Kirsten Vangsness

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Kirsten Vangsness
Kirsten Vangsness
Kirsten Vangsness
FæðingarnafnKirsten Simone Vangsness
Fædd 7. júlí 1972 (1972-07-07) (48 ára)
Búseta Pasadena í Kaliforníu í Bandaríkjunum
Ár virk 1998 -
Helstu hlutverk
Penelope Garcia í Criminal Minds og Criminal Minds: Suspect Behavior

Kirsten Vangsness (fædd Kirsten Simone Vangsness, 7. júlí 1972) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Criminal Minds og Criminal Minds: Suspect Behavior sem Penelope Garcia.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Vangsness fæddist í Pasadena í Kaliforníu og er af norskum uppruna. Vangsness er samkynhneigð og hefur verið í sambandi með Melanie Goldstein síðan 2006.[1][2]

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

Vangsness byrjaði feril sinn í leikhúsi og hefur hún unnið til nokkurra verðlauna þar á meðal 15 Mintues of Female of Best Actress verðlaunin, Los Angeles Drama Critics verðlaunin sem Upprennandi grínleikkona og Golden Betty verðlaunin. Vangsness hefur komið fram í leikritum á borð við A Mulholland Christmas Carol, Fan Maroo og Steaming City.[3]

Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Vangsness var árið 2004 í Phil of the Future. Vangsness hefur síðan 2005 leikið eitt af aðalhlutverkunum í Criminal Minds sem Penelope Garcia.

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Vangsness var árið 1998 í Sometimes Santa´s Gotta Get Whacked. Síðan þá hefur Vangsness komið fram í kvikmyndum á borð við Tranny McGuyver, In My Sleep og A-List.

Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1998 Sometimes Santa´s Gotta Get Whacked Tannálfur
2006 A-List Blár
2008 Tranny McGuyver Sjónvarps fréttamaður
2009 Scream of the Bikini Innanhúshönnuður
2009 In My Sleep Madge
2012 The Chicago 8 Teiknari Kvikmyndatökum lokið
2012 Kill Me, Deadly Mona Livingston Kvikmyndatökur í gangi
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
2004 Phil of the Future Veronica Þáttur. Age Before Beauty
2004 LAX Stephanie 3 þættir
2010 Vampire Mob Laura Anderson ónefndir þættir
2010-2011 Pretty the Series Meredith Champagne 7 þættir
2011 Criminal Minds: Suspect Behavior Penelope Garcia 13 þættir
2011 Good Job, Thanks! Sálfræðingur Þáttur: It´s Just Theater Sweetie
2005-til dags Criminal Minds Penelope Garcia 143 þættir


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Waldon, Dave (23. september 2008). „Kirsten Vangsness Thrives on "Criminal Minds". AfterEllen.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 2012-05-30. Sótt 10. október 2008.
  2. „Untitled“. Criminal Minds Fanatic. 22. september 2009. Sótt 12. nóvember 2009.
  3. Kirsten Vangsness á Criminal Minds heimasíðunni á CBS sjónvarpsstöðinni

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]