Tyrkjaveldi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Tyrkjaveldi, einnig nefnt Ottómanveldið eða Ósmanska ríkið, (ottómönsk tyrkneska دولت عالیه عثمانیه Devlet-i Âliye-yi Osmâniyye, tyrkneska Osmanlı Devleti eða Osmanlı İmparatorluğu) var stórveldi við botn Miðjarðarhafs sem stjórnað var af Tyrkjum. Á blómaskeiði sínu, undir lok 17. aldar, náði ríkið yfir hluta þriggja heimsálfa og innihélt Balkanskagann og suðausturhluta Evrópu, stærstan hluta Mið-Austurlanda og Norður-Afríku, frá Gíbraltarsundi í vestri til Kaspíahafs í austri og frá Austurríki í norðri til Sómalíu í suðri. Höfuðborg ríkisins var hin forna borg Konstantínópel í Evrópu eftir að soldáninn Memed sigursæli náði henni á sitt vald árið 1453.

umsátrið um Vín 1683
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.