Innri Suðureyjar
Innri Suðureyjar (skosk gelíska: Na h-Eileanan a-staigh „innri eyjar“, enska: Inner Hebrides) er eyjaþyrping við vesturströnd meginlands Skotlands. Þær liggja suðaustur af Ytri Suðureyjum (eða Vestureyjum) og tilheyra stærri eyjaklasa sem heitir Suðureyjar.
Í Innri Suðureyjum eru 35 byggðar eyjar og 44 óbyggðar eyjar sem eru stærri en 30 hektarar að flatarmáli. Atvinna í eyjunum snýst um ferðaþjónustu, búmennsku, fiskveiðar og viskígerð. Samanlagt flatarmál eyjanna er 4.130 ferkílómetrar. Árið 2011 voru íbúar 18.948.
Í eyjunum eru ýmsar mikilvægar fornleifar. Fyrstu íbúar eyjanna voru Piktar í norðri og Gelar í suðri. Eyjarnar voru undir stjórn norrænna manna í um það bil 400 ár en með Perth-sáttmálanum árið 1266 voru þær færðar Skotlandi. Eyjarnar voru þá undir stjórn höfðinga ýmsra skoskra ættbálka (e. clans) svo sem MacLean, MacLeod og MacDonald. Mikil byggðaröskun varð í kjölfar nauðungarflutninga fólks af eyjunum á 19. öld og um langa hríð eftir það, en á síðustu árum er íbúum hætt að fækka.
Aðaltenging milli eyjanna er sjóleiðis. Tíðar ferjusiglingar eru milli eyjanna og meginlandsins. Skosk gelíska heldur sterkri stöðu á ákveðnum svæðum.
Eyjar
[breyta | breyta frumkóða]Nafn | Nafn á ensku | Nafn á gelísku |
---|---|---|
Canna | — | Eilean Chanaigh |
Colonsay | — | Colbhasa |
Danna | — | Danna |
Dýrey | Jura | Diùra |
Easdale | — | Eilean Eisdeal |
Egg | Eigg | Eige |
Eilean dà Mhèinn | — | Eilean dà Mhèinn |
Eilean Donan | — | Eilean Donnain |
Eilean Shona | — | Eilean Seòna' |
Eilean Tioram | — | Eilean Tioram |
Eiríksey | Eriska | Ùruisg |
Erraid | — | Eilean Earraid |
Guðey | Gigha | Giogha |
Guðmundsey | Gometra | Gòmastra |
Hafnarey | Tanera Mòr | Tannara Mòr |
Hrauney | Rona | Rònaigh |
Hrossey | Raasay | Ratharsair |
Hvítey | — | Eilean Bàn |
Íl | Islay | Ìle |
Jóna | Iona | Ì Chaluim Chille |
Kjarbarey | Kerrera | Cearrara |
Kola | Coll | Colla |
Langey | Lunga | Lunga |
Lismore | — | Lios Mòr |
Lyng | Luing | An t-Eilean Luinn |
Muck | — | Eilean nam Muc |
Myl | Mull | Muile |
Rúmey | — | Rùm |
Sandey | Sanday | Sandaigh |
Sauðaey | Soay | Sòdhaigh |
Scalpay | — | Sgalpaigh |
Seil | — | Saoil |
Shuna | — | Siuna |
Skíð | Skye | An t-Eilean Sgitheanach |
Stafey | Staffa | Stafa |
Tyrvist | Tiree | Tiriodh |
Úlfey | Ulva | Ulbha |
Ýsey | Isle of Ewe | Eilean Iùbh |
Örfirisey | Oronsay | Orasaigh |