Leiðsögumaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Leiðsögumaður (leiðsagi, leiðsagnari, leiðsagnarmaður eða láðmaður) er maður sem annaðhvort vísar manni um vegleysur eða leið sem viðkomandi hefur ekki farið áður (t.d. yfir heiði eða fjall) eða fylgir fólki um slóðir lands og vísar í söguna sem tengist því landslagi sem ber fyrir augum. Leiðsögumaður á sjó nefnist lóðs eða lóss og hlutverk hans er að vísa skipum framhjá skerjum og grynningum og tryggja því skipi sem hann fylgir áfallalausa leið í höfn.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.