Fara í innihald

Innri Suðureyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Innri Suðureyjum og lega við Skotland.
Sgurr Alisdair, hæsti tindur Innri Suðureyja.

Innri Suðureyjar (skosk gelíska: Na h-Eileanan a-staigh „innri eyjar“, enska: Inner Hebrides) er eyjaþyrping við vesturströnd meginlands Skotlands. Þær liggja suðaustur af Ytri Suðureyjum (eða Vestureyjum) og tilheyra stærri eyjaklasa sem heitir Suðureyjar.

Í Innri Suðureyjum eru 35 byggðar eyjar og 44 óbyggðar eyjar sem eru stærri en 30 hektarar að flatarmáli. Atvinna í eyjunum snýst um ferðaþjónustu, búmennsku, fiskveiðar og viskígerð. Samanlagt flatarmál eyjanna er 4.130 ferkílómetrar. Árið 2011 voru íbúar 18.948.

Í eyjunum eru ýmsar mikilvægar fornleifar. Fyrstu íbúar eyjanna voru Piktar í norðri og Gelar í suðri. Eyjarnar voru undir stjórn norrænna manna í um það bil 400 ár en með Perth-sáttmálanum árið 1266 voru þær færðar Skotlandi. Eyjarnar voru þá undir stjórn höfðinga ýmsra skoskra ættbálka (e. clans) svo sem MacLean, MacLeod og MacDonald. Mikil byggðaröskun varð í kjölfar nauðungarflutninga fólks af eyjunum á 19. öld og um langa hríð eftir það, en á síðustu árum er íbúum hætt að fækka.

Aðaltenging milli eyjanna er sjóleiðis. Tíðar ferjusiglingar eru milli eyjanna og meginlandsins. Skosk gelíska heldur sterkri stöðu á ákveðnum svæðum.

Nafn Nafn á ensku Nafn á gelísku
Canna Eilean Chanaigh
Colonsay Colbhasa
Danna Danna
Dýrey Jura Diùra
Easdale Eilean Eisdeal
Egg Eigg Eige
Eilean dà Mhèinn Eilean dà Mhèinn
Eilean Donan Eilean Donnain
Eilean Shona Eilean Seòna'
Eilean Tioram Eilean Tioram
Eiríksey Eriska Ùruisg
Erraid Eilean Earraid
Guðey Gigha Giogha
Guðmundsey Gometra Gòmastra
Hafnarey Tanera Mòr Tannara Mòr
Hrauney Rona Rònaigh
Hrossey Raasay Ratharsair
Hvítey Eilean Bàn
Íl Islay Ìle
Jóna Iona Ì Chaluim Chille
Kjarbarey Kerrera Cearrara
Kola Coll Colla
Langey Lunga Lunga
Lismore Lios Mòr
Lyng Luing An t-Eilean Luinn
Muck Eilean nam Muc
Myl Mull Muile
Rúmey Rùm
Sandey Sanday Sandaigh
Sauðaey Soay Sòdhaigh
Scalpay Sgalpaigh
Seil Saoil
Shuna Siuna
Skíð Skye An t-Eilean Sgitheanach
Stafey Staffa Stafa
Tyrvist Tiree Tiriodh
Úlfey Ulva Ulbha
Ýsey Isle of Ewe Eilean Iùbh
Örfirisey Oronsay Orasaigh
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.