Criminal Minds (3. þáttaröð)
Útlit
Þriðja þáttaröðin af Criminal Minds var frumsýnd 27. september 2007 og sýndir voru 20 þættir. Upprunalega átti að sýna 25 þætti en vegna verkfalls handritshöfunda þá voru aðeins þrettán þættir sýndir fyrir verkfallið og sjö þættir bættust við eftir það.
Leikaraskipti
[breyta | breyta frumkóða]Mandy Patinkin vildi yfirgefa þáttinn, þar sem honum líkaði ekki ofbeldið í honum.[1] Var honum skipt út fyrir Joe Mantegna sem kom fyrst fram í þætti sex.
Aðalleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Mandy Patinkin sem Jason Gideon (Þættir 1-2)
- Thomas Gibson sem Aaron Hotchner
- Joe Mantegna sem David Rossi (Þættir 6-20)
- Shemar Moore sem Derek Morgan
- Paget Brewster sem Emily Prentiss
- Matthew Gray Gubler sem Dr. Spencer Reid
- A.J. Cook sem Jennifer JJ Jareau
- Kirsten Vangsness sem Penelope Garcia
Aukaleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Jayne Atkinson sem Erin Strauss
Þættir
[breyta | breyta frumkóða]Titill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
---|---|---|---|---|
Doubt | Chris Mundy | Gloria Muzio | 27.09.2007 | 1 - 46 |
Lið AGD ferðast til háskóla í Flagstaff, Arizona þar sem raðmorðingi ræðst á dökkhærðar konur. Seinasta rannsóknarmálið sem Jason Gideon vinnur að. | ||||
In Name and Blood (In Birth and Death) | Chris Mundy | Edward Allen Bernero | 03.10.2007 | 2 - 47 |
Gideon er horfinn, ásamt því að Hotch og Prentiss hafa yfirgefið liðið. Þarf liðið að ferðast til Milwaukee þar sem raðmorðingi rænir konum um miðjan daginn með aðstoð sonar síns. Erin Strauss tekur yfir stjórn liðsins á meðan. | ||||
Scared to Death | Erica Messer og Debra J. Fisher | Félix Enríquez Alcalá | 10.10.2007 | 3 - 48 |
Lið AGD ferðast til Portland, Oregon þegar fjöldagröf finnst og frekari rannsókn leiði í ljós að fórnarlömbin hafa öll nýlega flutt til Portland, með engin félagsleg tengsl við borgina. | ||||
Children of the Dark | Jay Beattie og Dan Dworkin | Guy Norman Bee | 17.10.2007 | 4 - 49 |
Lið AGD ferðast til Denver, þegar heilu fjölskyldurnar eru myrtar. | ||||
Seven Seconds | Andi Bushell | John E. Gallagher | 24.10.2007 | 5 - 50 |
Lið AGD aðstoðar lögregluna í Woodbrigde, Virginíu þegar sex ára stúlku er rænt í verslunarmiðstöð. | ||||
About Face | Charles Murray | Skipp Sudduth | 31.10.2007 | 6 – 51 |
Gamall meðlimur AGD, David Rossi, snýr aftur og ferðast lið AGD til Dallas þegar raðmorðingi hræðir fórnarlömb sín með „týndum“ veggspjöldum áður en hann rænir þeim. | ||||
Identity | Oanh Ly | Gwyneth Horder-Payton | 07.11.2007 | 7 - 52 |
Lið AGD ferðast til Montana þar sem þremur konum höfðu verið rænt og myrtar. Þegar fjórðu konunni er rænt leiðir rannsóknin liðið að manni sem hefur tekið upp einkenni félaga síns sem hafði framið sjálfsmorð fyrr um daginn. Byggt á Lake og Ng. | ||||
Lucky (Part 1) | Andrew Wilder | Steve Boyum | 14.11.2007 | 8 - 53 |
Lið AGD eltist við satanískan-mannætu raðmorðingja í Bridgewater, Flórída. Morgan byrjar að efast um trú sína og á sama tíma þá kynnist Garcia drauma manni sínum en fyrsta stefnumót hennar með honum endar með því að hann skýtur hana til bana. | ||||
Penelope (Part 2) | Chris Mundy | Félix Enríquez Alcalá | 21.11.2007 | 9 - 54 |
Á meðan Garcia berst fyrir lífi sínu, þá reynir lið AGD að finna byssumanninn. | ||||
True Night | Edward Allen Bernero | Edward Allen Bernero | 28.11.2007 | 10 - 55 |
Lið AGD ferðast til Los Angeles til að rannsaka röð morða á klíkumeðlimum með tengsl við myndasöguhöfund. | ||||
Birthright | Erica Messer & Debra J. Fisher | John E. Gallagher | 12.12.2007 | 11 - 56 |
Lið AGD ferðast til Fredericksburg í Virginíu þegar ungar konur hverfa og finnast myrtar. Frekari rannsókn leiðir í ljós samskonar morð sem áttu sér stað fyrir tveimur áratugum. | ||||
3rd Life | Simon Mirren | Anthony Hemingway | 09.01.2008 | 12 - 57 |
Þegar tveim unglingsstúlkum er rænt í Chula Vista, Kaliforníu, þá reynir lið AGD að greina ræningjana en málið verður flóknara þegar þau uppgvöta að önnur stúlkan er í vitnaverndinni ásamt föður sínum. | ||||
Limelight | Jay Beattie og Dan Dworkin | Glenn Kershaw | 23.01.2008 | 13 – 58 |
Þegar innihald geymslu sýnir alvarlegt hugarástand raðmorðingja þá ferðast lið AGD til Philadelphiu, til að aðstoða lögregluna í leit sinni að morðingjanum. | ||||
Damaged | Edward Allen Bernero | Edward Allen Bernero | 02.04.2008 | 14 - 59 |
20 ára gamalt morðmál heltekur Rossi og ferðast hann til Indianapolis til þess að loka málinu. Morgan, Prentiss og JJ ferðast einnig til Indianapolis til að aðstoða Rossi. Á sama tíma þá eru Hotch og Reid að taka viðtal við raðmorðingja á dauðadeild í fangelsi í Connecticut. Byggt á viðtali Robert Kesslers við Edmund Kemper. | ||||
A Higher Power | Michael Udesky | Félix Enríquez Alcalá | 09.04.2008 | 15 - 60 |
Lið AGD er kallað til Pittsburgh þegar röð sjálfmorða á sér stað. | ||||
Elephant´s Memory | Andrew Wilder | Bobby Roth | 16.04.2008 | 16 – 61 |
Lið AGD er kallað til West Bune, smábæjar í Texas, til að rannsaka röð morða sem tengjast unglingspilti og kærustu hans, sem eru bæði fórnarlömb eineltis. | ||||
In Heat | Andi Bushell | John E. Gallagher | 30.04.2008 | 17 - 62 |
Lið AGD ferðast til Miami þegar raðmorðingji drepur menn sem eru samkynkneigðir. Á samatíma á JJ erfitt með að viðurkenna samband sitt við Will. | ||||
The Crossing | Erica Messer og Debra J. Fisher | Guy Norman Bee | 07.05.2008 | 18 - 63 |
Lið AGD reynir að finna eltihrelli áður en hann ræðst á konu sem hann er yfirsig hrifinn af. Á samatíma þá eru Hotch og Rossi kallaðir inn sem ráðgjafar í máli þar sem kona drap eiginmann sinn, segist hafa verið beitt andlegu ofbeldi af honum. | ||||
Tabula Rosa | Jay Beattie og Don Dworkin | Steve Boyum | 14.05.2008 | 19 - 64 |
Grunaður raðmorðingi vaknar upp úr dái en er minnislaus og man ekki eftir að hafa framið morðin fjórum árum áður. | ||||
Lo-Fi (Part 1) | Chris Mundy | Glenn Kershaw | 21.05.2008 | 20 - 65 |
Lið AGD ferðast til New York þegar röð tilviljunarkenndra morða eiga sér stað. Frekari rannsókn leiðir í ljós að fleiri en einn byssumaður sé í gangi. Þátturinn endar með því að hver meðlimur liðsins labbar í áttina að jeppa sem síðan springur í lok þáttarins. | ||||
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Patinkin may be losing his 'Minds'“. The Hollywood Reporter. 13. júlí 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. október 2007. Sótt 6. júlí 2008.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Criminal Minds (season 3)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. nóvember 2011.
- Criminal Minds á Internet Movie Database
- Þriðja þáttaröð Criminal Minds á CBS sjónvarpstöðinni Geymt 5 desember 2011 í Wayback Machine
- Þriðja þáttaröð Criminal Minds á Criminal Minds wikiasíðunni