Black Swan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Black Swan
Auglýsingaplakat myndarinnar
LeikstjóriDarren Aronofsky
HandritshöfundurMark Heyman

Andres Heinz

John McLaughlin
FramleiðandiScott Franklin

Mike Medavoy
Arnold Messer

Brian Oliver
LeikararNatalie Portman

Vincent Cassel

Mila Kunis
FrumsýningFáni Bandaríkjana 3. desember 2010
Fáni Íslands 4. febrúar 2011
Lengd108 mín.
TungumálEnska
Aldurstakmark16 ára
Ráðstöfunarfé$13 milljónir

Black Swan er sálfræðilegur tryllir frá árinu 2010 sem Darren Aronofsky leikstýrði. Natalie Portman, Vincent Cassel og Mila Kunis fara með aðalhlutverkin. Myndin snýst um uppfærslu af „Swan Lake“ hjá virtu dansfélagi í New York-borg. Í sýningunni þarf ein ballerína að leika bæði hvíta og svarta svaninn. Listdansarinn Nina (leikin af Portman) er græskulaus alveg eins og hvíti svanurinn og Lily (leikin af Kunis) er nautnafull eins og svarti svanurinn. Þegar að þær tvær byrja að keppast um hlutverkið kemst Nina að því að hún á sér svarta hlið.

Framleiðsla myndarinnar hófst í New York-borg árið 2009 eftir að myndverið Fox Searchlight Pictures ákvað að framleiða hana. Ráðstöfunarfé myndarinnar átti upprunalega að vera á milli tíu og tólf milljóna bandaríkjadala en það var að lokum hækkað upp í $13 milljónir bandaríkjadala. Portman og Kunis þurftu báðar að æfa ballet í nokkra mánuði áður en að tökur hófust. Frumsýning myndarinnar átti sér stað á 67. Alþjóðlegu Kvikmyndahátíð Feneyja þann 1. september 2010. Myndin var svo upprunalega gefinn út í örfáum kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum þann 3. desember 2010 en mikil aðsókn leiddi til þess að hún fór í kvikmyndahús út um all land þann 17. desember sama ár.

Gagnrýnendur gáfu myndinni almennt mjög góða dóma og var myndin tilnefnd til fjögurra Golden Globe verðlauna þar á meðal sem besta kvikmynd, besta leikkona í aðal- og aukahlutverki. Natalie Portman hlaut verðlaunin sem besta leikkona.