Qaqortoq

Stærsti bær Suður-Grænlands heitir á grænlensku Qaqortoq (framburður ) og á dönsku Julianehåb. Bærinn er aðalbyggð í sveitarfélaginu Kujalleq. Um 3200 íbúar voru þar árið 2013. Um 300 búa utan aðalbyggðarinnar, flestir á 2 hreindýrabúum og 13 sauðfjárbúum. Nafnið Qaqortoq þýðir hið hvíta. Bærinn var stofnaður árið 1775 sem danskur verslunarstaður. Þar er nú menntasetur Suður-Grænlands með menntaskóla, verslunarskóla og háskóla. Þar er einnig eina sútunarverksmiðja Grænlands, Great Greenland, sem verkar skinn af selum og ísbjörnum.
Hér var þéttbyggt og eitt aðalsvæði í Eystribyggð hinna fornu Grænlendinga. Enn má víða sjá rústir eftir bæi þeirra, meðal annars kirkjuna á Hvalsey sem er skammt frá byggðakjarnanum í Qaqortoq.
Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]
- Ferðamálaskrifstofa Qaqortoq Geymt 2009-05-10 í Wayback Machine
- Bændaskólinn Upernaviarsuk Geymt 2004-09-25 í Wayback Machine