Fara í innihald

Empire State-byggingin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Empire State)
Empire State-byggingin árið 2007.

Empire State-byggingin er 102-hæða skýjakljúfur í New York-borg í New York á gatnamótum Fimmta breiðstrætis og Vestur 34. götu. Nafnið er dregið af viðurnefni New York fylkis. Hún var hæsta bygging heims í rúm fjörutíu ár frá 1931 til 1972 þegar var turnarnir í World Trade Center voru kláraðir. Eftir hryðjuverkin 11. september 2001 varð Empire State-byggingin hæsti skýjakljúfur New York-borgar á ný allt þar til One World Trade Center var kláraður. Hönnuninn er Art Déco-stíll og var hönnuður Gregory Johnson. Empire State byggingin er með sitt eigið póstnúmer sem er 10118.