Skeggburkni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Skeggburkni
Skeggburkni í klettasprungu í Þýskalandi.
Skeggburkni í klettasprungu í Þýskalandi.
Ástand stofns
Status TNC G4.svg
Virðist öruggt (TNC)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Byrkningar (Pteridophyta)
Flokkur: Burknar (Pteridopsida)
Ættbálkur: Polypodiales
Ætt: Klettaburknaætt (Aspleniaceae)
Ættkvísl: Asplenium
Tegund:
A. septentrionale

Tvínefni
Asplenium septentrionale
(L.) Hoffm.

Skeggburkni (fræðiheiti: Asplenium septentrionale) er tegund burkna af klettaburknaætt. Skeggburkni vex á þurrum, sólríkum stöðum, til dæmis í klettasprungum.[1] Aðeins þrír skeggburknar eru þekktir á Íslandi, allir í Höfðahverfi í Eyjafirði og er hann því stundum nefndur sjaldgæfasta tegund íslensku flórunnar. Tveir þessara skeggburkna hafa vaxið þar síðan árið 1960 en nýr einstaklingur fannst þar árið 2014.[2] Önnur náttúruleg heimkynni skeggburkna eru í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu.[3]

Skeggburkni er friðlýstur á Íslandi í verndarflokki tegunda í bráðri hættu (CR).[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Flóra Íslands. Skeggburkni - Asplenium septentrionale. Sótt 24. maí 2017.
  2. RÚV, 20. ágúst 2014. Þrjár plöntutegundir finnast ekki. Sótt 24. maí 2017.
  3. Lystigarður Akureyrar. Asplenium septentrionale. Sótt 24. maí 2017.
  4. Náttúrufræðistofnun Íslands. Skeggburkni - Asplenium septentrionale. Sótt 24. maí 2017.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.