Fara í innihald

Fjörður (Suður-Þingeyjarsýslu)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fjörður

Fjörður

Göngufólk í Fjörðum. Fjallið Lága-Þóra í baksýn

Fjörður (kvk. ft.) eru eyðisveit á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa, sem heitir Flateyjarskagi eða Gjögraskagi. Fjörður byggðust á landnámsöld og síðustu bæir fóru í eyði 1944. Kirkjustaður Fjörðunga var á Þönglabakka við Þorgeirsfjörð. Sveitin náði yfir Þorgeirsfjörð og Hvalvatnsfjörð, eða frá Hnjáfjalli í vestri til Bjarnarfjalls í austri. Þorgeirshöfði liggur á milli fjarðanna tveggja.

Meðal bæja í Fjörðum — sem allir eru í eyði núna — má nefna Þönglabakka og Hól í Þorgeirsfirði, og Kaðalstaði, Kussungsstaði, Tindriðastaði og Arnareyri í Hvalvatnsfirði. Upp af Þorgeirsfirði liggur Hóls- og Bakkadalur en upp af Hvalvatnsfirði liggur Leirdalsheiði. Fjallið Darri skilur á milli. Sé Leirdalsheiði farin í suðurátt er komið niður í Höfðahverfi. Úr Hóls- og Bakkadal eru færir fjallvegir austur á Leirdalsheiði. Yfir Hnjáfjall er leið hjá Messukletti vestur í Keflavík. Úr Hvalvatnsfirði austur er fært um Sandskarð eða yfir Bjarnarfjallsskriður austur á Flateyjardal.

Lesefni[breyta | breyta frumkóða]

  • Árbók Ferðafélags Íslands 2000 - Í strandbyggðum norðan lands og vestan. Valgarður Egilsson ritaði kaflann um Fjörður.
  • Í verum - Sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar (1876-1948) sem kom út árið 1941 í tveimur bindum. Greinir frá lífskjörum alþýðu manna í Fjörðum á áratugunum fyrir og eftir aldamótin 1900.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.