Fara í innihald

True Grit (kvikmynd frá 2010)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
True Grit
Auglýsingaplakat myndarinnar
LeikstjóriCoen bræðurnir
HandritshöfundurCoen bræðurnir
FramleiðandiCoen bræðurnir

Scott Rudin

Steven Spielberg
LeikararJeff Bridges

Matt Damon
Hailee Steinfeld
Josh Brolin

Barry Pepper
KvikmyndagerðRoger Deakins
KlippingRoderick Jaynes
TónlistCarter Burwell
DreifiaðiliParamount Pictures
FrumsýningFáni Bandaríkjana 22. desember 2010
Fáni Íslands 11. febrúar 2011
Lengd110 mín.
TungumálEnska
Aldurstakmark16. ára
Ráðstöfunarfé$38.000.000

True Grit er bandarískur vestri frá árinu 2010 sem að Coen bræðurnir leikstýrðu, framleiddu og skrifuðu. Þetta er önnur kvikmyndin sem að er byggð á samnefndri bók Charles Portisar frá árinu 1968. Í aðalhlutverkum eru Jeff Bridges, Matt Damon, Hailee Steinfeld, Josh Brolin og Barry Pepper.

True Grit gerist árið 1877 í bænum Fort Smith í Arkansas-fylki í Bandaríkjunum stuttu eftir að faðir hinar 14 ára gömlu Mattie Ross er myrtur. Hún leitar þá til hins gamalreynda og grjótharða lögreglumanns Rooster Cogburn og fylgir honum í leit að morðingja föður hennar.

Tökur hófust í mars 2010 og myndin fór í kvikmyndahús í Bandaríkjunum þann 22. desember 2010. Myndin var forsýnd fyrir gagnrýnendur snemma í desember. True Grit var opnunarmynd á 61. Alþjóðlegu Kvikmyndahátíðinni í Berlín þann 10. febrúar 2011. Myndin var tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna en vann engin.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Sögumaður myndarinnar er hin fjörutíu gamla Mattie Ross sem segir frá hvernig faðir hennar var myrtur árið 1877 í bænum Fort Smith í Arkansas þegar hún var fjórtán ára gömul. Morðingi föður hennar var einn af undirmönnum hans, Tom Chaney (Josh Brolin) og hann flýr af vettvangi með tvo hesta föðursins og gull sem var í eigu hans.

Mattie ferðast til Fort Smith til þess að leggja lokahönd á erindi föður hennar í bænum. Hún vill tafarlausa hefnd og leitar til hins gamalreynda og grjótharða lögreglumanns Rooster Cogburn (Jeff Bridges), en hann hafnar umleitunum hennar. Að lokum ákveður hann að fara fyrir hana og hún krefst þess að fylgja honum. Á meðan að þau ferðast um vestrið byrjar Mattie að hafa sífellt minni trú á Cogburn, vegna drykkjusemi og hegðunar hans.

Leikurinn tekur nýja stefnu þegar annar lögreglumaður, LaBoeuf (Matt Damon), mætir á svæðið, en hann er einnig á höttunum eftir Chaney. Hann og Rooster taka loks höndum saman til að hafa uppi á Chaney, en þá tekur við hættuleg för. [1]

  1. Starfsmaður Myndir Mánaðarins (2011), http://kvikmyndir.is/KvikmyndirMovie/entry/movieid/6163 Geymt 24 febrúar 2011 í Wayback Machine, Kvikmyndir.is