Fara í innihald

Skeggburkni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skeggburkni
Skeggburkni í klettasprungu í Þýskalandi.
Skeggburkni í klettasprungu í Þýskalandi.
Ástand stofns

Virðist öruggt (TNC)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Byrkningar (Pteridophyta)
Flokkur: Burknar (Pteridopsida)
Ættbálkur: Polypodiales
Ætt: Klettaburknaætt (Aspleniaceae)
Ættkvísl: Asplenium
Tegund:
A. septentrionale

Tvínefni
Asplenium septentrionale
(L.) Hoffm.

Skeggburkni (fræðiheiti: Asplenium septentrionale) er tegund burkna af klettaburknaætt. Skeggburkni vex á þurrum, sólríkum stöðum, til dæmis í klettasprungum.[1] Aðeins þrír skeggburknar eru þekktir á Íslandi, allir í Höfðahverfi í Eyjafirði og er hann því stundum nefndur sjaldgæfasta tegund íslensku flórunnar. Tveir þessara skeggburkna hafa vaxið þar síðan árið 1960 en nýr einstaklingur fannst þar árið 2014.[2] Önnur náttúruleg heimkynni skeggburkna eru í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu.[3]

Skeggburkni er friðlýstur á Íslandi í verndarflokki tegunda í bráðri hættu (CR).[4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Flóra Íslands. Skeggburkni - Asplenium septentrionale. Sótt 24. maí 2017.
  2. RÚV, 20. ágúst 2014. Þrjár plöntutegundir finnast ekki. Sótt 24. maí 2017.
  3. Lystigarður Akureyrar. Asplenium septentrionale. Geymt 27 september 2020 í Wayback Machine Sótt 24. maí 2017.
  4. Náttúrufræðistofnun Íslands. Skeggburkni - Asplenium septentrionale. Geymt 19 júlí 2017 í Wayback Machine Sótt 24. maí 2017.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.