmorðingi í Buffalo, New York tekur upp morðin sem hann fremur og sendir upptökuna til lögregluyfirvalda. | ||||
Roadkill | Jay Beattie og Dan Dworkin | Steve Boyum | 06.05.2009 | 23 - 88 |
Lið AGD er kallað til Bend í Oregon, þar sem raðmorðingi notast við jeppan sinn við að drepa fórnarlömb sín. | ||||
Amplification | Oanh Ly | John E. Gallagher | 13.05.2009 | 24 - 89 |
Hugsanleg hryðjuverkaárás á sér stað þegar miltisbrandi er sleppt út í andrúmsloftið í almenningsgarði í Annapolis í Maryland. Einn af meðlimum liðsins kemst í tæri við miltisbrandinn. | ||||
To Hell...(Part 1) | Chris Mundy | Charles Haid | 20.05.2009 | 25 - 90 |
Óskað er eftir liði AGD þegar bandarískur hermaður keyrir inn í landamærastöð Kanada og segist hafa drepið allt að tíu manns. Frekari rannsókn leiðir í ljós að hermaðurinn er saklaus en það er raðmorðingi sem gengur um laus og rænir heimilislausu fólki í Detroit og flytur þau yfir til Kanada. Lauslega byggt á Robert Pickton. | ||||
And Back...(Part 2) | Edward Allen Bernero | Edward Alen Bernero | 20.05.2009 | 26 - 91 |
Rannsókn málsins heldur áfram í Kanada og kemst lið AGD að því raðmorðinginn eru bræður sem ræna fólkinu til að gera læknisfræðlegar rannsóknir á þeim. Á meðan þá lendir Hotch í lífshættulegri árás þegar hann kemur heim til sín. | ||||
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Criminal Minds (season 4)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. nóvember 2011.
- Criminal Minds á Internet Movie Database
- Fjórða þáttaröð Criminal Minds á Criminal Minds wikiasíðunni
- Fjórða þáttaröð Criminal Minds á CBS sjónvarpsstöðinni Geymt 9 desember 2011 í Wayback Machine