Valgarður Egilsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Valgarður á göngu í Fjörðum, 2011.

Valgarður Egilsson (20. mars 194017. desember 2018) var íslenskur læknir, frumulíffræðingur, rithöfundur og leiðsögumaður.

Hann var kvæntur Katrínu Fjeldsted lækni og stjórnmálamanni og eignuðust þau fjögur börn saman: Jórunni Viðar (f. 1969), Einar Véstein (f. 1973, d. 1979), Véstein (f. 1980) og Einar Stein (f. 1984). Þar að auki átti hann dóttur af fyrra sambandi: Arnhildi (f. 1966).

Valgarður var sonur hjónanna Egils Áskelssonar (f. 28. febrúar 1907, d. 25. janúar 1975), bónda og kennara, frá Austari-Krókum á Flateyjardalsheiði og Sigurbjargar Guðmundsdóttur (f. 22. ágúst 1905, d. 10. desember 1973), húsfreyju og símstöðvarstjóra, frá Lómatjörn í Höfðahverfi. Hann fæddist á Grenivík og ólst upp á Hléskógum í Höfðahverfi, fimmti í röð átta systkina.

Valgarður var stúdent frá MA. Hann lauk prófi í læknisfræði við Háskóla Íslands árið 1968 og varði doktorsritgerð sína, Effects of chemical carcinogens and other compounds on mitochondria with special reference to the yeast cell við University College í London árið 1978.[1]

Valgarður var formaður Listahátíðar í Reykjavík 1990 og 1994 og varaformaður 1992.[2] Hann fékkst við leiðsögu í mörg ár, einkum í Fjörðum og víðar við utanverðan Eyjafjörð og var varaforseti Ferðafélags Íslands.

Eftir Valgarð liggja nokkrar bækur og fjöldi greina, bæði um vísindi og ýmislegt annað. Hann lék aukahlutverk í kvikmyndinni Hvíti víkingurinn sem Ólafur pái Höskuldsson.

Á landsmóti UMFÍ 1958 setti Valgarður tvö Íslandsmet í sundi.

Árið 1960 fann Valgarður skeggburkna í Höfðahverfi, fágæta burknategund sem ekki hafði fundist áður á Íslandi. [3]

Ritaskrá (bækur)[breyta | breyta frumkóða]

  • Valgarður Egilsson: Dags hríðar spor, Almenna bókafélagið, Reykjavík 1980.
  • Valgarður Egilsson: Ferjuþulur - rím við bláa strönd, Almenna bókafélagið, Reykjavík 1985.
  • Valgarður Egilsson: Dúnhárs kvæði, Iðunn, Reykjavík 1988.
  • Valgarður Egilsson: Waiting for the South Wind - from the North coast of Iceland, Leifur Eiríksson, Reykjavík 2001. ISBN 9979-60-674-6.
  • Valgarður Egilsson: Á mörkum, JPV útgáfa, Reykjavík 2007. ISBN 978-9979-798-51-4
  • Valgarður Egilsson: Steinaldarveislan, SAGA forlag, Reykjavík 2014. ISBN 9789935923103.

Meðhöfundur[breyta | breyta frumkóða]

Árbók Ferðafélags Íslands: Í strandbyggðum norðan lands og vestan. Reykjavík. Ferðafélag Íslands. 2000.

Heimildamyndir/Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Meðframleiðandi[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndahlutverk[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]