Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga 2021

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jarðskjálftar 7. mars 2021

Jarðskjálftahrina hófst 24. febrúar árið 2021 á Reykjanesskaga. Skjálfti upp á 5,7 skók svæðið í byrjun hennar og fannst hundruð kílómetra í burtu. Hlutir féllu úr hillum, grjóthrun í fjöllum, sprungur komu í gólf í Grindavík[1] og í Suðurstrandaveg og maður fékk loftplötu í höfuðið. Skjálftarnir voru aðallega á svæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls. Jarðfræðingar fundu merki um óróapúls, þ.e. tíða skjálfta, sem bentu til þess að kvika væri að brjóta sér leið upp jarðskorpuna. Síðast gaus á svæðinu á 12.-13. öld; Krýsuvíkureldar og Reykjaneseldar. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár Veðurstofu Íslands sagði hrinuna fordæmalausa [2]. Hrinan hélt fram í miðjan mars og höfðu yfir 50.000 skjálftar mælst, þar á meðal tugir skjálfta 3–5 á Richter kvarðanum og 6 á bilinu 5–5,7.[3]

Þann 19. mars hófst eldgos við Fagradalsfjall, þá minnkuðu jarðskjálftarnir.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Viðbrögð fólks í Grindavík við stóra skjálftanum í dag RÚV, skoðað 14. mars 2021.
  2. Segir skjálftahrinuna á Reykjanesskaga fordæmalausa RÚV, skoðað 14. mars, 2021
  3. Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið Vísir, skoðað 15. mars, 2021