Taye Atske Selassie
Taye Atske Selassie | |
---|---|
ታዬ አጽቀሥላሴ | |
![]() Taye árið 2024. | |
Forseti Eþíópíu | |
Núverandi | |
Tók við embætti 7. október 2024 | |
Forsætisráðherra | Abiy Ahmed |
Forveri | Sahle-Work Zewde |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 13. janúar 1956 Debarq, Eþíópíu |
Þjóðerni | Eþíópískur |
Háskóli | Háskólinn í Addis Ababa Háskólinn í Lancaster |
Starf | Erindreki |
Taye Atske Selassie Amde (amharíska: ታዬ አጽቀሥላሴ, f. 13. janúar 1956)[1] er eþíópískur erindreki og stjórnmálamaður sem hefur verið forseti Eþíópíu frá 7. október 2024.[2][3][4] Hann hefur mörgum sinnum unnið sem sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum.[5] Áður en hann tók við forsetaembætti var Taye utanríkisráðherra Eþíópíu.
Æska og menntun
[breyta | breyta frumkóða]Taye fæddist í Debarq í Gondar í Begemder-héraði. Hann lauk námi við Háskólann í Addis Ababa og Háskólann í Lancaster í stjórnmálafræði, alþjóðasamskiptum og herkænskufræði.[6]
Ferill í utanríkisþjónustu
[breyta | breyta frumkóða]Taye hefur unnið sem fastafulltrúi Eþíópíu hjá Sameinuðu þjóðunum frá 2018.[7][8] Áður en hann hóf störf hjá Sameinuðu þjóðunum var Taye aðalræðismaður Eþíópíu í Los Angeles og hafði gegnt mikilvægum embættum í alþjóðasamskiptum landsins í Washington, D.C. og Stokkhólmi, auk þess sem hann hafði verið sendiherra Eþíópíu í Egyptalandi.[9] Þann 18. janúar 2023 var Taye útnefndur ráðgjafi forsætisráðherra Eþíópíu í utanríkismálum.[10]
Þann 8. febrúar 2024 tók Taye við af Demeke Mekonnen sem utanríkisráðherra Eþíópíu eftir afsögn Demeke þann 26. janúar.[3]
Forsetatíð
[breyta | breyta frumkóða]
Þann 7. október 2024 var Taye skyndilega útnefndur forseti Eþíópíu. Hann tók við af Sahle-Work Zewde, sem lét af embætti undir kringumstæðum sem deilt hefur verið um. Taye tók við embættinu á tíma mikilla áskorana í utanríkismálum Eþíópíu og átaka innanlands.[11][12]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Le nouveau Représentant permanent de l'Éthiopie auprès des Nations Unies présente ses lettres de créance“. Sameinuðu þjóðirnar. 10. september 2018. Sótt 8 október 2024.
- ↑ „H.E. Ambassador Taye Atske Selassie, is appointed as the new Foreign Minister of the Federal Democratic Republic of Ethiopia“. Embassy of Ethiopia (bandarísk enska). 8 febrúar 2024. Afrit af upprunalegu geymt þann 22 febrúar 2024. Sótt 13. mars 2024.
- ↑ 3,0 3,1 „Ethiopia's Spy Chief Appointed as Deputy Prime Minister, Taye Atske Selassie Takes Foreign Minister Role“. Borkena Ethiopian News (bandarísk enska). 8 febrúar 2024. Sótt 13. mars 2024.
- ↑ „Ethiopia Appoints Amb. Taye Atske Selassie as Foreign Minister“. ebc.et. Sótt 13. mars 2024.
- ↑ „H.E. Mr. Taye Atske Selassie Amde Ambassador“ (PDF). 13. mars 2024.
- ↑ „Ambassador Taye Atske Selassie Faces Ethiopia-Somalia Relations as First Assignment“. Addis Insight (bandarísk enska). 8 febrúar 2024. Sótt 13. mars 2024.
- ↑ „New Permanent Representative of Ethiopia Presents Credentials“. press.un.org. Sótt 13. mars 2024.
- ↑ „Amde, Taye Atske Selassie“, International Year Book and Statesmen's Who's Who (enska), Brill, sótt 13. mars 2024
- ↑ „Consulate General in Los Angeles hosts Business to Government Pre-Investment Virtual Meeting in West Coast of USA (May 21, 2021)“. Embassy of Ethiopia (bandarísk enska). 21 maí 2021. Sótt 13. mars 2024.
- ↑ „PM Abiy Ahmed announces new appointments to high level positions“. Welcome to Fana Broadcasting Corporate S.C (bandarísk enska). 20 janúar 2023. Sótt 9 nóvember 2024.
- ↑ „Ethiopia Lawmakers Vote Taye as New President in Surprise Move“. Bloomberg.com (enska). 7 október 2024. Sótt 7 október 2024.
- ↑ „Taye Atske Selassie Elected New President of Ethiopia“. News Central Africa. 7 október 2024. Sótt 7 október 2024.
Fyrirrennari: Sahle-Work Zewde |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |