Criminal Minds (6. þáttaröð)
Útlit
Sjötta þáttaröðin af Criminal Minds var frumsýnd 22. september 2010 og sýndir voru 24 þættir.
Leikaraskipti
[breyta | breyta frumkóða]Þann 25. júní 2010 birtust fréttir um að leikkonurnar A.J. Cook og Paget Brewster myndu yfirgefa þáttinn. A.J. Cook myndi koma fram í tveimur þáttum, á meðan Paget Brewster myndi yfirgefa þáttinn um mitt tímabilið. Þessi ákvörðun CBS kom ekki vel fyrir sjónir aðdáenda þar sem undirskriftunarlistar voru settir af stað til að halda leikkonunum inni.[1][2] Þann 29. september 2010 var tilkynnt að leikkonan Rachel Nichols myndi bætast í hópinn og að hún kæmi í staðinn fyrir A.J. Cook.[3]
Leikstjórn
[breyta | breyta frumkóða]Leikarinn Matthew Gray Gubler leikstýrði þættinum Lauren sem var lokaþáttur Paget Brewster í þáttaröðinni.
Aðalleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Thomas Gibson sem Aaron Hotchner
- Joe Mantegna sem David Rossi
- Shemar Moore sem Derek Morgan
- Paget Brewster sem Emily Prentiss (Þættir 1-18)
- Matthew Gray Gubler sem Dr. Spencer Reid
- A.J. Cook sem Jennifer JJ Jareau (Þættir 1-2, 18 og 24)
- Kirsten Vangsness sem Penelope Garcia
- Rachel Nichols sem Ashley Seaver (Þættir 10-12, 15-24)
Aukaleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Jayne Atkinson sem Erin Strauss
Þættir
[breyta | breyta frumkóða]Titill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
---|---|---|---|---|
The Longest Night (Part 2) | Edward Allen Bernero | Edward Allen Bernero | 22.09.2010 | 1 - 115 |
Lið AGD reynir að finna raðmorðingjann „Prince of Darkness“ sem hefur rænt Ellie, dóttur rannsóknarfulltrúans Matthew Spicers og ætla sér að nota hana í drápsæði sínu í Los Angeles. | ||||
JJ | Erica Messer | Charles S. Carroll | 29.09.2010 | 2 - 116 |
JJ reynir að aðstoða foreldra stúlku sem hvarf skyndilega og á samatíma þarf hún að sætta sig við nýtt starfstilboð sem hún getur ekki neitað. | ||||
Remembrance of Things Past | Janine Sherman Barrois | Glenn Kershaw | 06.10.2010 | 3 - 117 |
Þegar nokkrar konur finnast myrtar í Virginíu á sama hátt og röð morða sem áttu sér stað fyrir um 30 árum. Þá telur Rossi að sami morðinginn sé á bakvið bæði morðin. | ||||
Compromising Positions | Breen Frazier | Guy Norman Bee | 13.10.2010 | 4 - 118 |
Lið AGD ferðast til Akron, Ohio þar sem þau rannsaka röð morða á hjónum, sem eru neydd til þess að hafa samfarir áður en þau eru myrt. Á samatíma þá reynir Hotch að finna staðgengil fyrir „JJ“. | ||||
Safe Haven | Alicia Kirk | Andy Wolk | 20.10.2010 | 5 - 119 |
Lið AGD er kallað til Miðvesturríkjanna þar sem morðóður raðmorðingi ræðst á fjölskyldur í Nebraska og Iowa. Á samatíma þá fær Morgan óvænta heimsókn. | ||||
Devil´s Night | Randy Huggins | Charles Haid | 27.10.2010 | 6 – 120 |
Seinustu þrjú ár þá hafa manneskjur verið brenndar á lífi kvöldið fyrir Hrekkjavökuna í Detroit. Frekari rannsókn leiðir í ljós að fórnarlömbin eru ekki valin af handahófi af morðingjanum. | ||||
Middle Man | Rick Dunkle | Rob Spera | 03.11.2010 | 7 - 121 |
Lið AGD ferðast til Indiana, til að finna hóp raðmorðingja sem drepa fatafellu og skilja síðan líkin eftir á kornökrum. | ||||
Reflection of Desire | Simon Mirren | Anna Foerster | 10.11.2010 | 8 - 122 |
Lið AGD rannakar röð morða þar sem raðmorðinginn sker varirnar af fórnarlömbunum sínum. Eftir að hafa fengið upplýsingar um persónulegt líf Garcia þá á liðið auðveldara með að finna morðingjann. | ||||
Into the Woods | Kimberly Ann Harrison | Glenn Kershaw | 17.11.2010 | 9 - 123 |
Lið AGD ferðast til Appalachia-gönguleiðarinnar eftir að lík af ungum drengi finnst þar. Frekari rannsókn leiðir í ljós röð drengjahvarfa meðfram gönguleiðinni. | ||||
What Happens at Home | Edward Allen Bernero | Jan Eliasberg | 08.12.2010 | 10 - 121 |
Lið AGD ferðast til Las Cruces, New Mexico þegar röð morða á konum í afgirtu úthverfi eiga sér stað. Á samatíma þá biður Hotch ungan nema við Alríkislögregluna um aðstoð, þar sem fortíð hans gæti veitt innsýn inn í málið. | ||||
25 to Life | Erica Messer | Charles S. Carroll | 15.12.2010 | 11 - 125 |
Morgan gefur vitnisburð um að Don Sanderson hafi snúið lífi sínu við og ætti að vera laus úr fangelsi. En eftir að hafa verið laus úr fangelsi í þrjú daga þá drepur hann mann að nafni Tom Whittman. | ||||
Corazon | Katarina Wittich | John Gallagher | 19.01.2011 | 12 - 126 |
Lið AGD rannsakar röð trúarlega morða í Miami. | ||||
The Thirteenth Step | Janine Sherman Barrois | Doug Aarniokoski | 26.01.2011 | 13 – 127 |
Ung ástfangið par skilur eftir sig blóði drifna slóð um Montana. Prentiss fær átakanlegar fréttir frá fyrrverandi yfirmanni sínum hjá Interpol. | ||||
Sense Memory | Randy Huggins | Rob Spera | 09.02.2011 | 14 - 128 |
Lið AGD ferðast til Los Angeles til að rannsaka röð morða á konum sem hafa drukknað, ásamt því að hluti af húðinni vantar á fæturnar þeirra. | ||||
Today I Do | Alicia Kirk | Ali Selim | 16.02.2011 | 15 - 129 |
Lið AGD leitar að lífsþjálfara (life coach) sem rænir og drepur sjúklingana sína. Prentiss fær fréttir um að fyrrverandi samstarfsfélagi hennar er látinn. | ||||
Coda | Rick Dunkle | Rob Hardy | 23.02.2011 | 16 – 130 |
Reid reynir að kynnast einhverfum pilti sem varð vitni að því þegar foreldrar hans voru rændir í Lafayette, Louisiana. | ||||
Valhalla (Part 1) | Simon Mirren & Erica Messer | Charles S. Carroll | 02.03.2011 | 17 - 131 |
Eftir röð grunnsamlegra morða, þá grunar Prentiss að gamall óvinur hennar, Ian Doyle tengist málinu. | ||||
Lauren (Part 2) | Breen Frazier | Matthew Gray Gubler | 16.03.2011 | 18 - 132 |
Þegar Prentiss hvefur eftir að hafa hitt Ian Doyle, þá reynir lið AGD með aðstoð JJ að finna hana áður en það verður of seint. | ||||
With Friends Like These.... | Janine Sherman Barrios | Anna Foerster | 30.03.2011 | 19 – 133 |
Lið AGD er kallað til Portlands til að finna hóp morðingja sem drepur á hverju kvöldi. | ||||
Hanley Waters | Alicia Kirk og Randy Huggins | Jeese Warn | 06.04.2011 | 20 - 134 |
Lið AGD rannsakar röð morða í Flórída sem framkvæmd eru af móður sem nýlega missti son sinn. Á samatíma þá reyna meðlimir liðsins að komast yfir dauða Prentiss. | ||||
The Stranger | Kimberly Ann Harrison og Rick Dunkle | Nelson McCormick | 13.04.2011 | 21 - 135 |
Lið AGD eltist við eltihrellli sem ræðst á háskólanema í San Diego. | ||||
Out of the Light | Jim Clemente og Brenn Frazier | Doug Aarniokoski | 04.05.2011 | 22 - 136 |
Lið AGD er kallað til Norður-Karólínu þegar kona finnst illa slösuð og önnur kona hverfur. Við komuna þá uppgvötar liðið að það eru fleiri fórnarlömb. | ||||
Big Sea | Jim Clemente og Breen Frazier | Glenn Kershaw | 11.05.2011 | 23 - 137 |
Fjöldagröf finnst á sjávarbotni út fyrir Jacksonville en málið verður flóknara fyrir Morgan þegar frænka hans grunar að dóttir hennar sé eitt af fórnarlömbunum. | ||||
Supply & Demand | Erica Messer | Charles S. Carroll | 18.05.2011 | 24 - 138 |
Lið AGD með aðstoð fulltrúans Andi Swann úr Mannsalsdeildinni, reynir að finna mannsalshring þegar tvö lík finnast í bíl. Hotchner gefur liðinu upplýsingar sem gæti breytt liðinu til frambúðar. Rossi fær fréttir frá gömlum félaga. | ||||
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. febrúar 2011. Sótt 5. desember 2011.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. janúar 2011. Sótt 5. desember 2011.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. nóvember 2010. Sótt 5. desember 2011.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Criminal Minds (season 6)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 5. desember 2011.
- Criminal Minds á Internet Movie Database
- Sjötta þáttaröðin af Criminal Minds á Criminal Minds wikiasíðunni
- Sjötta þáttaröðin af Criminal Minds á CBS sjónvarpsstöðinni Geymt 27 nóvember 2011 í Wayback Machine