Flateyjardalsheiði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Flateyjardalsheiði

Flateyjardalsheiði

Point rouge.gif
Á heiðinni má sjá nokkra smájökla, þar á meðal Kambsmýrarjökul.

Flateyjardalsheiði er heiðardalur á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa, þar sem áður var nokkur byggð. Heiðin nær frá Fnjóskadal í suðri til Eyvindarár og Urðargils í norðri, en þar fyrir norðan er Flateyjardalur, sem heiðin dregur nafn sitt af. Áin Dalsá rennur um heiðina, en fjöll girða hana austan- og vestanmegin.

Fjallgarðurinn vestan heiðarinnar heitir ekki neitt, en meðal fjalla austan hennar má nefna Víknafjöll (sem er farið um til að komast í Náttfaravíkur), Háu-Þóru, Lágu-Þóru, tvo Bræður, tvo Stráka, Siggu, Viggu og nyrst er fjall sem heitir Hágöngur. Vestan ósa Skjálfandafljóts í botni flóans er fjall sem heitir ýmist Bakrangi, Ógöngufjall eða Galti, eftir sjónarhorninu.

Norðurmörk Flateyjardalsheiðar eru um Eyvindará vestan Dalsár en Urðargil austan hennar. Þar fyrir norðan var Flateyjarhreppur, en heiðin sjálf tilheyrði Hálshreppi og sóttu íbúarnir kirkju til Fnjóskadals, fyrir utan heimilismenn á Eyvindará, sem höfðu undanþágu til að sækja kirkju á Brettingsstöðum.

Eftir allri heiðinni liggur vegur (F899) sem er fær jeppum og sumum fólksbílum.

Átta eyðibýli eru á Flateyjardalsheiði:

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]