Sahle-Work Zewde
Sahle-Work Zewde ሳህለወርቅ ዘውዴ | |
---|---|
Forseti Eþíópíu | |
Núverandi | |
Tók við embætti 25. október 2018 | |
Forsætisráðherra | Abiy Ahmed |
Forveri | Mulatu Teshome |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 21. febrúar 1950 Addis Ababa, Eþíópíu |
Þjóðerni | Eþíópísk |
Stjórnmálaflokkur | Óflokksbundin |
Háskóli | Háskólinn í Montpellier |
Sahle-Work Zewde (f. 21 febrúar 1950) er núverandi forseti Eþíópíu og fyrsta konan til að gegna því embætti. Zewde á að baki langan feril sem ríkiserindreki og var kjörin forseti með öllum greiddum atkvæðum af eþíópíska sambandsþinginu þann 25. október árið 2018.[1] Líkt og í mörgum þingræðisríkjum er forsetaembætti Eþíópíu valdalítið og að mestu táknrænt.
Sahle-Work var áður sérstakur fulltrúi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, til Afríkusambandsins auk þess sem hún var æðsti ráðamaður Afríkudeildar Sameinuðu þjóðanna.[2][3]
Í desember árið 2019 taldi tímaritið Forbes Sahle-Work voldugustu konu í Afríku og 93. voldugustu konu á heimsvísu.[4][5]
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Sahle-Work Zewde fæddist í eþíópísku höfuðborginni Addis Ababa[6] og gekk þar í grunn- og gagnfræðiskólann Lycée Guebre-Mariam. Eftir grunnskólanám gekk hún í Háskólann í Montpellier í Frakklandi, þar sem hún nam náttúruvísindi.[7][8] Sahle-Work talar amharísku, frönsku og ensku reiprennandi.[9]
Starfsferill
[breyta | breyta frumkóða]Ferill í erindrekstri
[breyta | breyta frumkóða]Sahle-Work var önnur konan í sögu Eþíópíu sem var útnefnd sendiherra.[10][11] Hún vann sem sendiherra Eþíópíu í Senegal,[12] og hafði þar jafnframt faggildingu til að taka að sér málefni sem tengdist samskiptum Eþíópíu við Malí, Grænhöfðaeyjar, Gíneu-Bissá, Gambíu og Gíneu frá 1989 til 1993.[10] Frá 1993 til 2002 var hún sendiherra í Djíbútí og fastafulltrúi við Þróunarsamvinnustofnun Austur-Afríku (IGAD).[13][14] Hún varð síðar sendiherra Eþíópíu í Frakklandi, [12] fastafulltrúi við Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og hlaut faggildingu til að taka að sér málefni tengd Túnis og Marokkó frá 2002 til 2006.[15]
Sahle-Work gegndi síðar ýmsum mikilvægum hlutverkum. Meðal annars var hún fastafulltrúi Eþíópíu við Afríkusambandið og við Efnahagsnefndina fyrir Afríku (ECA) og aðalframkvæmdastjóri Afríkumálefna við utanríkisráðuneyti Eþíópíu.[15]
Starfsferill hjá Sameinuðu þjóðunum
[breyta | breyta frumkóða]Til ársins 2011 var Sahle-Work sérstakur fulltrúi Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, og leiðtogi Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um samþætta friðaruppbyggingu í Mið-Afríkulýðveldinu (BINUCA).[16]
Árið 2011 útnefndi Ban Sahle-Work aðalframkvæmdastjóra Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí (UNON).[17] Samkvæmt tímaritinu Africa Yearbook árið varð skrifstofan í Naíróbí undir stjórn Sahle-Work mikilvægari miðstöð Sameinuðu þjóðanna í málefnum Austur- og Mið-Afríku.[18]
Í júní árið 2018 útnefndi António Guterres aðalritari SÞ Sahle-Work sem sérfulltrúa sinn til Afríkusambandsins og leiðtoga Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna við Afríkusambandið (UNOAU) með titlinum aðstoðaraðalritari.[15] Hún var fyrsta konan í því embætti.[17]
Forseti Eþíópíu
[breyta | breyta frumkóða]Sahle-Work var kjörin forseti Eþíópíu af sambandsþingi landsins þann 25. október 2018. Hún var fyrsta konan til að gegna forsetaembættinu[19] og fjórði forsetinn frá því að Lýðræðis- og byltingarhreyfing eþíópísku þjóðarinnar (EPRDF) komst til valda í nýja eþíópíska sambandslýðveldinu árið 1995.[20][21] Hún leysti af hólmi Mulatu Teshome, sem hafði sagt af sér af ókunnum ástæðum. Áætlað er að Sahle-Work muni gegna tveimur sex ára kjörtímabilum.[9] Sahle-Work er fyrsti kvenkyns þjóðhöfðingi Eþíópíu síðan keisaraynjan Zauditu lést árið 1930. Hún er önnur tveggja núverandi kvenkyns þjóðhöfðingja í Afríku ásamt Samiu Suluhu í Tansaníu.[9]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Ethiopia gets first female president“. BBC. 25. október 2018. Afrit af uppruna á 25. október 2018. Sótt 25. október 2018.
- ↑ „Fyrsti kvenforseti Eþíópíu kjörinn“. mbl.is. 25. október 2018. Sótt 25. desember 2019.
- ↑ Secretary-General Appoints Sahle-Work Zewde of Ethiopia his Special Representative, Head of United Nations Office to African Union Geymt 7 júlí 2018 í Wayback Machine United Nations, press release of 27 June 2018.
- ↑ „Most Powerful Women“. Forbes. Sótt 20. desember 2019.
- ↑ „Two Africans Make Forbes List of 100 Most Powerful Women“. Uzonna Anele. Sótt 20. desember 2019.
- ↑ Gebreselassie, Elias (27. október 2018). „Who is Sahle-Work Zewde, Ethiopia's first female president?“. Al Jazeera. Afrit af uppruna á 29. október 2018.
- ↑ „Sahle-Work Zewde poised to be Ethiopia's first female president“. borkena.com. Sótt 25. október 2018.
- ↑ „Ethiopia appoints career diplomat Sahle-Work Zewde as Africa's only female president“. The Daily Telegraph. Afrit af upprunalegu geymt þann 16 júní 2020. Sótt 25. október 2018.
- ↑ 9,0 9,1 9,2 „Sahle-Work Zewde named Ethiopia's first woman president“. Al Jazeera. 25. október 2018. Afrit af uppruna á 25. október 2018. Sótt 26. október 2018.
- ↑ 10,0 10,1 „Celebrating Ethiopian Women: Ambassador Sahle-work Zewde“. Utanríkisráðuneyti Eþíópíu. 22. mars 2018. Afrit af uppruna á 26. október 2018. Sótt 29. október 2018.
- ↑ Haslach, Patricia (18. mars 2015). „Remarks by U.S. Ambassador to Ethiopia Patricia M. Haslach at the Opening of the Second Annual Career Day on Women in Diplomacy“. Embassy of the United States in Ethiopia. Afrit af uppruna á 6. september 2018. Sótt 29. október 2018.
- ↑ 12,0 12,1 Schemm, Paul (25. október 2018). „Ethiopia appoints first female president in its modern history in latest reform“. The Washington Post. Afrit af uppruna á 26. október 2018. Sótt 26. október 2018.
- ↑ „News Alert: Ambassador Sahlework Zewde to become Ethiopia's president“. Addis Standard. 24. október 2018. Afrit af uppruna á 26. október 2018. Sótt 26. október 2018.
- ↑ Ms. Sahle-Work Zewde of Ethiopia – Special Representative to the African Union and Head of the United Nations Office to the African Union (UNOAU) Geymt 25 október 2018 í Wayback Machine United Nations, press release of 27 June 2018.
- ↑ 15,0 15,1 15,2 „Ms. Sahle-Work Zewde of Ethiopia – Special Representative to the African Union and Head of the United Nations Office to the African Union (UNOAU)“. United Nations. 27. júní 2018. Afrit af uppruna á 25. október 2018. Sótt 26. október 2018.
- ↑ Tchounand, Ristel (25. október 2018). „Sahle-Work Zewde devient la première femme chef d'Etat de l'Ethiopie“. La Tribune (franska). Sótt 26. október 2018.
- ↑ 17,0 17,1 Dahir, Abdi Latif (25. október 2018). „Ethiopia elects female president Sahle-Work Zewde“. Quartz. Afrit af uppruna á 25. október 2018. Sótt 26. október 2018.
- ↑ Mehler, Andreas; Melber, Henning; van Walvaren, Klaas (2012). Africa Yearbook Volume 8: Politics, Economy and Society South of the Sahara in 2011. Brill Publishers. bls. 17. ISBN 9789004241787.
- ↑ „Ethiopia's parliament approves Sahle-Work Zewde as president“. Reuters. Sótt 25. október 2018.
- ↑ George Obulutsa (25 October 2018), Ethiopia's parliament approves Sahle-Work Zewde as first female president Geymt 25 október 2018 í Wayback Machine, Reuters.
- ↑ „Sahle-Work Zewde Becomes First Ethiopian Woman President“. Al Bawaba. 25. október 2018. Sótt 27. mars 2019.
Fyrirrennari: Mulatu Teshome |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |