Fara í innihald

Qeqertarsuaq

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bærinn Qeqertarsuaq

Qeqertarsuaq (áður Godhavn á dönsku, og var því nefndur „Góðhöfn“ á íslensku) er um 850 (2013) manna þorp á suðurströnd Diskóeyju sem á grænlensku heitir sömuleiðis Qeqertarsuaq, og er á Vestur-Grænlandi. Grænlenska nafnið þýðir „stór eyja“. Diskóeyja er einnig stærst eyja við Grænlandi, um 9700 km2. Qeqertarsuaq var áður sérstakt sveitarfélag, en er nú hluti af sveitarfélaginu Avannaata.

Diskóflói hefur verið ein helsta veiðistöð á Grænlandi frá því að menn fóru að flytjast þangað. Elstu fornminjar á Diskóeyju eru um 5000 ára gamlar og þar hefur fundist mikið af minjum frá hinum ýmsu tímum búsetu Inúíta og forvera þeirra. Grænlendingar hinir fornu höfðu eflaust oft viðkomu á Diskóeyju enda er hún í miðri Norðursetu. Líklegt er að „Bjarney“ sem nefnd er í fornum heimildum hafi verið Diskóeyja.[1]: 18 

Þorpið Qeqertarsuaq var stofnað 1773 af hvalveiðimanninum Svend Sandgreen sem kallaði staðinn „Godhavn“ enda er þar mjög góð höfn frá náttúrunnar hendi. Evrópskir hvalveiðimenn höfðu þar aðstöðu fram á 19. öld. Hvalveiðar eru nú lítið stundaðar enda fátt orðið um hvali. Þorpsbúar lifa aðallega á fiskveiði og fiskverkun auk selveiða.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ljungqvist, Fredrik (2005). „The Significance of Remote Resource Regions for Norse Greenland“. Scripta Islandica. 56: 13–54.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.