Magnús Jónsson (f. 1642)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Magnús Jónsson (164225. apríl 1694) var íslenskur lögmaður á 17. öld.

Magnús var sonur Jóns Magnússonar sýslumanns á Reykhólum, sonarsonar Ara í Ögri, og konu hans Jórunnar Magnúsdóttur lögmanns Björnssonar. Hann varð sýslumaður í Strandasýslu 1662 og þegar Þorleifur Kortsson sagði af sér lögmennsku á Alþingi 1679 var Magnús kjörinn í hans stað. Var það í seinasta skipti sem lögmaður var kjörinn á Alþingi. Hann var lögmaður til dauðadags. Magnús var stórauðugur og átti margar jarðir.

Í lögmannstíð Magnúsar var síðasti líflátsdómurinn fyrir galdra kveðinn upp á Íslandi, yfir Klemusi Bjarnasyni úr Strandasýslu, en dómnum var skotið til konungs, sem felldi niður dauðadóminn en dæmdi Klemus útlægan og dó hann í Kaupmannahöfn.

Magnús bjó í Mávahlíð á Snæfellsnesi og víðar en seinast átti hann heima á Ingjaldshóli. Kona hans var Guðrún Þorgilsdóttir (1650-1705) frá Brimilsvöllum. Margrét dóttir þeirra var kona Gísla Jónssonar bónda á Reykhólum og í Mávahlíð. Magnús átti líka laundóttur, Ingibjörgu, sem var gift Árna Jónssyni presti í Hvítadal.

Á Alþingi sumarið 1694, eftir að Magnús dó, gegndi Einar Eyjólfsson (um 164115. júlí 1695) í Traðarholti, sýslumaður í Rangárþingi og síðar Árnesþingi lögmannsstörfum. Hann var þó aldrei kjörinn eða skipaður lögmaður og er ekki talinn til þeirra.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Þorleifur Kortsson
Lögmaður norðan og vestan
(16791694)
Eftirmaður:
Lárus Gottrup