Fara í innihald

Criminal Minds (6. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjötta þáttaröðin af Criminal Minds var frumsýnd 22. september 2010 og sýndir voru 24 þættir.

Leikaraskipti[breyta | breyta frumkóða]

Þann 25. júní 2010 birtust fréttir um að leikkonurnar A.J. Cook og Paget Brewster myndu yfirgefa þáttinn. A.J. Cook myndi koma fram í tveimur þáttum, á meðan Paget Brewster myndi yfirgefa þáttinn um mitt tímabilið. Þessi ákvörðun CBS kom ekki vel fyrir sjónir aðdáenda þar sem undirskriftunarlistar voru settir af stað til að halda leikkonunum inni.[1][2] Þann 29. september 2010 var tilkynnt að leikkonan Rachel Nichols myndi bætast í hópinn og að hún kæmi í staðinn fyrir A.J. Cook.[3]

Leikstjórn[breyta | breyta frumkóða]

Leikarinn Matthew Gray Gubler leikstýrði þættinum Lauren sem var lokaþáttur Paget Brewster í þáttaröðinni.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Aukaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
The Longest Night (Part 2) Edward Allen Bernero Edward Allen Bernero 22.09.2010 1 - 115
Lið AGD reynir að finna raðmorðingjann „Prince of Darkness“ sem hefur rænt Ellie, dóttur rannsóknarfulltrúans Matthew Spicers og ætla sér að nota hana í drápsæði sínu í Los Angeles.
JJ Erica Messer Charles S. Carroll 29.09.2010 2 - 116
JJ reynir að aðstoða foreldra stúlku sem hvarf skyndilega og á samatíma þarf hún að sætta sig við nýtt starfstilboð sem hún getur ekki neitað.
Remembrance of Things Past Janine Sherman Barrois Glenn Kershaw 06.10.2010 3 - 117
Þegar nokkrar konur finnast myrtar í Virginíu á sama hátt og röð morða sem áttu sér stað fyrir um 30 árum. Þá telur Rossi að sami morðinginn sé á bakvið bæði morðin.
Compromising Positions Breen Frazier Guy Norman Bee 13.10.2010 4 - 118
Lið AGD ferðast til Akron, Ohio þar sem þau rannsaka röð morða á hjónum, sem eru neydd til þess að hafa samfarir áður en þau eru myrt. Á samatíma þá reynir Hotch að finna staðgengil fyrir „JJ“.
Safe Haven Alicia Kirk Andy Wolk 20.10.2010 5 - 119
Lið AGD er kallað til Miðvesturríkjanna þar sem morðóður raðmorðingi ræðst á fjölskyldur í Nebraska og Iowa. Á samatíma þá fær Morgan óvænta heimsókn.
Devil´s Night Randy Huggins Charles Haid 27.10.2010 6 – 120
Seinustu þrjú ár þá hafa manneskjur verið brenndar á lífi kvöldið fyrir Hrekkjavökuna í Detroit. Frekari rannsókn leiðir í ljós að fórnarlömbin eru ekki valin af handahófi af morðingjanum.
Middle Man Rick Dunkle Rob Spera 03.11.2010 7 - 121
Lið AGD ferðast til Indiana, til að finna hóp raðmorðingja sem drepa fatafellu og skilja síðan líkin eftir á kornökrum.
Reflection of Desire Simon Mirren Anna Foerster 10.11.2010 8 - 122
Lið AGD rannakar röð morða þar sem raðmorðinginn sker varirnar af fórnarlömbunum sínum. Eftir að hafa fengið upplýsingar um persónulegt líf Garcia þá á liðið auðveldara með að finna morðingjann.
Into the Woods Kimberly Ann Harrison Glenn Kershaw 17.11.2010 9 - 123
Lið AGD ferðast til Appalachia-gönguleiðarinnar eftir að lík af ungum drengi finnst þar. Frekari rannsókn leiðir í ljós röð drengjahvarfa meðfram gönguleiðinni.
What Happens at Home Edward Allen Bernero Jan Eliasberg 08.12.2010 10 - 121
Lið AGD ferðast til Las Cruces, New Mexico þegar röð morða á konum í afgirtu úthverfi eiga sér stað. Á samatíma þá biður Hotch ungan nema við Alríkislögregluna um aðstoð, þar sem fortíð hans gæti veitt innsýn inn í málið.
25 to Life Erica Messer Charles S. Carroll 15.12.2010 11 - 125
Morgan gefur vitnisburð um að Don Sanderson hafi snúið lífi sínu við og ætti að vera laus úr fangelsi. En eftir að hafa verið laus úr fangelsi í þrjú daga þá drepur hann mann að nafni Tom Whittman.
Corazon Katarina Wittich John Gallagher 19.01.2011 12 - 126
Lið AGD rannsakar röð trúarlega morða í Miami.
The Thirteenth Step Janine Sherman Barrois Doug Aarniokoski 26.01.2011 13 – 127
Ung ástfangið par skilur eftir sig blóði drifna slóð um Montana. Prentiss fær átakanlegar fréttir frá fyrrverandi yfirmanni sínum hjá Interpol.
Sense Memory Randy Huggins Rob Spera 09.02.2011 14 - 128
Lið AGD ferðast til Los Angeles til að rannsaka röð morða á konum sem hafa drukknað, ásamt því að hluti af húðinni vantar á fæturnar þeirra.
Today I Do Alicia Kirk Ali Selim 16.02.2011 15 - 129
Lið AGD leitar að lífsþjálfara (life coach) sem rænir og drepur sjúklingana sína. Prentiss fær fréttir um að fyrrverandi samstarfsfélagi hennar er látinn.
Coda Rick Dunkle Rob Hardy 23.02.2011 16 – 130
Reid reynir að kynnast einhverfum pilti sem varð vitni að því þegar foreldrar hans voru rændir í Lafayette, Louisiana.
Valhalla (Part 1) Simon Mirren & Erica Messer Charles S. Carroll 02.03.2011 17 - 131
Eftir röð grunnsamlegra morða, þá grunar Prentiss að gamall óvinur hennar, Ian Doyle tengist málinu.
Lauren (Part 2) Breen Frazier Matthew Gray Gubler 16.03.2011 18 - 132
Þegar Prentiss hvefur eftir að hafa hitt Ian Doyle, þá reynir lið AGD með aðstoð JJ að finna hana áður en það verður of seint.
With Friends Like These.... Janine Sherman Barrios Anna Foerster 30.03.2011 19 – 133
Lið AGD er kallað til Portlands til að finna hóp morðingja sem drepur á hverju kvöldi.
Hanley Waters Alicia Kirk og Randy Huggins Jeese Warn 06.04.2011 20 - 134
Lið AGD rannsakar röð morða í Flórída sem framkvæmd eru af móður sem nýlega missti son sinn. Á samatíma þá reyna meðlimir liðsins að komast yfir dauða Prentiss.
The Stranger Kimberly Ann Harrison og Rick Dunkle Nelson McCormick 13.04.2011 21 - 135
Lið AGD eltist við eltihrellli sem ræðst á háskólanema í San Diego.
Out of the Light Jim Clemente og Brenn Frazier Doug Aarniokoski 04.05.2011 22 - 136
Lið AGD er kallað til Norður-Karólínu þegar kona finnst illa slösuð og önnur kona hverfur. Við komuna þá uppgvötar liðið að það eru fleiri fórnarlömb.
Big Sea Jim Clemente og Breen Frazier Glenn Kershaw 11.05.2011 23 - 137
Fjöldagröf finnst á sjávarbotni út fyrir Jacksonville en málið verður flóknara fyrir Morgan þegar frænka hans grunar að dóttir hennar sé eitt af fórnarlömbunum.
Supply & Demand Erica Messer Charles S. Carroll 18.05.2011 24 - 138
Lið AGD með aðstoð fulltrúans Andi Swann úr Mannsalsdeildinni, reynir að finna mannsalshring þegar tvö lík finnast í bíl. Hotchner gefur liðinu upplýsingar sem gæti breytt liðinu til frambúðar. Rossi fær fréttir frá gömlum félaga.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. febrúar 2011. Sótt 5. desember 2011.
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. janúar 2011. Sótt 5. desember 2011.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. nóvember 2010. Sótt 5. desember 2011.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]