Criminal Minds: Suspect Behavior

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Criminal Minds: Suspect Behavior
TegundLögreglurannsóknir, Drama, Bandaríska Alríkislögreglan, Atferlisgreiningar
ÞróunChris Mundy
Edward Allen Bernero
LeikararForest Whitaker
Janeane Garofalo
Michael Kelly
Beau Garrett
Matt Ryan
Richard Schiff
Kirsten Vangsness
UpprunalandBandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða1
Fjöldi þátta13
Framleiðsla
StaðsetningWashington borg, District of Columbia
Lengd þáttar45 mín
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðCBS
Myndframsetning480i (SDTV)
1081i (HDTV)
Sýnt16. febrúar, 2011 – 25. maí, 2011 –
Tenglar
Vefsíða
IMDb tengill

Criminal Minds: Suspect Behavior er bandarískur sjónvarpsþáttur sem fjallar um lið alríkisfulltrúa sem tilheyra viðbragðsteymi (Red Cell) innan Atferlisdeildar (AGD) Bandarísku Alríkislögreglunnar sem staðsett er í Washington borg. Höfundarnir að þættinum eru Chris Mundy og Edward Allen Bernero.

Fyrsti þátturinn var sýndur 7. apríl 2010 í þættinum The Fight af Criminal Minds.

Þann 17.maí 2011 var tilkynnt að CBS hafi hætt við framleiðsluna af "Criminal Minds: Suspect Behavior" vegna lélegs áhorfs, en aðeins 13 þættir voru sýndir.[1]

Framleiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Í byrjun ársins 2009 þá sagði Michael Ausiello við Entertainment Weekly að stúdíóið væri að hugsa um að gera nýja Criminal Minds þáttaröð og staðfesti framleiðandinn Ed Bernero þetta .[2] Þátturinn myndi hafa nýtt leikaralið, en Kirsten Vangsness myndi endurtaka hlutverk sitt sem Penelope Garcia. Seinni hluta árs 2010 þá var tilkynnt að búið væri að ráða Forest Whitaker [3][4] í aðalhlutverkið og að Richard Schiff myndi koma fram í aukahlutverki sem forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, Jack Fickler.[5]

Framleiðendur[breyta | breyta frumkóða]

Þátturinn er framleiddur af The Mark Gordon Company í samvinnu við CBS Television Studios, ABC Studios og Bernero Productions.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Criminal Minds: Suspect Behavior fylgir eftir liði alríkisfulltrúa innan Atferlisdeildar (AGD) Bandarísku Alríkislögreglunnar sem staðsett er í Washington borg. Liðið tilheyrir viðbragðsteymi (Red Cell) sem tilheyrir beint undir forstjóra alríkislögreglunnar. Red Cell liðið er það lið sem notast er við þegar loka þarf rannsóknarmálum sem fyrst en liðið notast við óhefðbundar leiðir við rannsókn sína.

Söguþráðs skipti[breyta | breyta frumkóða]

Criminal Minds: Suspect Behavior hafði söguþráðs skipti við Criminal Minds í þættinum The Fight sem sýndur var 7. apríl 2010.

Persónur[breyta | breyta frumkóða]

Persóna Leikin af Hlutverk Þáttaraðir Aukaleikarar
Samuel Sam Coop Cooper Forest Whitaker Sérstakur yfiralríkisfulltrúi og yfirmaður liðsins 1
Beth Griffith Janeane Garofalo Sérstakur yfiralríkisfulltrúi 1
Jonathan Prohet Sims Michael Kelly Sérstakur alríkisfulltrúi 1
Gina LaSalle Beau Garrett Sérstakur alríkisfulltrúi 1
Mick Rawson Matt Ryan Sérstakur alríkisfulltrúi 1
Jack Fickler Richard Schiff Yfirmaður Alríkislögreglunnar 1
Penelope Garcia Kirsten Vangsness Tölvusérfræðingur 1

Aðalpersónur[breyta | breyta frumkóða]

 • Sérstakur yfiralríkisfulltrúi og yfirmaður liðsins: Samuel Cooper er kaþólskur prestur og gamall vinur Aaron Hotchner og David Rossi. Lítið er vitað um fortíð hans en talið er að hann hafi unnið við sálfræðiverkefni erlendis. [6]
 • Sérstakur yfiralríkisfulltrúi: Beth Griffith er sérhæfð í innanlandshryðjuverkum og heimavarnarsamtökum. Griffith hefur sterkan persónuleika og segir sína skoðun.[7]
 • Sérstakur alríkisfulltrúi: Jonathan Simms er fyrrverandi fangi sem sat inni í San Quentin fangelsinu í sex ár, þrjá mánuði og fjóra daga, fyrir að drepa barnaníðing. [8]
 • Sérstakur alríkisfulltrúi : Gina LaSalle er falleg og sterk persóna með gott skilningarvit.[9]
 • Sérstakur alríkisfulltrúi: Mick Rawson er fyrrverandi meðlimur í sérsveit breska hersins (SAS). Á yngri systur sem heitir Jenna, en þau misstu foreldra sína þegar þau voru ung.
 • Yfirmaður Alríkislögreglunnar: Jack Fickler er yfimaður bandarísku alríkislögreglunnar.
 • Tölvusérfræðingur: Penelope Garcia er hakkari og gerðist meðlimur alríkislögreglunnar eftir að hafa hakkað sig inn í tölvukerfi þeirra.

Þáttaraðir[breyta | breyta frumkóða]

Inngangs þáttur[breyta | breyta frumkóða]

Criminal Minds: Suspect Behavior og persónur hans voru kynntar í fimmtu þáttaröðinni af Criminal Minds í þættinum "The Fight".

Titill= The Fight
Höfundur= Edward Allen Bernero og Chris Mundy
Leikstjóri= Richard Shepard
Dagur= 7. apríl 2010
Þáttur nr= 18
Framl. nr.= 109

Í San Francisco þá rænir maður feðginum og á sama tíma finnast lík af heimilislausum mönnum. Lið AGD vinnur með öðru AGD liði til að finna tengsl á milli ránanna og morðanna. Áhorfendur kynnast Criminal Minds: Suspect Behavior liðinu í fyrsta skipti.

Fyrsta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

DVD útgáfa[breyta | breyta frumkóða]

Criminal Minds: Suspect Behavior hefur verið gefin út á svæði 1.

DVD nafn Svæði 1 Svæði 2 Svæði 4
Sería 1 6. september, 2011 N/A N/A

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Andreeva, Nellie (17. maí 2011). „CBS renews 'CSI:NY', cancels 'Criminal Minds: Suspect Behavior'. Deadline Hollywood. Sótt 17. maí 2011.
 2. Kris De Leon (7. júlí 2008). 'Criminal Minds' Spin-Off in the Works“. BuddyTV. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. febrúar 2010. Sótt 8. apríl 2010.
 3. Michael Ausiello (25. janúar 2010). „Scoop: Forest Whitaker to headline 'Criminal Minds' spin-off!“. Entertainment Weekly. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. janúar 2010. Sótt 7. apríl 2010.
 4. Chuck Barney (7. apríl 2010). „Criminal Minds proves actor Moore than pretty face“. Associated Press. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. júní 2010. Sótt 7. apríl 2010.
 5. Adam Bryant (5. ágúst 2010). „Richard Schiff Joins Criminal Minds Spinoff“. TV Guide. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júní 2011. Sótt 5. ágúst 2010.
 6. Persónan Sam Cooper á Criminal Minds: Suspect Behavior wikiasíðunni
 7. Persónan Beth Griffith á Criminal Minds: Suspect Behavior wikiasíðunni
 8. Persónan Jonathan Simms á Criminal Minds: Suspect Behavior wikiasíðunni
 9. Persónan Gina LaSalle á Criminal Minds: Suspect Behavior wikiasíðunni

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]