Viðmótshönnun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Viðmótshönnun er grein innan tölvunarfræði sem fjallar um hönnun á notendaviðmóti tölvukerfa.

Notenda miðuð hugbúnargerð[breyta | breyta frumkóða]

Hér á eftir veður rætt um nokkra grunn þætti sem reynast góð hjálpartæki í viðmótshönnun. Rætt verður um þætti eins og samhengisviðtöl, nytsemisverkfræði. Notenda miðuð hugbúnargerð byggir á því að fylga fastmótaðri áætlun um hugbúnaðargerðina Hugbúnaðargerðin byggir á því að nota ákveðin ferli þar sem ákveðið með hvaða hætti staðið er að verkinu og niðurbroti þess í vekþætti (ekki verður farið nánar út í mismunandi gerðir hugbúnarferla hér en elsta ferlið er Fossalíkanið). Ferlið lýsir hugbúnaðargerðinni frá upphafi til enda. Öll ferlin byggja á einhverskonar ítrun þar sem skörun eru á milli greiningar, hönnunar , forritunar, prófunar og uppsetningar. Ítrunin felst þá í því að vinna aftur upp kerfishluta út frá þeim hnökrum sem upp hafa komið. Í ferlinu er ákveðið með hvaða hætti þessar ítranir eru og í upphafi verks er sett niður hversu margar afhendingar eiga sér stað og hvað eigi að vera í hverri þeirra, hver framkvæmir prófanir og hvernig og annað það sem skiptir máli fyrir hugbúnaðargerðina og viðskiptavininn.

Greining á viðfangsefninu[breyta | breyta frumkóða]

Hér koma nokkar leiðir sem hægt er að nota:

 1. Persónu lýsingar þar sem dregin er upp mynd af mögulegum notendum lífi þeirra, starfi, áhugamálum, efnahag, starfsaðstöðu og allt það sem hjálpar til við að draga upp mynd af lífi viðkomandi notenda.
 2. Notendatilvik, búin eru til nokkur dæmi um notkun á forritinu sem reyna á helstu þætti sem forritið á að uppfylla.
 3. Atbuðarásir, greining á því hvað er gert og hvernig, þetta getur svo hjálpað hönnuðum við að setja sig í spor notandans og sjá út hagnýta hluti í forrituninni.
 4. Samhengisviðtal er við aðila sem teljast til væntanlegs markhóps. Viðtölin eru tekin í umhverfi notandans, markmiðið er að ná að greina hvernig notandinn vinnur og fá innsýn í líf hans.
 5. Spurningalistar geta verið hjálplegir en það þarf að vinna þá vel þannig að góður árangur náist
 6. Nytsemismarkmið um árangur, ánægju og skilvirkni fyrir kerfið er nokkuð sem menn ættu alltaf að setja sér.

Hönnun[breyta | breyta frumkóða]

Skyssur á pappír notað til þess að grófgera viðmót og ræða:

 1. Grófhönnun(„wireframe“), Hér er hentugt að vera með blað sem er á við stærð skjásinns og rissa svo upp viðmót og nota gula postit miða til að ákvarða virkni með notandanum
 2. Siglingaleiðarrit er rit sem sýnir á einfaldan hátt flæðið í forritinu og tengslin innan þess.
 3. Millihönnun dregin er upp skýrari mynd af því sem á að gera þ.e skyssur og krass er fært í búining sem tekur mið af væntanlegu útliti hugbúnaðarins. Hægt er að smella á takka og tekur viðmótið þá mið af því og ný skjámynd eða gluggi kemur upp. Hér er grunnurinn lagður að litlum stærðum fontum og öðru því sem máli skiptir fyrir endanlega útkomu.
 4. Fínhönnun útkoman úr millihönnun færð yfir í endanlegt forritunarumhverfi og lokið við virkni.
 5. Hönnunarforsendur vegna forritunar (ekki verður farið út í það hér).

Forritun[breyta | breyta frumkóða]

 1. Tekur mið af því sem búið er að ákveða í hönnuninni.
 2. Eftir því sem vinnan við hönnunina er meiri þeim mun hagkvæmara er að vinna forritunina.
 3. Endurbætur eftir prófanir.

Prófanir á viðmóti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Skoðunarferð (e. inspection methods), sérfræðingar fara yfir viðmótið og koma með athugasemdir og ábendingar hópurinn fær ábendingar og tekur sameiginlega ákvörðun.
 2. Leitaraðferðin (e. heuristic evaluation) Nokkr matsmenn meta hver um sig og koma með ábendingar farið er í gegnum kefið í tveimur umferðum og það skoðað út frá leiðbeiningum eða flæði í gegnum kerfið. Þáttakendur geta verð aðilar sem hafa áhuga á viðfangsefninu, hönnuðir eða forritarar.Hægt er að beita aðferðinni á öllum stigum
 3. Skoðun á samræmi (e. consistency inspection) Er ákaflega mikilvæg og farið er í gegnum allt kerfið og kannað hvort stærðir, litir, fontar eru eins allstaðar í kerfinu uppbygging glugga og staðsetning takka og annað það sem skiptir máli fyrir notandann.
 4. Hugræn leit (e. cognitive Walkthrough) Framkvæmt þannig að sögð er saga af hugsanlegum verkefnum og hún notuð til þess að finna atiði og flokka eftir alvarleika.
 5. Viðtöl
 6. Spurningalistar

Uppsetning[breyta | breyta frumkóða]

 1. Uppsetning á kerfi og viðtökuprófanir

(Margar prófanaðferðir eru til og listn er því ekki tæmandi og lýsingin aðeins til þess að gefa hugmynd um það hvað prófunaraðferðin gengur út á)

Viðmótshönnun tekur mið af viðfangsefninu.[breyta | breyta frumkóða]

Út frá því setjum við okkur kröfur um skilvirkni þeirra sem meta má í þrjá þætti: árangur, ánægju og skilvirkni.

Tökum dæmi:

 • Kerið getur verið til heimilisnota, fyrir áhugamál eða annað slíkt þar sem uppitími og áreiðanleiki þarf ekki að vera mikill en ánægjan skiptir öllu máli og skilvirkni þarf að vera viðunandi
 • Ef kerfið er tengt fyrir tækjum eða viðskiptum skiptir áræðanleiki mestu máli og kröfunar um skilvikni er líka mikill, ánægjan er svo auka bónus semmá gjarnan fylgja með til að auka líkur á því að viðkomani eigi viðskipi.
 • Svo eru það kerfi semnotuð eru á skjúkrahúsum, samgöngum og öðru því sem við eigum líf okkuar undir. Þar er áræðanleikinn og skylviknin aðal atriðið.

Setja þarf nytsemismarkmið þar sem fram kemur hvaða árangri við ætlum að ná með forrituninni. Það getur verið 50% notanda eiga að geta farið í tenginguna gras.is. Svartíminn á að vera innan við 5 sek að meðaltali. Uppitími á að vera 94%.

Samhengisviðtal er framkvæmt maður á mann, það er tekið í því umhverfi notandans og athyggli spyrjanda fer í að skoða hvað notandin gerir og hvengig. Það er verið að skoða fyrst og fremst hvernig notandinn vinnur.

Dæmi um Samhengisviðtal[breyta | breyta frumkóða]

Samhengisviðtöl eru viðtöl sem greina

 • Lýsing á búðarferðinni sjálfri.
 • Notar þú innkaupalista, hvar, hvenær, hvernig?
 • Hvar eru innkaup framkvæmd, í hvaða búð?
 • Skiptir innkauparöðin máli?
 • Hvað með heitan mat, er það eitthvað sem þú myndir kaupa?
 • Notar þú internetið?
 • Getur þú lýst því hvernig staðið er að matarinnkaupum á þínu heimili þannig að fram komi aðdragandi og undirbúningur?
 • Hvaða vefsíður teljast góðar að þínu mati?
 • Ef notandinn notar internetið hvað finnst honum pirrandi við notkun þess?
 • Hvað háir þér þegar þú notar netið?
 • Skiptir máli að geta breytt leturstærð?
 • Hvað með myndræna framsetningu á vörum?
 • Heilsufar, ofnæmi, blóðþrýstingur. Taka matarinnkaupin mið af heilsufari?
 • Eru innkaup stundum miðuð við ákveðnar uppskriftir.
 • Eiga pöntunarsögu?
 • Geta pantað fram í tímann (komið frá útlöndum.)
 • Geta pantað aftur í tímann.
 • Hvað með að geta átt grunnkörfur t.d. Grunnkarfa, Helgarkarfa, Ávaxtakarfa o.s.frv.
 • Hvað með vöruinnihald (Pie) sem sýnir hlutfallslegt innihald vöru eftir kolvetnum, fitu og próteinum.
 • Uppskiftainnkaup (valin uppskrift og hægt að haga innkaupum út frá henni).

Notendahópar Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

Notendahópurinn er fólk sem af einhverjum ástæðum vill spara sér sporin við matarinnkaupin eða kjósa nýja nálgun við að velja í matinn. Samkvæmt verkefni þessu er gert ráð fyrir að notendahópurinn sé eldara fólk, höfundar telja munu taka mið af því enda en vilja líka höfða til annara hópa sem hafa lítin tíma fyrir matarinnkaup eða eiga erfit með að nálgast mat. Dæmi um notendahóp getur verið eldra fólk, fatlaðir, nemendur, kennarar, stjórnendur o. fl.

Hér er svo dæmi um Persónulýsingu gott getur verið að hafa mynd sem er einkennandi fyrir karakterinn Persónur

Pétur Guðmundsson[breyta | breyta frumkóða]

Pétur er 72 ára gamall. Hann er menntaður lyfjafræðingur frá Háskóla Íslands. Eiginkona Péturs heitir Guðrún og eiga þau tvö uppkomin börn. Þau búa í vesturbæ Reykjavíkur í rúmgóðu tvíbýli sem þau keyptu sér fyrir nokkrum árum og hafa endurnýjað að innan. Heimilið er tæknilega vel búið. Pétur hefur ávallt verið mikið fyrir framúrskarandi hönnun og tækni. Til að mynda hefur hann alltaf fengið sér sjónvarps- og hljómtæki frá B&O, hann notar þráðlaust net og fartölvu auk þess sem hann á góða borðvél og vandaðan prentara. Þegar höfundur kom í heimsókn var nýbúið að setja upp nýjan fataskáp og B&O sjónvarp í hjónaherbergi sem var með samtengingu við sjónvarpstæki í stofu.

Pétur var áður með eigin atvinnurekstur þar sem hann var með þó nokkra starfsmenn í vinnu. Hann setti síðar reksturinn inn í stærra fyrirtæki og leigir eignirnar. Þetta fyrirkomulag gefur þeim hjónum góðar tekjur. Hjónin eru vel stæð og hafa nægan tíma til að sinna sínum áhugamálum sem eru fjölskyldan, börn og barnabörn auk ferðalaga innanlands og utan. Pétur hefur tileinkað sér að notkun internetsins. Hann er árrisull og hefur stundum daginn á því að fá sér morgunmat og fara inn á mbl.is ef Mogginn er ekki kominn í hús. Pétur hefur oft keypt vörur og þjónustu á netinu svo sem farmiða hjá Iceland Express. Honum finnst sá vefur vel upp settur, þægilegur og gott að læra á hann. Stundum pantar Pétur hótel á vefnum. Pétur hefur keypt bækur á amazon.com og telur að sú síða sé mjög góð þó að fyrsta síðan sýni miklar upplýsingar þá leiði hún notandann áfram. JPS bókaforlagið hefur að hans sögn góða síðu og vafrar Pétur þar stundum. Pétri finnst mikill kostur að geta valið um leturstærð á vefsíðun líkt og mbl.is býður upp á.

Hér áður fyrr var töluverð verkaskipting á heimili Péturs en í seinni tíð kaupir hann í matinn og eldar til jafns á við konu sína. Þar sem þau eru að jafnaði tvö í heimili hefur umfang matarinnkaupa minnkað mikið. Pétur er mjög hrifin af því að borða fisk og borðar hann oft í viku. Pétur segist oft fara í hverfisbúiðina, sérstaklega þegar um smærri innkaup eru að ræða. Pétur fer í Krónuna vegna stærri innkaupa og þá sérstaklega á vörum sem þola geymslu. Það sem vantar uppá er svo keypt í Nóatúni sem er skammt frá heimili hans. Pétur býr til innkaupalista ef innkaupin eru í einhverju magni og þá oftast rétt áður en farið er út í búð því þá fer hann yfir stöðuna. Pétur telur líklegt að hann myndi í einhverjum tilfellum notfæra sér að versla á netinu ef boðið væri upp á slíka þjóustu. Honum finnst til dæmis gott að geta gengið að kælivörum á sama stað þegar hann er að kaupa í matinn. Hann gerir ekki mikið af því að leita að uppskriftum á netinu eða elda eftir þeim en það kemur þó fyrir. Pétur notar Gsm síma en telur ekki líklegt að hann myndi nota hann til að fara inn á netsíðu eða skrá á innkaupalista. Pétur tekur tarnir hvað varðar hollt og gott mataræði og telur æskilegt að geta séð á þægilegan hátt orkuinnihald og skiptingu fæðunnar samkæmt kolvetni, próteini og fitu. Pétur þarf að passa að kaupa ekki saltaðan mat þar sem hann er með háþrýsting. Pétur telur myndræna framsetningu á vörum til bóta við val á vörum.

Margrét Þorsteinsdóttir[breyta | breyta frumkóða]

Margrét er 59 ára bankastarfsmaður. Hún er gift og á eina uppkomna dóttur og þrjú barnabörn. Það er mikið að gera hjá Margréti, bæði í vinnu og við að aðstoða við uppeldi barnabarnanna. Margrét hefur starfað í banka í 42 ár og er farin að huga að því að hætta störfum.

Margrét gerir stóran innkaupalista um hver mánaðarmót og fer yfir hvað vantar. Hún segir að það sé algjört lykilatriði að fara ekki svangur í búð. Á þessum innkaupalista eru þau matvæli sem eiga að endast út mánuðinn. Margrét fer alltaf í sömu matvörubúðina til að versla og finnst alveg óþolandi ef búðareigandinn breytir til. Einnig segist Margrét fylgjast mjög mikið með tilboðum hjá versluninni. Ef tilboðin séu spennandi þá verslar hún stundum mikið magn af vörunni og frystir. Varðandi vikuinnkaupin þá eru þau ekki fyrirfram ákveðin en hún reynir að versla allt ferskmeti sem á að duga út vikuna til dæmis kjöt og fisk.

Margrét segist nota internetið einungis í vinnunni en ekki heima en hún er búin að sækja um internettengingu frá þjónustuaðila heim til sín. Margrét segir að hún og starfsfélagar hennar séu duglegir að leita að uppskriftum á netinu og að þeir eigi nokkrar möppur fullar af þeim sem þeir hafa fundið á vefsíðum hjá Sirrý og Jóa Fel. Einnig er Margrét dugleg að skoða heimasíðu hjá Bónus og Gallerý kjöt til að leita eftir tilboðum. Henni finnst óþolandi ef auglýst vara á tilboði líti öðruvísi út en myndin segir og/eða varan sé búin þegar hún kemur á staðinn.

Margrét segist vera farin að nýta sér tæknina miklu meira en áður. Hún hafi pantað flugmiða og heitan mat á internetinu en sé oft svolítið hrædd um að hún fái svikna vöru. Margréti finnst það vera algert lykilatriði að það séu myndrænar framsentingar á vörunum og verðið sjáist en ekki einungis prósentuafslátturinn. Helsti veikleiki Margrétar á internetinu er að hennar mati kunnáttuleysi og er hún oft hrædd við að kaupa vörur á internetinu.

Stefán Arason[breyta | breyta frumkóða]

Stefán er 45 ára með viðskiptafræðimenntun frá Háskóla Íslands og framhaldsmenntun frá University of Boston í buisness of sience. Hann rekur eigið fyrirtæki. Stefán er gifur Krstínu, sem er sjúkraþjáflari á Reykjalundi og eiga þau saman fjögur börn á aldirnum 5, 12, 14 og 18 ára. Stefán er mjög skipulagður og undirbýr matarinnkaup reglulega og með góðum fyrirvara. Þau hjónin hafa vanið sig á að skrá það sem vantar á innkaupalista sem er staðsettur á ísskápnum. Aðrir fjölskyldumeðlimir eru farnir að notfæra sér það líka. Stefán kaupir inn einu sinni í viku og það bregst ekki að sá skammtur dugar út vikuna.

Stefán fer alltaf í Nóatún að kaupa inn af því að hann veit að hann gengur að gæðunum vísum. Uppáhalds staðurinn hans í búðinni er kjötborðið og ferskmetið sem hann segir að enginn önnur búð sé samkeppnishæf í.

Stefán er mikið fyrir tækni og á allt það helsta sem henni viðkemur. Hann er með þráðlaust netsamband og tölvur í öllum herbergjum. Stefán notar netið mikið í vinnu sem og fyrir einkaþarfir. Hann kaupir meðal annars flugmiða, hótelgistingu, bækur, dvd myndir o. fl. á netinu. Uppáhaldssíður Stefáns eru Shop USA og e-bay og þar er hann alltaf með 1-2 tilboð í gangi. Hann er búinn að vera að bíða eftir því að Nóatún bjóði upp á heimsendingu og er nokkrum sinnum búinn að ræða það við framkvæmdastjóra Nóatúns. Stefán segir að kostnaður skipti hann ekki megin máli við matarinnkaup.

Stefán þolir ekki síður sem hafa marga liti og ólíka leturgerð svo ekki sé talað um „flash“ síður. Stefán og eiginkona hans hugsa mikið um heilsuna stunda reglulega hreyfingu og kaupa ekki skyndimat.

Dæmi um prófun[breyta | breyta frumkóða]

Prófun á kerfinu var þannig háttað að höfundar fóru með pappírsfrumgerðina heim til viðmælendanna þar sem þeir fengu að prófa kerfið. Höfundar báðu viðmælendurna að framkvæma a.m.k.tvær aðgerðir að eigin ósk. Prófunin gekk nokkuð vel eftir að viðmælendurnir fóru að skilja út á hvað þetta gekk og voru þeir mjög jákvæðir í garð kerfisins. Höfundar fengu nokkrar góðar hugmyndir frá viðmælendunum sem notaðar voru til að endurhanna pappírsfrumgerðina.

Þær spurningar sem höfundar höfðu til hliðsjónar við prófanir viðmælenda á pappírsfrumgerðinni voru eftirfarandi:

 1. Hvernig notandi skráir sig inn í kerfið?
 2. Hvort notandinn vilji mynd af heitum mat?
 3. Hvernig pantar notandinn mat?
 4. Fá athugasemdir við skipulag síðunnar.
 5. Hvort viðmótið virkar flókið, ef svo er hvað er flókið?

Dæmi Niðurstöður prófunarinnar með „Hugsa-upphátt“ aðferð[breyta | breyta frumkóða]

Hér að neðan er teknar saman niðurstöður prófanna þannig að hægt sé að bera þær saman við nytsemismarkmiðin. Árangur Hér koma niðurstöður af árangri notenda við að framkvæma valda verkþætti sem lagðir eru til grundvallar við mat á árangri: Verkþættir Pétur Margrét Stefán Notandi geti skráð sig inn í kerfið. 1 1 1 Notandi geti skoðað og keypt í uppskrift. 1/2 1 1 Notandi geti tekið vöru úr körfu. 1 1 1 Notandi geti skoðað innihaldslýsingu vöru. 0 0 1 Notandi geti greitt fyrir vöru. 1 1 1 0 = Getur ekki framkvæmt ½ = Getur framkvæmt að hluta til 1 = Getur framkvæmt

Árangursstig 12,5/15 = 83% Vandamál kom upp við að skoða nánar vöru hjá 2 notendum af 3 þar sem þeir áttuðu sig ekki á því að velja vöruna. Skilvirkni Hér koma niðurstöður á skilvirkni sem bornar eru saman við markmið. Hér myndu höfundar vilja sjá að 80% eða fleiri notenda geti klárað verkefni sem lagt er fyrir þá á innan við 15 mín.

Verkþáttur Pétur Margrét Stefán Meðaltími Verkþáttur 1 01:45 02:03 00:43 01:30 Verkþáttur 2 00:10 00:10 00:08 00:09 Verkþáttur 3 01:02 01:21 00:30 00:58 Verkþáttur 4 00:45 00:30 00:15 00:30 Verkþáttur 5 00:15 00:06 00:03 00:08 Verkþáttur 6 01:23 01:16 00:49 01:09 Verkþáttur 7 00:15 00:15 00:08 00:13 Verkþáttur 8 00:09 00:09 00:05 00:08 Verkþáttur 9 00:13 00:12 00:09 00:11 Verkþáttur 10 00:03 00:02 00:02 00:02 Verkþáttur 11 01:22 01:31 01:07 01:20 Verkþáttur 12 00:45 00:30 00:15 00:30 Verkþáttur 13 01:04 00:45 00:30 00:46 Verkþáttur 14 02:04 00:36 01:20 Verkþáttur 15 00:33 00:33 Verkþáttur 16 00:45 00:30 00:15 00:30 Verkþáttur 17 00:37 00:28 00:22 00:29 Verkþáttur 18 00:20 00:23 00:18 00:20 Verkþáttur 19 02:14 02:21 01:48 02:08 Verkþáttur 20 00:04 00:03 00:02 00:03 Tími sem fór í lausn verkþátta 13:11 14:39 8:38 12:09 Óleysanlegt 10:14 05:34 07:54 Heildartími 23:25 20:13 08:38 20:52

Höfundar telja skilvirknina ásættanlega með tilliti til þeirra þátta sem notendur gátu framkvæmt. Verulegur munur var á notendum þ.e. Stefán fór létt með verkefnið en Margrét og Pétur voru áþekk. Eins og sést á töflunni hér að ofan sést að markmið um skilvirkni næst fyrir alla notendur ef tekið er mið af þeim verkþáttum sem lokið var við.

Ánægja Pétur Margrét Stefán Meðaltal Ánægja 4 4 5 4,33

Samkvæmt þessu er ánægja yfir því markmiði sem höfundar settu sér en augljóslega má bæta kerfið enn frekar enda ekki búið að taka mið af þeim tillögum sem prófendur höfðu fram að færa. Greining á fjölda vandamála Alvarlegt Miðlungs Minniháttar Fjöldi vandamála 4 1 3

Vægi Lýsing Fjöldi Alvarlegt vandamál

 1. Notendur átta sig ekki á að velja vöru til að fá frekari lýsngu á henni t.d næringargildi og fl.
 2. Takki í innskráningu olli miskilningi.
 3. „Staðfesta“ takki í nýskráningu veldur miskilningi.
 4. „Staðfesta“ og „Greiða“ takkar í greiða viðmótinu valda miskilningi.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 • Fyrirlestrar í HR í viðmótshönnun, Marta Kristín Lárusdóttir, 2006
 • Verkefni í viðmótshönnun unnið af Guðmundi Helgsyni og Ingimundi Helgasyni Hausið 2006
 • Shneiderman, Ben Designing the user interface : strategies for effective human-computer interaction / Boston : Addison-Wesley, c2005..