Fara í innihald

83. Óskarsverðlaunin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Óskarsverðlaunin 2011)

83. Óskarsverðlaunin áttu sér stað sunnudaginn 27. febrúar 2011 af Bandarísku kvikmyndaakademíunni. Athöfnin mun vera útvörpuð í Bandaríkjunum af sjónvarpsstöðinni ABC og hún mun fara fram í Kodak leikhúsinu. Kynnir kvöldsins munu vera leikararnir James Franco og Anne Hathaway.

Tilnefningarnar voru gerðar opinberar þann 25. janúar 2011. Flestar tilnefningar fengu kvikmyndirnar The King's Speech með tólf og Coen myndin True Grit með tíu. Teiknimyndin Leikfangasaga 3 var tilnefnd bæði sem besta teiknimynd og besta kvikmynd og er það þriðja teiknimyndin til þess að fá tilnefningu í þeim flokki en hinar eru Disney-myndirnar Fríða og dýrið og Upp.

Kynnar[breyta | breyta frumkóða]

Í nóvember 2010 tilkynnti Bandaríska kvikmyndaakademíanJames Franco og Anne Hathaway yrðu kynnarnir.[1] Ákvörðunin var tekin áður en að Franco var tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni 127 Hours og er það í fyrsta skipti síðan árið 1973 sem að kynnir hátíðarinnar hefur verið tilnefndur til verðlauna, en áður hafði það verið leikarinn Michael Caine sem að var tilnefndur fyrir myndina Sleuth. Anne Hathaway hafði einnig verið tilnefnd til Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn í myndinni Love and Other Drugs en hún hlaut ekki tilnefningu til Óskarsins. Hathaway, sem að er 28 ára, verður sú yngsta til þess að starfa sem kynnir á verðlaunaathöfninni frá upphafi. [2]

Tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

Tilnefningarnar fyrir 83. Óskarsverðlaunin voru tilkynntar þann 25. janúar 2011 í Samuel Goldwyn leikhúsinu í Beverly Hills, Kaliforníu-fylki, Bandaríkjunum. Tom Sherak, forseti Bandarísku kvikmyndaakademíunnar og leikkonan Mo'Nique tilkynntu tilnefningarnar.

Flokkur Sigurvegari
Besta Kvikmynd The King's Speech - Iain Canning, Emile Sherman, og Gareth Unwin.
Besti Leikstjóri Tom Hooper - The King's Speech
Besti Leikari Colin Firth - The King's Speech
Besta Leikkona Natalie Portman - Black Swan
Besti Leikari í Aukahlutverki Christian Bale - The Fighter
Besta Leikkona í Aukahlutverki Melissa Leo - The Fighter
Besta Frumsamda Handrit Óákveðið
Besta Handrit byggt á áður útgefnu efni Óákveðið
Besta Teiknimynd Leikfangasaga 3 - Lee Unkrich
Besta Erlenda Kvikmynd In A Better World (Danmörk) - Susanne Bier
Besta Heimildarmynd Óákveðið
Besta Stutta Heimildarmynd Óákveðið
Besta Kvikmyndatónlist Óákveðið
Besta Frumsamda Lag Óákveðið
Besta Hljóð Óákveðið
Besta Hljóðblöndun
  • Inception - Lora Hirschberg
  • The King's Speech - Paul Hamblin, Martin Jensen og John Midgley
  • Salt - Jeffrey J. Haboush, Greg P. Russell, Scott Millan og William Sarokin
  • The Social Network - Ren Klyce, David Parker, Michael Semanick og Mark Weingarten.
  • True Grit - Skip Lievsay, Craig Berkey, Greg Orloff og Peter F. Kurland
Óákveðið
Besta Myndlistarstjórn Óákveðið
Besta Kvikmyndagerð Óákveðið
Besti Farði Óákveðið
Besta Búningahönnun Óákveðið
Besta Klipping Óákveðið
Bestu Tæknibrellur Óákveðið

Myndir með Flestar Tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]