Meradalir
Útlit
Meradalir eru dalir á Reykjanesskaga, austan við Geldingadali og voru gróðurlitlar leirflatir áður en hraun fyllti dalina árið 2021. Norður af þeim eru Meradalshlíðar og vestur frá þeim er Kistufell. Meradalir liggja lægra en Geldingadalir. Þann 5. apríl árið 2021 tók hraun að renna í Meradali sem barst úr sprungu sem opnaðist hafði sama dag við Fagradalsfjall ekki langt frá þar sem upphaflega tók að gjósa. Í júní hafði hraunið náð um allan dalinn.[1]
3. ágúst 2022 hófst gos í norðanverðum dölunum.