Fara í innihald

Joe Mantegna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Joe Mantegna
Mantegna, 2010
Mantegna, 2010
Upplýsingar
FæddurJoseph Anthony Mantegna, Jr.
13. nóvember 1947 (1947-11-13) (77 ára)
Ár virkur1976 -
Helstu hlutverk
Joey Zasa í The Godfather Part III
Fat Tony í Simpsonfjölskyldunni
Will Girardi í Joan of Arcadia
David Rossi í Criminal Minds

Joe Mantegna (fæddur Joseph Anthony Mantegna, Jr., 13. nóvember 1947) er bandarískur leikari, kvikmyndaframleiðandi, leikstjóri og handritshöfundur sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Criminal Minds, The Godfather Part III og Simpsonfjölskyldunni.

Mantegna er fæddur og uppalinn í Chicago í Illinois og er af ítölskum uppruna. Útskrifaðist með gráðu í leiklist frá Goodman School of Drama (the Theatre School við DePaul háskólann) árið 1979.[1]

Mantegna hefur verið giftur Arlene Vrhel síðan 1975 og saman eiga þau tvö börn.

Síðan 2006, hefur Mantegna verið meðkynnir ásamt Gary Sinise á National Memorial Day tónleikunum í Washington.[2]

Þann 29. apríl, 2011 fékk Mantenga stjörnu á Hollywood Walk of Fame göngugötuna.[3]

Fyrsta hlutverk Mantegna í leikhúsi var árið 1969 í Hárinu og kom fyrst fram á Broadway árið 1978 í Working. Mantegna var meðhöfundur að verðlunaleikritinu Bleacher Bums sem var fyrst sýnt í Organic Theater Company í Chicago, þar sem Mantegna var einn af leikurunum.[4][5] Árið 1984 fékk Mantegna bæði Tony verðlaunin og Joseph Jefferson verðlaunin fyrir hlutverk sitt sem Richard Roma í leikritinu Glengarry Glen Ross eftir Pulitzer Prize verðlaunahafann David Mamet.[6] Mantegna hefur einnig komið fram í leikritum á borð við The Wonderful Ice Cream Suit, Speed the Plow og A Life in the Theater, ásamt því að leikstýra Lakeboat eftir David Mamet með Ed O'Neil og George Wendt í aðalhlutverkum.

Fyrsta sjónvarpshlutverk Mantegna var árið 1979 í Elvis og sama ár lék hann í sjónvarpsmyndinni Bleacher Bums sem var gerð eftir samnefndu leikriti sem hann var meðhöfundur að. Kom hann síðan fram í þáttum á borð við Soap, Open All Night, Comedy Zone, The Twilight Zone og Frasier. Árið 2003 var honum boðið hlutverk í Joan of Arcadia sem Will Girardi, sem hann lék til ársins 2005. Mantegna hefur síðan 1993 ljáð persónunni Fat Tony rödd sína í Simpsonfjölskyldunni. Hefur síðan 2007 leikið eitt af aðalhlutverkunum í Criminal Minds sem David Rossi.

Mantegna, 2009

Fyrsta kvikmyndahlutverk Mantegna var árið 1976 í Medusa Challenger og kom síðan fram í kvikmyndum á borð við A Steady Rain, Second Thoughts, The Money Pit, Three Amigos og Suspect. Árið 1990 var Mantegna boðið hlutverk í The Godfather Part III sem Joey Zaza. Mantegna hefur síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Up Close & Personal, Thinner, Celebrity, Liberty Heights, Off Key, Stateside, The Simpsons Movie, Lonely Street og Cars 2.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1976 Medusa Challenger Joe
1978 Towing Chris
1978 A Steady Rain ónefnt hlutverk
1979 To Be Announced ónefnt hlutverk
1980 Xanadu Senum var eytt
1983 Second Thoughts Orderly
1985 Compromising Positions Bruce Fleckstein
1986 The Money Pit Art Shirk
1986 Off Beat Pete Peterson
1986 !Three Amigos Harry Flugleman
1987 Critical Condition Arthur Chambers
1987 House of Games Mike
1987 Weeds Carmine
1987 Suspect Charlie Stella
1988 Things Change Jerry
1989 Wait Until Spring, Bandini Bandini
1990 The Godfather Part III Joey Zasa
1990 Alice Joe
1991 Queens Logic Al
1991 Homicide Bobby Gold
1991 Bugsy George
1993 Body of Evidence Robert Garrett
1993 Family Prayers Martin Jacobs
1993 Searching for Bobby Fischer Fred Waitzkin
1994 Baby´s Day Out Eddie
1994 Airheads Ian
1995 Captein Nuke and the Bomber Boys Joey Franelli
1995 For Better or Worse Stone
1995 Forget Paris Andy
1995 Above Suspicion Alan Rhinehart
1996 Eye for an Eye Rannsóknarfulltrúi Denillo
1996 Up Close & Personal Bucky Terranova
1996 Underworld Frank Gavilan/Frank Cassady/Richard Essex
1996 Albino Alligator A.T.F. fulltrúinn G.D. Browning
1996 Thinner Richie Ginelli
1996 Persons Unknown Jim Holland
1998 Jerry and Tom Tom
1998 The Wonderful Ice Cream Suit Gomez
1998 For Hire Alan Webber
1998 Hoods Angelo ´Ange´ Martinelli
1998 Celebrity Tony Gardella
1998 Boy Meets Girl II Magnifico
1999 Airspeed Raymond Stone
1999 Erroer in Judgment Eric
1999 The Runner Rocco
1999 Liberty Heights Nate Kurtzman
2000 Lakeboat Maður við hliðið óskráður á lista
2000 Body and Soul Alex Dumas
2000 More Dogs Than Bones Desalvo
2000 The Last Producer ónefnt hlutverk óskráður á lista
2001 Fall Fulltrúinn Jim Danaher
2001 The Trumpet of the Swan Monty Talaði inn á
2001 Laguna Nicola Pianon
2001 Off Key Ricardo Palacios
2002 Mother Ghost Jerry
2003 Uncle Nino Robert Micelli
2004 First Flight Robert Sloan
2004 Stateside Gil Deloach
2004 Pontormo Pontormo (Jacopo Carrucci)
2005 Nine Lives Richard
2005 Edmond Maður á bar
2005 The Kid & I Davis Roman
2006 Club Soda Mike
2007 Elivs and Anabelle Charlie
2007 Naked Fear Fógetinn Tom Benike
2007 Cougar Club Mr. Stack
2007 The Simpsons Movie Fat Tony Talaði inn á
2007 Stories USA Mike Partur: Club Soda
2008 Hank and Mike Mr. Pan
2008 West of Brooklyn Gaetano D´Amico
2008 Witness Protection Dr. Rondog ´Doc´ Savage
2008 Redbelt Jerry Weiss
2008 Childless Richard
2008 Who´s Wagging Who? Rudy Talaði inn á
2009 Lonely Street Jerry Finkelman
2009 My Suicide Inverskur geðlæknir
2009 The Assistants Gary Greene
2009 The House That Jack Built Jack Jr.
2010 Pop Shock Billy
2010 Valentine´s Day Reiður bílstjóri
2010 Hannah Mantegna Hannah Mantegna
2011 Cars 2 Grem Talaði inn á
2011 Sacks West ónefnt hlutverk
2012 Kill Me, Deadly Bugsy Siegel Kvikmyndatökur í gangi
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1979 Elvis Joe Esposito Sjónvarpsmynd
1979 Bleacher Bums Decker Sjónvarpsmynd
1980-1981 Soap Juan One 7 þættir
1981 It´s a Living Louis Allen Þáttur: Of Mace and Men
1981 Bosom Buddies The Sheik Þáttur: On the Road to Monte Carlo
1981 Open All Night Change / Arabi 2 þættir
1982 The Greatest American Hero Juan, starfsmaður hjá FAA Þáttur: Now You Seet It
1982 Archie Bunker´s Place Joe Carver Þáttur: Of Mice and Bunker
1982 Simon & Simon Henry Þáttur: Emeralds Are Not a Girl´s Best Friend
1984 The Outlaws Yuri Sjónvarpsmynd
1984 Comedy Zone Ýmsir 2 þættir
1985 Big Shots in America Jovan Joey Shagula Sjónvarpsmynd
1987 The Twilight Zone Harry Dobbs 2 þættir
1992 The Comrades of Summer Sparky Smith Sjónvarpsmynd
1992 The Water Engine Lawrence Oberman Sjónvarpsmynd
1993 Fallen Angels Carl Streeter Þáttur: The Quiet Room
1993 Saturday Night Live Bill Swerski Þáttur: Danny DeVito/Bon Jovi
óskráður á lista
1993 Frasier Derek Mann Þáttur: I Hate Frasier Crane
1994 State of Emergency Dr. John Novelli Sjónvarpsmynd
1995 Favorite Deadly Sins Frank Musso Sjónvarpsmynd
1997 Duckman: Private Dick/Family Man Ruby Richter 2 þættir
1997 The Last Don Pippi De Lena ónefndir þættir
1997 A Call to Remember David Tobias Sjónvarpsmynd
1997 Rugrats Jack Montello / Gestur nr. 2 Þáttur: The Matress/Looking for Jack
Talaði inn á
1997 Face Down Bob Signorelli Sjónvarpsmynd
1997 Merry Christmas, George Bailey Joseph/Nick Sjónvarpsmynd
1998 The Great Empire: Rome Kynnir Sjónvarpsmynd
1998 The Last Don II Pippi De Lena ónefndir þættir
1998 The Rat Pack Dean Martin Sjónvarpsmynd
1999 Spenser: Small Vices Spenser Sjónvarpsmynd
1999 My Little Assassin Fidel Castro Sjónvarpsmynd
2000 Thin Air Spenser Sjónvarpsmynd
2001 Walking Shadow Spenser Sjónvarpsmynd
2002 First Monday Dómarinn Joseph Novelli 13 þættir
2002 Women vs. Men Michael Sjónvarpsmynd
2002 And Thou Shalt Honor Kynnir Sjónvarpsmynd
2004 A Very Married Christmas Frank Griffin Sjónvarpsmynd
2003-2005 Joan of Arcardia Will Girardi 45 þættir
2006 Let Go Jack Rossati Sjónvarpsmynd
2006 Kim Possible Jimmy Blamhammer Þáttur: And the Mole-Rat Will Be CGI
Talaði inn á
2007-2008 The Starter Wife Lou Manahan 8 þættir
1991-til dags Simpsonfjölskyldan Fat Tony 25 þættir
2007-til dags Criminal Minds David Rossi 94 þættir


Ár Leikrit Hlutverk
1969 Hair
1978 Working Emilio Hernandez / Dave McCormick
1978 Bleacher Bums Handritshöfundur að leikritinu
1984-1985 Glengarry Glen Ross Richard Roma
1988 Speed-the-Plow Bobby Gould
???? "A Life in the Theater"
???? "The Disappearance of the Jews"
???? Lakeboat Leikstjóri leikritsins
???? The Wonderful Ice Cream Suit
???? Cops

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Capri, Hollywood

  • 2011: Capri Italian American verðlaunin.

Chicago Film Critics Association verðlaunin

  • 1999: Commitment to Chicago verðlaunin.
  • 1992: Tilnefndur sem besti leikari fyrir Homicide.

Drama Desk verðlaunin

  • 1984: Tilnefndur sem besti leikari fyrir Speed-the-Plow.
  • 1988: Verðlaun sem besti leikari fyrir Glengarry Glen Ross.

Emmy verðlaunin

  • 2007: Tilnefndur sem besti aukaleikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir The Starter Wife.
  • 1999: Tilnefndur sem besti aukaleikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir The Rat Pack.
  • 1997: Tilnefndur sem besti aukaleikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir The Last Don.

Golden Globes, USA

  • 1999: Tilnefndur sem besti aukaleikari í sjónvarpsseríu, míniseríu eða kvikmynd fyrir The Rat Pack.

Gotham verðlaunin

  • 2005: Tilnefndur sem besta leikaralið fyrir Nine Lives.

Joseph Jefferson verðlaunin

  • 1984: Verðlaun sem besti aukaleikari fyrir Glengarry Glen Ross.
  • 1977: Tilnefndur sem besti aukaleikari fyrir Volpone.
  • 1974: Tilnefndur sem besti leikari fyrir The Wonderful Ice Cream Suit.

London Critics Circle Film verðlaunin

  • 1992: Tilnefndur sem leikari ársins fyrir Homicide.

Newport Beach Kvikmyndahátíðin

Santa Monica Kvikmyndahátíðin

  • 2000: Moxie! Tribute verðlaunin.

Savannah Film and Video Festival

Tony verðlaunin

  • 1984: Verðlaun sem besti leikari fyrir Glengarry Glen Ross.

Venice Film Festival

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Joe Mantegna“. BuddyTV. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. september 2008. Sótt 19. september 2008.
  2. „Families of Disabled Vets | National Memorial Day Concert“. PBS. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. júní 2009. Sótt 4. apríl 2011.
  3. „Chicago Actor Joe Mantegna Honored with a Star on Hollywood's Walk of Fame“. 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. apríl 2011. Sótt 8. nóvember 2011.
  4. „Heimasíða Joe Mantegna“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. nóvember 2011. Sótt 8. nóvember 2011.
  5. Joe Mantegna á IMDB síðunni
  6. „Heimasíða Joe Mantegna“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. nóvember 2011. Sótt 8. nóvember 2011.