Fara í innihald

Reykjaneseldar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Reykjaneseldar var mikil goshrina sem varð við Reykjanes á 13. öld. Í annálum kemur fram að gos í sjó hafi verið tíð undan Reykjanesi á tímabilinu 1211-1240 e.Kr. Nefnd eru sex gos frá þessum tíma, þ.e. árin 1211, 1223, 1226, 1231, 1238 og 1240, sem bendir til goshrinu við Reykjanes. Hefur þessi goshrina verið nefnd Reykjaneseldar. Vitað er um fjögur hraun sem urðu til í þessum umbrotum. Þetta eru í aldursröð: Yngra Stampahraun, Yngra Eldvarpahraun, Illahraun og Arnarseturshraun. Einnig féll mikið gjóskulag, Miðaldalagið svokallaða, víða um Reykjanes og Reykjavíkursvæðið samfara eldgosi í sjó útifyrir Reykjanesi árið 1226.

  • Jón Jónsson 1978. Jarðfræðikort af Reykjanesskaga, Orkustofnun OS JHD7831. 303 bls. og kortamappa.
  • Jón Jónsson 1983. Eldgos á sögulegum tíma á Reykjanesskaga. Náttúrufræðingurinn 52: 127-139.
  • Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson 2013. Reykjanesskagi. Í Júlíus Sólnes [ritstj.) Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og Jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands/Háskólaútgáfan. Bls 379-401.
  • Kristján Sæmundsson, Haukur Jóhannesson, Árni Hjartarson, Magnús Á. Sigurgeirsson og Sigurður Garðar Kristinsson 2010. Jarðfræðikort af Suðvesturlandi 1<:100.000. Íslenskar Orkurannsóknir.
  • * „Hvað getið þið sagt mér um eldvirkni á Reykjanesskaga?“. Vísindavefurinn.
  • „Yngra Stampagosið á Reykjanesi“; grein í Náttúrufræðingnum 1995
  • Náttúruminjasafn - Reykjaneseldar
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.