Fara í innihald

Qasigiannguit

Hnit: 68°49′N 51°35′V / 68.817°N 51.583°V / 68.817; -51.583
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

68°49′N 51°35′V / 68.817°N 51.583°V / 68.817; -51.583

Qasigiannguit árið 2014.

Qasigiannguit (áður Christianshåb) er byggðarlag á Vestur-Grænlandi við suðvesturströnd Diskóflóa með um 1200 (2013) íbúa og er hluti af sveitarfélaginu Avannaata. Til eru dæmi um að Qasigiannguit hafi verið nefnt „Kristjánsvon“ á íslensku.

Grænlenska nafnið þýðir „litli flekkótti rostungurinn“. Árið 1734 stofnaði danski kaupmaðurinn Jacob Severin verslunarstöð skammt sunnan við núverandi bæjarstæði og nefndi hana í höfuðið á Kristjáni 6. Danakonungi. Severin hafði einkarétt á verslun við Grænlendinga fram til 1749. Árið 1739 kom til bardaga milli danskra og hollenskra kaupmanna við Qasigiannguit um verslunaryfirráð. Frá 1736 til 1740 starfaði trúboðinn Poul Egede í Christianshåb. Verslunarstaðurinn var fluttur á núverandi stað 1763 og má enn sjá rústir upphaflegu verslunarstöðvarinnar.

Atvinnulíf

[breyta | breyta frumkóða]

Bæjarbúar vinna aðallega við fiskveiðar og fiskvinnslu. Þar eru aðallega verkuð lúða og krabbar. Fyrir utan fiskinn er vaxandi ferðamennska mikilvæg atvinnugrein.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.