Aasiaat

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Hnit: 68°43′N 52°53′V / 68.717°N 52.883°V / 68.717; -52.883

Séð úr höfninni í Aasiaat

Aasiaat (eldri stafsetning: Ausiait), á dönsku: Egedesminde er fjórði stærsti bærinn á Grænlandi og hluti af sveitarfélaginu Qaasuitsup. Aasiaat er á eyju við suðurströnd Diskó-flóa.

Grænlenska nafnið Aasiaat þýðir "Köngulóaborgin". Meðalhiti mældist 2003 -11,8 °C í febrúar og 9,3 °C í júlí.

Aasiaat er annað af tveimur sveitarfélögum á Grænlandi sem ekki eru að neinu leyti á meginlandinu. Hitt sveitarfélagið er Qeqertarsuaq. Við manntal 2005, voru íbúar 3 310. Aasiaat er stundum nefnt Borg hvalanna [1], enda má oft sjá hvali í kring um eyjarnar.

Sögubrot[breyta | breyta frumkóða]

Fornleifafræðingar álykta að elstu leifar mannlegs lífs á Diskóflóasvæðinu séu frá 4 þúsund árum f. Kr. Forfeður núverandi íbúa virðast hafa hafið dvöl í Aasiaat og svæðinu þar um kring á 13. öld. Þetta voru veiðimenn sem ekki höfðu fasta búsetu heldur fluttu allar eigur sínar eftir því hvar best veiði gafst.

Þorpið sem nú heitir Aasiaat var stofnað 1759 af Niels Egede sem var sonur Hans Egede, trúboða Grænlands. Egedesminde sem nefnt var í höfuðið á honum var stofnuð til að hindra skiptiverslun inuíta við Evrópska hvalveiðimenn, sem flestir komu frá Hollandi.

Atvinnulíf[breyta | breyta frumkóða]

Rækju- og krabbaveiði er aðalatvinnugrein í Aasiaat auk skipasmíða og ferðamannamóttöku.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist