Qaasuitsup
Qaasuitsup (opinbert nafn á grænlensku: Qaasuitsup Kommunia) var sveitarfélag á Vestur- og Norðvestur-Grænlandi sem stofnað var 1. janúar 2009 [1] en var aftur skipt upp í tvennt áramótin 2018-19 í Avannaata og Qeqertalik. Það náði yfir byggðarlögin (og samnefnd fyrrverandi sveitarfélög) Kangaatsiaq, Aasiaat, Qasigiannguit, Ilulissat, Qeqertarsuaq, Uummannaq, Upernavik og Qaanaaq ásamt fleiri minni byggðakjörnum. Íbúafjöldi í janúar 2009 var um 18.000.[2] Aðsetur sveitarstjórnar og helstu þjónustustofnana var í Ilulissat.
Qaasuitsup var 660.000 km² að flatarmáli[3] sem gerði það að víðfeðmasta sveitarfélag í heimi. Í suðri lá það að sveitarfélaginu Qeqqata og í suðaustri að sveitarfélaginu Sermersooq. Í norðri og norðaustri liggur það að Þjóðgarði Grænlands.
Suðurströnd Qaasuisup liggur við Diskó-flóa, sem gengur inn úr Baffinsflóa. Lengsti hluti strandarinnar liggur að Melville-flóa. Í norðvestri í grennd við Qaanaaq og Siorapaluk tekur Nares-sund við en það skilur Grænland frá Ellesmere-eyju í Kanada.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Landstingslov nr. 15 af 5. december 2008 om Grønlands inddeling i landsdele og kommunet | http://www.lovgivning.gl/gh.gl-love/dk/2008/ltl/ltl_nr_15-2008_kom_inddel/ltl_nr_15-2008_dk.htm Geymt 29 júní 2009 í Wayback Machine
- ↑ „kanukoka.gl“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. september 2008. Sótt 7. febrúar 2009.
- ↑ [Kanukoka sameiginlegur vefur grænlensku sveitarfélagana http://www.kanukoka.gl/12630 Geymt 24 september 2008 í Wayback Machine]
Ítarefni
[breyta | breyta frumkóða]- Vefur Qaasuitsup sveitarfélagsins Geymt 21 júlí 2011 í Wayback Machine