Fara í innihald

Páll Einarsson (jarðfræðingur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Páll Einarsson (fæddur 27. mars 1947) er íslenskur jarðeðlisfræðingur og fyrrverandi prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.

Páll fæddist í Reykjavík og voru foreldrar hans Einar Baldvin Pálsson (1912-2011) prófessor í verkfræði og Kristín Pálsdóttir ritari (1917-2006). Föðurafi Páls var Páll Einarsson fyrsti borgarstjóri Reykjavíkur.

Páll lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1967, fyrrihlutaprófi í eðlisfræði frá Háskólanum í Göttingen í Þýskalandi 1970 og doktorsprófi í jarðeðlisfræði frá Columbia háskóla í New York árið 1975 með jarðskjálftafræði sem aðalgrein. Hann var sérfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands frá 1975-1994 og 1997-1998. Páll varð prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands árið 1994 en hafði áður verið stundakennari við skólann frá 1975. Páll hefur átt sæti í Vísindamannaráði Almannavarna frá upphafi.[1]

Páll hefur sett upp jarðskjálftamæla um allt land og fylgst með jarðskjálfta og eldsumbrotum í marga áratugi. Hann er tíður gestur fjölmiðla þegar atburðir í jarðskorpunni eiga sér stað.

Viðurkenningar[breyta | breyta frumkóða]

  • Sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 2015 fyrir rannsóknir og fræðslu á sviði íslenskra jarðvísinda
  • Hlaut norrænu jarðvísindaverðlaunin 2018 fyrir árangur í vísindum og miðlun þekkingar til stjórnvalda og almennings.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Pétur Ástvaldsson, Samtíðarmenn J-Ö bls. 637, (Reykjavík, 2003)