Kristín Jónsdóttir (eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kristín Jónsdóttir (fædd 1973) er eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur og starfar sem hópstjóri í náttúruváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands. Hún er í vísindaráði Almannavarna og hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands.

Kristín ólst upp í Breiðholti og foreldrar hennar eru Jón Kr. Hansen og Ingibjörg Júlíusdóttir sem bæði eru kennarar. Kristín lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, námi í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands[1] og er með doktorsgráðu í jarðskjálftafræði frá Uppsala-háskóla. Hún hefur rannsakað Bárðarbungu og aðrar megineldstöðvar á Íslandi[2] og hefur starfað á Veðurstofu Íslands frá árinu 2013.[1]

Í janúar árið 2021 hlaut Kristín 110 milljóna króna styrk frá Rannís til að leiða öndvegisverkefni sem mun standa yfir í þrjú ár og rannsaka jarðskjálftaóróa.[1]

Á yngri árum reyndi Kristín fyrir sér í tónlist. Hún var stuttan tíma í Unun og söng ásamt Rúnari Júlíussyni í fyrsta lagi hljómsveitarinnar, Hann mun aldrei gleym‘enni, árið 1994. Einnig var hún í hljómsveitinni Múldýrinu, ásamt Prins Póló meðal annarra. [3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 Mbl.is, „Vinnur eins og rannsóknarlögregla“ (skoðað 14. mars 2021)
  2. Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Jónsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn, skoðað 8. mars 2021
  3. Ég er dálítið misheppnuð poppstjarna Rúv, skoðað 8.mars, 2021