Project Gutenberg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Project Gutenberg er stafrænt gagnasafn sem byggist á því að gera gögn aðgengileg almenningi í einföldu formi. Stærsta verkefnið eru „e-texts“ sem eru í raun einfaldar textaskrár sem hafa að geyma hvað eina sem er ekki háð hugverkaréttindum. Það var stofnað árið 1971 af Michael Hart.

Meðal efnis sem má lesa án endurgjalds hjá Project Gutenberg eru verk Shakespeare og þýddar glósur Leonardo Da Vinci.

Þau íslensku verk sem þarna er að finna hafa komið í gegnum sjálfboðaliðaverkefnið Distributed Proofreaders.

Sökum mismunandi regla um hugverkaréttindi eru til nokkrar útgáfur af Project Gutenberg á vefnum. Öll verk sem voru gefin út fyrir 1923 teljast vera almenningseign og njóta ekki lengur hugverkaréttar. Margvíslegar reglur gilda síðan um verk sem hafa verið gefin út eftir þann tíma.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]