Airsoft

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Airsoft spilendur úti í skógi

Airsoft er hernaðaríþrótt og áhugamál sem líkist Paintball, þar sem tvö lið keppa og hvort um sig reynir að útrýma hinu liðinu. Notaðar eru airsoft byssur sem skjóta 6 mm plast kúlum, venjulega 0,2 g – 0,3 g þungar. Airsoft byssur eru skyldar loftbyssum og eru knúnar af þrýstilofti, nema airsoft byssur eru töluvert hættuminni en loftbyssur. Til eru þrjár tegundir af airsoft byssum, hleðslubatterí drifnar, gas drifnar og hlaða fyrir hvert skot.

Airsoft leikir eru svokallaðir „milsim“ (military simulation eða hernaðarlíking á íslensku) leikir, þar sem hópur manna klæðist felulitabúningum og nota airsoft byssur sem eru nákvæmar eftirlíkingar af alvöru skotvopnum. Airsoft spilendur vilja hafa það sem raunverulegast. Airsoft má leika hvort sem er innanhúss eða utan.

Kæruleysi með airsoft byssur getur valdið vandræðum, til dæmis ef airsoft vopn eru meðhöndluð innan um almenning (sem er stranglega bannað í flestum löndum), þá getur fólk orðið skelkað og haldið að þetta sé ekta skotvopn. Sjónskaðar hafa hlotist af óvarlegri meðhöndlun airsoftvopna ef menn gleyma að nota öryggisgleraugu við meðferð þeirra.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Airsoft á rætur að rekja til Asíu, þar sem skotvopn voru ólögleg í höndum óbreyttra borgara. Airsoft er enn eitt af frægustu íþróttum í Asíu, og eru airsoft byssur mest framleiddar þar: Japan, Kína, Taívan, Hong Kong og í Suður-Kóreu.

Airsoft er vinsæl íþrótt í Evrópu og Norður Ameríku. Mikill áhugi á Airsoft er í eftirfarandi löndum: Noregur, Svíþjóð, Færeyjar, Finnland, Danmörk, Þýskaland, Bretland, Frakkland, Eistland, Litháen, Lettland, Pólland, Austurríki, Sviss, Spánn, Ítalía, Tékkland, Írland, Slóvakía, Belgía, Ungverjaland, Króatía, Slóvenía, Portúgal, Búlgaría, Rúmenía, Tyrkland, Serbía, Rússland, Bandaríkin, Kanada og auðvitað á Íslandi, en samkvæmt íslenskum lögum eru eftirlíkingar af vopnum ekki leyfðar og finnst mörgum það vera úr takt við önnur lönd, því hin Norðurlöndin og mestöll Evrópa hafa samþykkt þessa íþrótt.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]